Laust starf skipulags- og byggingafulltrúa

adminFréttir

Laust starf hjá Umhverfis- og skipulagssviði Borgarbyggðar; Skipulags- og byggingarfulltrúi Borgarbyggð óskar eftir að ráða skipulags- og byggingarfulltrúa til starfa hjá sveitarfélaginu. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf í vaxandi sveitarfélagi. Launakjör skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Helstu verkefni: Framkvæmd skipulags- og byggingamála, mælingar, úttektir, skráning fasteigna, yfirferð uppdrátta og afgreiðsla umsókna, yfirferð skipulaga og eftirfylgni með málsmeðferð. Samstarf við aðila sem m.a. sinna verkefnum á

Flokksstjórastörf við vinnuskóla Borgarbyggðar 2013

adminFréttir

Vinnuskóli Borgarbyggðar óskar að ráða flokksstjóra fyrir sumarið 2013 Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri, hafa gott lag á unglingum og vera þeim góð fyrirmynd í starfi. Í starfinu felst m.a. að leiðbeina nemendum vinnuskólans og kenna þeim öguð og rétt vinnubrögð við fjölbreytt störf. Vinnutímabilið er 8 vikur eða frá 3. júní til og með 26. júlí. Laun eru samkvæmt kjarasamningum launarnefndar sveitafélaga. Vinnustaðurinn er tóbakslaus.

Vinnuskóli Borgarbyggðar sumarið 2013

adminFréttir

Vinnuskóli Borgarbyggðar óskar eftir umsóknum nemenda fyrir sumarið 2013 Vinnuskólinn er fyrir unglinga í 8. – 10. bekk og verður settur mánudaginn 10. júní n.k. kl. 9.00 í Félagsmiðstöðinni Óðali. Vinnutímabil skólans verður 4 vikur á 6 vikna tímabili (hver og einn nemandi velur sínar 4 vinnuvikur) eða frá 10. júní til og með 19. júlí 2012. Daglegur vinnutími er frá kl. 8.30 – 16.00 alla virka daga nema föstudaga

Sumarstörf hjá íþróttamiðstöðvum Borgarbyggðar

adminFréttir

Laus eru til umsóknar sumarstörf í íþróttamiðstöðvum Borgarbyggðar, í Borgarnesi, á Varmalandi og á Kleppjárnsreykjum, 100% störf, sumarafleysingar á öllum starfsstöðvum. Kleppjárnsreykir: Karlmann frá 1. júní til 19. ágúst og konu í 6 vikur. Varmaland: Karl og konu frá 8. júní til 19. ágúst. Borgarnes: Karla og konur frá 4. júní til 31. ágúst. Störfin eru vaktavinnustörf sem felast m.a. í baðvörslu, gæslu við sundlaugar úti og inni, þrifum, afgreiðslu

Vel heppnaður borgarafundur um einelti

adminFréttir

Íbúar Borgarbyggðar fjölmenntu í Hjálmaklett þriðjudagskvöldið 19. mars þar sem haldinn var borgarafundur um einelti. Yfirskrift fundarins var „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“ og það sýndi sig vel að íbúar Borgarbyggðar láta sig þetta mál varða. Ríflega 500 manns, íbúar á öllum aldri og alls staðar að úr sveitarfélaginu, vörðu saman kvöldinu og hlýddu á frábæra fyrirlesara fjalla um einelti út frá ýmsum hliðum.

Efnilegur ungur knattspyrnumaður

adminFréttir

Rúnar Þau leiðu mistök urðu við athöfn vegna kjörs íþróttamanns Borgarbyggðar fyrir nokkru að upplýsingar um knattspyrnumann Ungmennafélags Reykdæla féllu niður. Knattspyrnumaðurinn ungi heitir Rúnar Bergþórsson og býr í Húsafelli. Hann er 12 ára gamall og hefur æft knattspyrnu í 7 ár. Á síðasta ári æfði hann bæði hjá UMFR og Skallagrími. Þjálfari hans lýsir honum með þessum orðum: „Hann spilaði með 5. flokki Skallagríms og stóð sig gríðarlega vel

Líf og fjör í skólunum

adminFréttir

Nemendur við grunnskóla Borgarbyggðar hafa undanfarna daga og vikur undirbúið árshátíðir sínar af kappi. Á Kleppjárnsreykjum verður árshátíðin haldin fimmtudaginn 21. mars en í Borgarnesi og á Varmalandi föstudaginn 22. mars. Árshátíð Hvanneyrardeildar verður að venju haldin í maí. Sjá nánar: Kleppjárnsreykjadeild Grunnskóla Borgarfjarðar Varmalandsdeild Grunnskóla Borgarfjarðar Grunnskólinn í Borgarnesi

„Fræðslustjóri að láni“

adminFréttir

Þann 14. mars síðastliðinn skrifuðu fulltrúar mannauðssjóðs Kjalar, Sveitarmenntar, Borgarbyggðar og Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi undir samning um „Fræðslustjóra að láni“, en þetta er í fyrsta skiptið sem þessir starfsmenntasjóðir standa sameiginlega að formlegum samningi við sveitarfélag. Markmiðið með samningnum er að framkvæma þarfagreiningu fyrir fræðslu og í framhaldinu að gera heildstæða fræðsluáætlun fyrir starfsmenn sveitarfélagsins sem eiga aðild að Stéttarfélagi Vesturlands og Kili – Stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu, en það

Það þarf heilt þorp til að ala upp barn

adminFréttir

Borgarafundur um einelti og líðan barna verður haldinn í dag, þriðjudaginn 19. mars í Hjálmakletti í Borgarnesi og hefst kl. 18.00. Meðal fyrirlesaraeru Páll Óskar Hjámtýsson, Magnús Stefánsson frá Marita fræðslunni, Vilborg Guðnadóttir frá BUGL og Björn Rúnar Egilsson frá Heimili og skóla. Súpa og brauð verða á boðstólnum. Allir velkomir! Sjá auglýsingu hér.