Nýárskveðja

adminFréttir

Sveitarstjórn og starfsfólk Borgarbyggðar senda íbúum Borgarbyggðar og landsmönnum öllum bestu óskir um gleði og gæfuríkt nýtt ár og þakkar samskiptin á liðnu ári.

Hinn guðdómlegi gleðileikur í Borgarnesi

adminFréttir

Föstudaginn 27. desember, á þriðja dag jóla, verður jólasagan í alþýðustíl leikin í Hjálmakletti í Menntaskóla Borgarfjarðar. Ævintýrið hefst með athöfn í kirkjunni kl. 18,00 en þaðan verður blysför gengin að menntaskólanum í Borgarnesi þar sem sýningin hefst um kl. 19:00. Á leiðinni verður staðnæmst við Tónlistarskólann þar sem Theodóra Þorsteinsdóttir, Olgeir Helgi Ragnarsson, Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Hanna Ágústa Olgeirsdóttir syngja „Ó helga nótt“. Þetta er fjórða sinn sem

Gleðileg jól

adminFréttir

Jólakveðja Sveitarstjórn og starfsfólk Borgarbyggðar senda íbúum Borgarbyggðar og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.

Fréttatilkynning frá Óbyggðanefnd

adminFréttir

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur, fyrir hönd íslenska ríkisins, afhent óbyggðanefnd kröfur sínar um þjóðlendur á svokölluðu svæði 8 vestur ‒ Mýra- og Borgarfjarðarsýsla að undanskildum fyrrum Kolbeinsstaðahreppi ásamt Langjökli. Óbyggðanefnd, sem er sjálfstæður úrskurðarnefnd á stjórnsýslustigi, kynnir nú þessar kröfur í þeim tilgangi að ná til þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Fossatún, verslunar- og þjónustusvæði

adminFréttir

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti 12. desember 2013 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Fossatún, verslunnar- og þjónustusvæði skv. 1. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Svæðið sem tillagan tekur til afmarkast af gildandi deiliskipulagssvæði en stækkar til norðausturs um 0,3 ha. Í breytingunni felst breytt staðsetning byggingarreita fyrir gistiaðstöðu með 16 herbergjum í 4 húsum, tilfærslu byggingarreits fyrir þjónustuhús, tilfærslu aðkomuvegar og stækkun deiliskipulagssvæðis. Tillagan liggur frammi í Ráðhúsi

Tillaga að deiliskipulagi fyrir verslunar- og þjónustusvæði í Húsafelli III.

adminFréttir

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti 12. desember 2013 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir verslunar- og þjónustusvæði í Húsafelli skv. 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið tekur til 4,1 ha svæðis í Húsafelli III í Borgarbyggð. Deililskipulagstillagan felur í sér verslunar- og þjónustusvæði þar sem skilgreindar eru 3 lóðir; fyrir verslun- og þjónustu, hótel og sundlaugarsvæði. Á lóð hótels verður byggingarreitur með heimild til að byggja 38 herbergja hótel allt

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Urðarfellsvirkjun – í landi Húsafells III.

adminFréttir

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti 12. desember 2013 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Urðarfellsvirkjun í landi Húsafells III skv. 1.mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og umhverfisskýrslu, skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Skipulagssvæðið er vestast á jörðinni Húsafelli og felur deiliskipulagstillagan í sér virkjun Deildargils sem rennur í Hvítá, inntak og stífla verður ofarlega i Deildargili í norðarhluta Urðarfells. Fallpípa verður um 3.200 m löng og stöðvarhús

Þegar Trölli stal jólunum

adminFréttir

Undanfarið hefur 7. bekkur Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum æft leikgerð af „Þegar Trölli stal jólunum“. Ætlunin er að sýna leikritið á litlu jólunum í skólanum. Krakkarnir tóku forskot á sæluna á dögunum og lögðust í leikferð. Sýnt var á þremur stöðum í sveitarfélaginu, í grunnskólanum og leikskólanum Andabæ á Hvanneyri og leikskólanum Hnoðrabóli. Vel var tekið á móti leikurunum og sýningunni fagnað enda frábærir krakkar á ferð.

Jólakötturinn kemur í Borgarnes

adminFréttir

    Verslanir og veitingastaðir í Borgarnesi taka höndum saman og bjóða upp á skemmtilegan verslunardag laugardaginn 21. desember. Dagurinn hefur fengið nafnið „Jólakötturinn“. Flestar verslanir og veitingahús bæjarins verða með opið til kl. 22.00 og í boði verða spennandi tilboð og skemmtiatriði.

Saga Borgarness

adminFréttir

Borgarnes_gjBorgarbyggð hefur ráðið Egil Ólafsson sagnfræðing og blaðamann til að skrifa sögu Borgarness.Hann mun hefja störf í byrjun árs 2014. Áætlað er að bókin komi út vorið 2017, en þá verða liðin 150 ár frá því að Borgarnes fékk löggildingu sem verslunarstaður. Egill er alinn upp í Borgarnesi og síðar á Hundastapa á Mýrum. Eftir að hann lauk sagnfræðinámi hefur hann starfað sem blaðamaður og undanfarin 20 ár hefur hann