Minningarathöfn um frönsku sjómennina

adminFréttir

Í síðustu viku var haldin minningarathöfn í Fossvogskirkjugarði um frönsku sjómennina sem fórust með hafrannsóknaskipinu Pourquoi pas? við Mýrar í september 1936. Stjórnandi skipsins var Dr. Jean-Baptiste Charcot sem var heimsþekktur fyrir rannsóknir sínar m.a. í norðurhöfum. Charcot fórst með skipinu ásamt nánast allri áhöfn þess, aðeins einn maður, Eugene Gonidec komst af. Slysið vakti mikla samúð með íslensku þjóðinni og þess hefur oft verið minnst á tímamótum síðan. Það

Hundaskítur víða um bæinn

adminFréttir

Nokkuð er um að hundaeigendur í Borgarnesi hirði ekki upp skítinn eftir hunda sína, öðrum gangandi vegfarendum til mikils ama. Hér með eru þeir hundaeigendur minntir á að hafa poka meðferðis til að taka upp skítinn jafnharðan. Á undanförnum árum hefur stauratunnum verið fjölgað mikið í Borgarnesi sem ætti að auðvelda hundaeigendum að losa sig við pokana á göngu sinni um bæinn.

Heilsuvika UMSB og Borgarbyggðar

adminFréttir

Byggjum upp fyrir veturinn! Vikuna 8.-14. október munu UMSB og Borgarbyggð standa fyrir heilsuviku í Borgarfirði. Vikan er haldin til að vekja athygli á öllu því fjölbreytta íþrótta-, tómstunda- og heilsutengda starfi sem fram fer í sveitarfélaginu. Í boði verða ýmsir opnir tímar, fyrirlestrar og tilboð en fyrst og fremst er vikan hugsuð til að hvetja íbúa á öllum aldri til að huga að heilsu og hreyfingu. Þeim sem hafa

Kettir í óskilum

adminFréttir

Gæludýraeftirlitsmaður Borgarbyggðar hefur handsamað læðu, tvo kettlinga og fress í Borgarnesi. Allir kettirnir eru ómerktir og óskráðir.   Læðan er svört og hvít. Kettlingarnir tveir eru undan læðunni. Fressið er hvítur með svarta rönd eftir bakinu.   Ef einhver kannast við að eiga þessa ketti er viðkomandi vinsamlegast beðinn að hafa samband við skrifstofu Borgarbyggðar í síma 433-7100.

Lóðaframkvæmdir við Brákarhlíð

adminFréttir

Lóðaframkvæmdir við hjúkrunar- og dvalarheimilið Brákarhlíð standa nú yfir. Landlínur sáu um hönnun lóðarinnar þar sem áhersla var lögð á fjölbreytni í upplifun og notkun. Færa á aðal inngang heimilisins nær Ánahlíð, byggja skábraut og mynda hringtorg við innganginn. Garður fyrir alla íbúa Brákahlíðar verður sunnan við nýju álmuna. Í honum verða steyptar gangstéttar og fjölbreyttur gróður, möguleiki til ræktunar kryddjurta og grænmetis. Í garðinum er jafnframt gert ráð fyrir

Styrkir Menningarráðs Vesturlands fyrir árið 2013

adminFréttir

Menningarráð Vesturlands auglýsir menningarstyrki sem veittir verða árið 2013. Um er að ræða viðburðarstyrki og stofn- og rekstrarstyrki. Umsóknarblöðin eru á sitthvoru umsóknarformi þar sem þetta eru ólíkir styrkir. Umsóknarfrestur rennur út 18. nóvember 2012 sem er heldur fyrr en vant er. Nánari upplýsingar, úthlutunarreglur og umsóknarform er að finna á heimasíðu Menningarráðs Vesturlands www.menningarviti.is  

Þróunarsjóðurinn Ísland allt árið – styrkumsóknir

adminFréttir

Atvinnuvegaráðuneytið og Landsbankinn auglýsa eftir umsóknum um styrki í Þróunarsjóðinn, Ísland allt árið. Markmið sjóðsins að lengja ferðamannatímabilið á Íslandi, með því að styrkja þróun verkefna sem auka framboð utan háannatíma ferðaþjónustu og auka þannig arðsemi fyrirtækja í geiranum. Lögð er áhersla á að styðja við samstarfsverkefni fyrirtækja sem lengt geta ferðamannatímann á tilteknum svæðum en einnig koma til greina afbragðsverkefni einstakra fyrirtækja. Í umsókn þurfa að koma fram skýrar

“Bændur að störfum”- ljósmyndasamkeppni

adminFréttir

Forsíða 2012Samtök ungra bænda efna til ljósmyndasamkeppni undir heitinu “Bændur að störfum” í tengslum við útgáfu sína á dagatali fyrir árið 2013. Myndirnar þarf að senda inn fyrir 15. október og þurfa þær að vera að lágmarki af stærðinni 300dpi, vera láréttar (landscape), mega vera í lit og/eða svarthvítar og senda undir nafni og símanúmeri eiganda myndarinnar.Ljósmyndasamkeppnin er opin öllum. Veitt verða verðlaun fyrir bestu myndina, sem prýða mun forsíðu

Vísur Dagbjarts í Safnahúsi

adminFréttir

Í Borgarfirði hafa löngum búið afar góðir hagyrðingar og gera enn. Einn þeirra er Dagbjartur Dagbjartsson, sem fæddist 16. sept. 1942 og fagnar því 70 ára afmæli sínu. Af því tilefni og almennt hagyrðingum héraðsins til heiðurs hefur nokkrum vísum hans verið stillt upp í anddyri Safnahúss þar sem þær verða í nokkrar vikur.Ennfremur fá þeir gestir Safnahúss sem þess óska gefins sérhannað bókamerki hússins með vísu eftir Dagbjart á

Góð gjöf til grunnskólanna

adminFréttir

Ingibjörg Inga og Bernhard ÞórNýverið kom Bernhard Þór Bernhardsson útibússtjóri Arion banka í Borgarnesi færandi hendi í Grunnskóla Borgarfjarðar og Grunnskólann í Borgarnesi. Bernhard afhenti hvorum skóla 15 notaðar borðtölvur og skjái sem bankinn var að skipta út. Bernhard notaði tækifærið þegar hann kom í skólann á Kleppjárnsreykjum og skoðaði gamla skólann sinn og rifjaði upp minningar skólaáranna. Margt hefur breyst og Það var gaman að sjá svipinn á samstarfsfélaga