Grunnskóli Borgarfjarðar – matráður og skólaliði

adminFréttir

Laus störf í Grunnskóla Borgarfjarðar næsta skólaár. Staða matráðs í Hvanneyrardeild skólans og staða skólaliða í Varmalandsdeild. Allar nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri í síma 847-9262. Einnig má senda fyrirspurnir á netfang inga@gbf.is

Útboð vegna nýrrar vatnsveitu í Reykholtsdal

adminFréttir

Nú styttist í að framkvæmir hefjist við nýja vatnsveitu fyrir Reykholt og Kleppjárnsreyki í Borgarfirði. Framkvæmdir verða boðnar út nú um helgina. Eftir ítarlega leit að fullnægjandi vatnsbóli fyrir Reykholt og Kleppjárnsreyki, hefur verið ákveðið að virkja vatnsból við mynni Rauðsgils og leggja 4,4 kílómetra langa aðveitulögn milli Rauðsgils og Reykholts. Þá verður byggð dælu- og stjórnstöð í grennd við vatnstökustaðinn. Öll leyfi vegna framkvæmdarinnar liggja fyrir og verkútboð vegna

Til foreldra vegna bæjarhátíða sumarsins

adminFréttir

Fjölskyldan saman á bæjarhátíðum og foreldrar góðar fyrirmyndir!   Bæjarhátíðir eru árlegur viðburður á mörgum stöðum. Litlir sem stórir bæir víðs vegar um landið lifna við og taka stakkaskiptum. Hús, garðar og götur eru skreytt og mikil stemning myndast. Íbúar kappkosta að sýna gestum það besta sem bærinn þeirra hefur upp á að bjóða og gera hátíðina í ár betri en í fyrra. Eftirvænting og tilhlökkun ríkir oft í margar

Uppgjör vinnuskólans

adminFréttir

Krakkar sem starfað hafa í vinnuskóla Borgarbyggðar í sumar eru velkomnir í Skallagrímsgarð kl:10:00 mánudaginn 9. júlí n.k. þar sem framin verða almenn skemmtilegheit og sumarið gert upp. Í hádeginu ætlum við að grilla handa starfsmönnum vinnuskólanns og taka þátt í tónleikum hjá Brother Grass og enda svo daginn á að fara í sund í boði vinnuskólanns og íþróttamiðstöðvar.  

Brother Grass í Skallagrímsgarði

adminFréttir

Hljómsveitin Brother Grass ásamt Samfélagssjóði Landsvirkjunar og Menningarráði Vesturlands bjóða íbúum Borgarbyggðar og nágrennis, ungum sem öldnum á þátttökutónleika í Skallagrímsgarði, mánudaginn 9. júlí kl 13:00.Hljómsveitin samanstendur af 4 söngkonum og einum gítarleikara og er því mikil áhersla lögð á þéttar raddsetningar og vandaðan gítarleik en einnig leika meðlimir sveitarinnar á hin ýmsu hljóðfæri og hljóðgjafa sem eru í óhefðbundnari kantinum, eins og þvottabretti, þvottabala, keðjur, skeiðar, nefflautu, víbraslap og

Hreinsun rotþróa hafin hjá Borgarbyggð

adminFréttir

Hafin er vinna við hreinsun rotþróa í Borgarbyggð fyrir sumarið 2012 en Holræsa- og stífluþjónustu Suðurlands sér um losun rotþróa í sveitarfélaginu. Samningur sveitarfélagsins við verktakann miðar við að hver rotþró sé tæmd einu sinni á þriggja ára fresti. Til þess að hreinsun geti gengið auðveldlega fyrir sig þurfa húseigendur að tryggja óheft aðgengi að lóðum sínum og sjá til þess að hlið séu ólæst. Til að hægt sé að

Vantar þig vinnu næsta vetur?

adminFréttir

Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir starfsfólki í eftirtalin störf næsta skólaár:   Í Hvanneyrardeild skólans vantar matráð, starfsmann í skólasel í 40 % starfshlutfall og stuðningsfulltrúa í 50% starfshlutfall.   Í Varmalandsdeild vantar skólaliða í rúmlega 80% stöðuhlutfall og í Kleppjárnsreykjadeild vantar skólaliða í 100%   Grunnskóli Borgarfjarðar er heilsueflandi skóli og mikilvægt að matráður hafi þekkingu og áhuga á að framreiða hollan og næringaríkan mat fyrir nemendur og starfsfólk. Einnig