EKKI MEIR – fræðsluerindi um einelti og forvarnir

adminFréttir

Fræðsluerindi um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála verður haldið í Félagsbæ í Borgarnesi fimmtudaginn 1. nóvember kl. 19.30. Fyrirlesari er Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og höfundur bókarinnar EKKI MEIR. Bókin er leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn. Á erindinu verður Aðgerðaáætlun Æskulýðsvettvangsins gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun dreift, ásamt eineltisplakati og og nýútkomnum siðareglum Æskulýðsvettvangsins. Allir velkomnir.

Ný áætlun strætó

adminFréttir

Lagfæringar hafa verið gerðar á áætlun Strætó á Vesturlandi og taka nýjar tímatöflur gildi frá og með 4. nóvember næstkomandi. Alltaf má nálgast upplýsingar um, tímatöflur, leiðir, gjaldskrá og allar breytingar jafnóðum og þær verða, á heimasíðu Strætó www.straeto.is. Nýja bæklinginn er einnig hægt að nálgast hér.

Menningarráð Vesturlands – viðtalstímar menningarfulltrúa

adminFréttir

Menningarráð Vesturlands hefur auglýst menningarstyrki sem veittir verða árið 2013. Um er að ræða viðburðarstyrki og stofn- og rekstrarstyrki. Elísabet Haraldsdóttir menningarfulltrúi verður til viðtals í ráðhúsi Borgarbyggðar miðvikudaginn 31. október kl. 12.00 – 14.00. Hún mun veita aðstoð við gerð umsókna en umsóknarfrestur rennur út þann 18. nóvember næstkomandi en það er heldur fyrr en vant er. Nánari upplýsingar, úthlutunarreglur og umsóknarform er að finna á heimasíðu Menningarráðs Vesturlands

Blóðbankabíllin í Borgarnesi í dag

adminFréttir

Blóðbankabíllinn verður við Hyrnuna í Borgarnesi í dag, þriðjudaginn 30. október, frá klukkan 10.00 – 17.00. Allir eru velkomnir og þeir sem mega gefa blóð eru hvattir til að mæta.  

Þjónusturáð Vesturlands – auglýsing um styrki

adminFréttir

Þjónusturáð Vesturlands auglýsir eftir umsóknum um styrki til náms-, verkfæra- og tækjakaupa á grundvelli 27. greinar í lögum um málefni fatlaðra. Umsækjendur skulu eiga lögheimili á Vesturlandi, búa við varanlega örorku og vera orðnir 18 ára. Styrkir verða veittir til greiðslu menntunar eða námskeiðskostnaðar eða kaupa á verkfærum – áhöldum sem ætla má að auðveldi fötluðu fólki að skapa sér heimavinnu eða sjálfstæðrar starfsemi í kjölfar endurhæfingar. Umsóknir skulu berast

Merki Brákarhlíðar komið

adminFréttir

Tekið hefur verið í notkun einkennismerki fyrir hjúkrunar og dvalarheimilið Brákarhlíð í Borgarnesi. Heiður Hörn Hjartardóttir hannaði merki sem stjórn Brákarhlíðar hefur nú valið sem merki heimilisins. Við hönnun á merkinu var unnið útfrá nokkrum orðum sem tengjast Brákarhlíð beint eða óbeint, þessi orð eru: Heimili, hlíðin, hlýja og kærleikur, litir og gleði og bókstafurinn B. Stafurinn B er myndaður úr hlíðinni sem einnig myndar húsþak og inn í myndast

Bílabón og þrif

adminFréttir

Fjáröflun níunda bekkjar Laugardaginn 27. október býður níundi bekkur Grunnskólans í Borgarnesi upp á þrif og bón á bílum. Þau verða í húsnæði Límtré – Vírnets í Borgarnesi frá kl. 9.00 – 16.00. Ódýr og góð þjónusta. Bón og þvottur á heimilisbílnum kostar kr. 6.000 og alþrif kr. 8.000, sendibílar o.þ.h. kr. 10.000. Hægt er að koma beint á staðinn með bílinn í þrif eða panta tíma fyrirfram í síma

Starfsfólk óskast í félagslega liðveislu í Borgarbyggð

adminFréttir

Markmið liðveislu er að efla viðkomandi til sjálfshjálpar, veita honum persónulegan stuðning og aðstoð sem miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, svo sem aðstoð til að njóta menningar og félagslífs. Við erum að leita eftir hressum einstaklingum, 18 ára og eldri. Sveigjanlegur vinnutími. Laun skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga. Umsóknir sendist á netfangið gudrunkr@borgarbyggd.is eða á skrifstofu Borgarbyggðar Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi. Nánari upplýsingar veita Guðrún Kristinsdóttir Þroskaþjálfi og

Forvarna- og kynningarkvöld fyrir foreldra – nú í uppsveitum!

adminFréttir

Fimmtudagskvöldið 18. október kl. 20.30 verður haldinn fræðslufundur fyrir foreldra barna og ungmenna í Borgarbyggð. Fundurinn verður haldinn í grunnskólanum á Kleppjárnsreykjum. Lögreglan mætir með fíkniefnahundinn Nökkva og sýnishorn af neyslutólum og kynnir stöðuna í rannsóknum fíkniefnamála og hvernig má merkja vísbendingar um fíkniefnanotkun. 1. Forvarnir 2. Kynning á starfi félagsmiðstöðva í Borgarbyggð 3. Kannabis- efni, áhrif og afleiðingar 4. Vísbendingar um kannabisnotkun, neyslutól og fíkniefnahundurinn Nökkvi 5. Umræður. Allir

Sóknarfæri á Vesturlandi – kynningarfundir

adminFréttir

Viltu bæta reksturinn og auka þekkingu á gerð viðskiptaáætlana? Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi bjóða fulltrúum starfandi fyrirtækja og einstaklingum með viðskiptahugmyndir á kynningarfund. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 16. október í Símenntunarmiðstöðinni að Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi og hefst kl. 09.00. Lesið meira hér.