Breyting á biðstöð Strætó í Borgarnesi

adminFréttir

Frá og með 03. desember 2012 verður biðstöð Strætó við Hyrnuna í Borgarnesi færð að Olís. Þessi breyting á sér stað vegna framkvæmda við Hyrnuna og stendur tímabundið yfir. Í fréttatilkynningu frá Strætó er beðist velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Nánari upplýsingar veitir Þjónustuver Strætó í síma 540-2700.

Tónlistarkennarar sóttu Vínarborg heim

adminFréttir

Kennarar Tónlistarskóla Borgarfjarðar fóru í námsferð til Vínarborgar í Austurríki núna í nóvember. Kennararnir heimsóttu Tónlistarháskóla Vínarborgar / Universität für Musik und darstellende Kunst, kynntu sér Kennaradeildina og eyddu þar einum degi. Var sérlega vel tekið á móti þeim þar, þeir fengu að upplifa kennslustundir og taka þátt í þeim. Dagurinn byrjaði á fyrirlestri um skólann , síðan var gengið um höfuðstöðvar Kennaradeildarinnar sem er með aðsetur í gömlu munkaklaustri,

Mæðgur sýna í Safnahúsi

adminFréttir

Laugardaginn 1. desember kl. 13.00 verður opnuð myndlistarsýning í Safnahúsi Borgarfjarðar þar sem sýndar verða myndir eftir mæðgurnar Björk Jóhannsdóttur og Jóhönnu Stefánsdóttur. Björk sýnir ljóðamyndir, vatnslitamyndir og akrýlmyndir, en Jóhanna klippimyndir byggðar á gyðjufræðum hinna ýmsu trúarbragða. Sýningin er í Hallsteinssal á efri hæð Safnahúss og verður opin á virkum dögum kl. 13.00-18.00 og einnig á laugardögum kl. 13.00-16.00 og þá verða mæðgurnar á staðnum. Lokað á sunnudögum. Sýningin

Herferð gegn tóbaksnotkun

adminFréttir

Tómstundanefnd Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum í morgun að farið verði í herferð gegn tóbaksnotkun í og við íþróttamannvirki sveitarfélagsins. Fræðslustjóra, forvarnarfulltrúa og forstöðumanni íþróttamannvirkja var falið að útfæra herferðina og ýta henni úr vör.

Kveikt á jólatré Borgarbyggðar 2. des.

adminFréttir

Kveikt verður á jólatré Borgarbyggðar við hátíðlega athöfn á Kveldúlfsvelli sunnudaginn 2. desember kl. 17.00.Dagskráin hefst með ávarpi Björns Bjarka Þorsteinssonar formanns byggðarráðs Borgarbyggðar. Tónlistarskóli Borgarfjarðar sér um flutning á jólatónlist og heyrst hefur að jólasveinarnir komi af fjöllum til að gleðja börnin. Heitt kakó verður í boði. Allir velkomnir að koma og njóta andrúmslofts aðventunnar. Ef veður verður slæmt verður athöfninni frestað, nánari upplýsingar þá á www.borgarbyggd.is

Aukasýningar á Litlu hryllingsbúðinni

adminFréttir

Vegna fjölda áskorana hefur leikfélag Menntaskóla Borgarfjarðar ákveðið að hafa tvær aukasýningar á Litlu hryllingsbúðinni. Fyrri sýningin verður í kvöld, þriðjudaginn 27. nóvember og sú seinni fimmtudaginn 29. nóvember. Báðar sýningar hefjast kl. 20.00.

Köttur í óskilum í Borgarnesi

adminFréttir

Íbúi í Borgarnesi er með í vörslu sinni ómerktan kött sem ekki er vitað hver á. Þetta er ljósbrúnn fullorðinn fressköttur með gráa silfurlita endurskins-ól um hálsinn. Ef einhver kannast við að eiga þennan kött er viðkomandi vinsamlegast beðinn að hafa samband við skrifstofu Borgarbyggðar í síma 433-7100.

Eyrarrósin 2013

adminFréttir

Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar, verður veitt í níunda sinn í febrúar árið 2013. Það eru Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík sem staðið hafa saman að verðlaununum allt frá upphafi árið 2005. Markmið Eyrarrósarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar, á sviði menningar og lista. Umsækjendur um Eyrarrósina geta meðal annars verið stofnun, tímabundið verkefni, safn eða menningarhátíð.

Úrskurður vegna álagningar sorpgjalds

adminFréttir

Nýverið kvað úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála upp úrskurð í kæru fasteignaeiganda í Borgarbyggð gegn sveitarfélaginu þar sem fasteignaeigandinn taldi að ekki hafi verið rétt staðið að álagningu sorpgjalda á árinu 2012. Niðurstaða nefndarinnar var að Borgarbyggð beri að fella niður það sorpgjald sem lagt var á í upphafi árs 2012. Úrskurðurinn hefur verið tekinn fyrir hjá byggðarráði og sveitarstjórn Borgarbyggðar og var samþykkt að fela sveitarstjóra að óska eftir áliti

Aukasýning á Litlu hryllingsbúðinni

adminFréttir

Frá leikfélagi Menntaskóla Borgarfjarðar: Við þökkum frábærar viðtökur á sýningunni okkar, Litlu hryllingsbúðinni. Miðarnir seljast og seljast og vegna fjölda áskoranna höfum við ákveðið að hafa aukasýningu, sunnudaginn 25. nóvember kl. 17.00. Við ákváðum þennan tíma sérstaklega með fjölskyldufólk í huga og hlökkum við til að sjá sem flesta unga sem aldna. Miðasala í síma: 616-7417 eða 862-8582, einnig er hægt að senda póst á netfangið: leikfelag@menntaborg.is Um sýninguna: