Nýjungar í almenningssamgöngum

adminFréttir

Sunnudaginn 2. september verður tekið upp nýtt skipulag almenningssamgangna á Vesturlandi, en nýverið tóku Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi við umsjón almenningssamganga á svæðinu af Vegagerðinni. Nýtt skipulag hefur verið unnið í samráði við önnur landshlutasamtök í Norðvestur-kjördæmi. Samið hefur verið við Stætó bs. um að hafa umsjón með akstrinum og voru flestar leiðir boðnar út og voru Hópbílar með lægsta tilboðið. Fyrir íbúa Borgarbyggðar hefur nýtt skipulag í för með

Fjallskilaseðlar 2012

adminFréttir

Fjallskilaseðlar frá afrétta- og fjallskilanefndum eru nú aðgengilegir á heimasíðunni í fyrsta sinn. Til að nálgast seðlana er farið inn á starfsemi undir bláu valstikunni á forsíðu heimasíðunnar. Þar til hliðar er farið í landbúnaður og fjallskilasjóðir. Á þeirri síðu er síðan farið inn á fjallskil 2012. Þá má einnig nálgast hér undir.

Frá búsetuþjónustu fatlaðra í Borgarnesi

adminFréttir

Starfsfólk óskast til starfa í búsetuþjónustu fatlaðra í Borgarnesi. Starfið felst í að aðstoða fólk með fötlun, í daglegu lífi, inni á heimilum þess og úti í samfélaginu. Starfið er vaktavinna. Unnið er á morgun-, kvöld- dag- og helgarvöktum. Umsækjandi þarf að vera eldri en 20 ára og með ökuréttindi. Tóbakslaus vinnustaður. Laun samkvæmt kjarasamningum. Nánari upplýsingar veitir Hulda Birgisdóttir í síma 893-9280, milli kl. 8.00-16.00, virka daga.

Þjóðaratkvæðagreiðsla – atkvæðagreiðsla utan kjörfundar

adminFréttir

Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram laugardaginn 20. október n.k. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin og fer hún fram á skrifstofu sýslumanns að Bjarnarbraut 2, Borgarnesi, virka daga frá kl. 09.00 til 12.00 og 13.00 til 15.00. Opið verður á kjördag frá kl.14.00 til 16.00 Hægt er að kjósa aðra daga samkvæmt nánara samkomulagi við kjörstjóra. Kjósendum er bent á að hafa persónuskilríki meðferðis á kjörstað. Einnig er kjósendum bent á vefslóð

Sveppatínsla með leiðsögn í Einkunnum

adminFréttir

Sveppatínsla með fræðsluívafi verður í Einkunnum miðvikudaginn 22. ágúst kl 18-20. Stjórnarmenn í Skógræktarfélaginu ætla að leiðsegja fólki um tínslu, meðferð og geymslu sveppa. Allir velkomnir með körfu og hníf, ekki sakar að taka með handbók um sveppi ef fólk á slíkan grip.

Merk gjöf til Safnahúss

adminFréttir

Ein myndanna sem enski aðalsmaðurinn W. G. Collingwood málaði á Íslandi sumarið 1897 hefur verið afhent Safnahúsi Borgarfjarðar til eignar og varðveislu. Um er að ræða mynd sem Collingwood málaði á Gilsbakka í Hvítársíðu þegar hann dvaldi þar á ferðum sínum um íslenska sögustaði. Alls málaði Collingwood þrjár myndir á Gilsbakka þetta sumar, eina af bænum sjálfum og aðra af gilinu við bæinn auk myndarinnar sem hér um ræðir, sem

Sundlaugin á Kleppjárnsreykjum lokuð

adminFréttir

Sundlaugin á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði verður lokuð vegna framkvæmda frá 7. til 24. ágúst. Sundáhugafólki er á þessum tíma bent á sundlaugarnar í Húsafelli, Varmalandi, Borgarnesi og Hreppslaug í Andakíl.