Bar-par frumsýnt í Logalandi

adminFréttir

Frá Ungmennafélagi Reykdæla: Ungmennafélag Reykdæla frumsýnir 1. mars nk. leikritið Bar-par eftir Jim Cartwright. Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson, og er þetta þriðja skiptið í röð sem hann leikstýrir hjá UMFR. Leikendur, sem eru tólf talsins, eru á ýmsum aldri, sá yngsti 10 ára og sá elsti á óræðum aldri. Sumir að taka þátt í sinni fyrstu sýningu, en aðrir hafa leikið í hinum ýmsum verkum sem UMFR hefur sett upp

Ársskýrsla félagsþjónustu Borgarbyggðar 2012

adminFréttir

Út er komin ársskýrsla félagsþjónustu Borgarbyggðar. Skýrsluna má nálgast á slóðinni http://www.borgarbyggd.is/starfsemi/felagsthjonusta/ , en þar er einnig að finna skýrslur fyrri ára. Fram kemur að talsverður stígandi er í félagsþjónustunni og aukin eftirspurn eftir þjónustu. Þannig hefur málafjöldi meira en tvöfaldast á síðustu 10 árum, en á síðasta ári kom félagsþjónustan að málefnum 222 einstaklinga/fjölskyldna í félagsþjónustu og barnavernd. Félagsþjónustan annast einnig þjónustu við fólk með fötlun og sinnti málefnum

Stássmeyjarkvæði í Reykholti

adminFréttir

Stórtónleikar Tónlistarfélags Borgarfjarðar, Stássmeyjarkvæði, verða í Reykholtskirkju sunnudaginn 3. mars næstkomandi kl. 20.00. Kristín A. Ólafsdóttir þjóðlagasöngkona flytur, ásamt fjölda hljóðfæraleikara, íslensk þjóðlög og þulur í útsetningu Atla Heimis Sveinssonar. Stjórnandi er Gunnsteinn Ólafsson. Hljóðfæraleikararnir sem koma fram með Kristínu:

Áfram hægt að sjá Ingiríði

adminFréttir

Vegna afar góðrar aðsóknar á sýningu Safnahúss á upptöku af leikriti Trausta Jónssonar, Ingiríði Óskarsdóttur hefur verið ákveðið að lengja sýningartímabilið til 8. mars. Upptakan er frá sýningu leikdeildar Skallagríms á verkinu árið 1985 en þá hlaut leikritið rífandi aðsókn. Sýningar eru í Hallsteinssal alla virka daga kl. 16.00.  

Herferð gegn tóbaksnotkun

adminFréttir

Á fundi tómstundanefndar Borgarbyggðar í vetur, var ákveðið að farið yrði í herferð gegn tóbaksnotkun í og við íþróttamannvirki sveitarfélagsins. Sett hafa verið upp plaköt í öllum íþróttahúsunum til að minna á bannið og auðvelda starfsfólki að fylgja því eftir. Mest ber á notkun munntóbaks en reykingar eru helst vandamál þegar viðburðir s.s. íþróttaleikir eru í húsunum. Bann við tóbaksnotkun á við um allt tóbak og nær til íþróttahúsa og

Nýting afréttarlands á Bjarnadal

adminFréttir

Á fundi fjallskilanefndar Borgarbyggðar þann 20. febrúar var ákveðið að halda opinn fund um afnot af afréttarlandi á Bjarnadal. Sjá fundargerð. Því er hér með boðað til almenns umræðu- og kynningarfundar um málið að Hraunsnefi þann 28. febrúar kl. 20.30.

Samþykkt um búfjárhald i Borgarbyggð

adminFréttir

Opinn umræðu- og kynningarfundur um drög að samþykkt um búfjárhald í Borgarbyggð verður haldinn í Hjálmakletti í Borgarnesi, þriðjudaginn 26. febrúar 2013 kl. 20.30. Hér undir má sjá drögin sem verða til umfjöllunar. Landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar mun fjalla um þær athugasemdir og ábendingar sem koma fram á fundinum á næsta fundi nefndarinnar sem haldinn verður í byrjun mars. Þau sem ekki sjá sér fært að mæta á fundinn, en vilja þó

Söfnun á rúlluplasti í Borgarbyggð 2013

adminFréttir

Söfnun á rúlluplasti frá lögbýlum í Borgarbyggð árið 2013 fer fram eftirfarandi tímabil: 25. febrúar til 6. mars, 10. til 20. júní og 25. nóvember til 4. desember.   Sjá auglýsingu.

Vinavika knattspyrnudeildar Skallagríms

adminFréttir

Síðasta vikan í febrúar er vinavika knattspyrnudeildar Skallagríms. Þá geta þeir sem eru að æfa fótbolta boðið vini eða vinum sínum með á æfingar. Vinirnir þurfa ekki að borga æfingagjöld þá viku. Það eru allir vinir í fótbolta hjá Skallagrími. Sjá auglýsingu um vinavikuna hér Nánari upplýsingar um æfingatöflu: www.skallagrimur.is/knattspyrna