Forsetakosningar í Borgarbyggð

adminFréttir

Við forsetakosningar laugardaginn 30. júní 2012 er skipan í kjördeildir í Borgarbyggð sem hér segir: Borgarneskjördeild í Hjálmakletti (menntaskólanum) í Borgarnesi Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Langár og Gljúfurár. Kjörfundur hefst kl. 9,oo og lýkur kl. 22,oo Lindartungukjördeild í félagsheimilinu Lindartungu Þar kjósa íbúar í fyrrum Kolbeinsstaðahreppi. Kjörfundur hefst kl. 10,oo og lýkur kl. 20,oo Lyngbrekkukjördeild í félagsheimilinu Lyngbrekku Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Langár og Hítarár. Kjörfundur

Vel heppnuð Brákarhátíð

adminFréttir

Það var líf og fjör á Brákarhátíð sem fram fór í fjóða sinn um síðustu helgi. Dagskráin var fjölbreytt og hófst með skartgripagerð að víkingasið í Landnámssetrinu, Fornbílaklúbbur Borgarness opnaði formlega í Brákarey, gengin var skrúðganga, fjölskylduskemmtun og markaður í Skallagrímsgarði, götugrill og dansleikur í Hjálmakletti svo fátt eitt sé talið. Veðurguðirnir léku við gesti og íbúa sem höfðu skreytt hús sín og götur í tilefni dagsins. Meðfylgjandi myndir tók

Tímabundin lokun Vatnsveitu Álftaneshrepps

adminFréttir

Vegna vinnu við tengingar við Vatnsveitu Álftaneshrepps verður lokað tímabundið fyrir vatn í stofnlögn veitunnar í landi Urriðaár. Lokunin verður miðvikudaginn 27. júní á milli kl. 13,00 og 16,00.   Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi lokun kann að hafa í för með sér fyrir notendur veitunnar.   Jökull Helgason Forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs    

Andabær auglýsir eftir matráði

adminFréttir

Laust er til umsóknar starf matráðs í leikskólanum Andabæ. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 9. ágúst næstkomandi. Vinnutími er frá kl. 8.00-16.00. Samkvæmt jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið. Allar nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri Valdís Magnúsdóttir, í síma 4370120 eða á netfangið andabaer@borgarbyggð.is Umsóknarfrestur er til 4. júlí.

Kjörskrá vegna forsetakosninga 2012

adminFréttir

Kjörskrá í Borgarbyggð vegna forsetakosninganna sem fram eiga að fara 30. júní n.k. liggur frammi í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi til kjördags. Ef einhverjar athugasemdir eru við kjörskrána ber að snúa sér með þær til skrifstofustjóra Borgarbyggðar.   Skrifstofustjóri

Fjármagn til refa- og minkaveiða hjá sveitarfélögum á Íslandi 2002 til 2010

adminFréttir

Vegna mikillar umræðu í fjölmiðlum undanfarið um að Borgarbyggð standi sig ekki í veiði á ref og mink og verði ekki til þeirra nægilegu fjármagni saman borið við önnur sveitarfélög var talin ástæða til að taka saman skýrslu um hvað sveitarfélögin á Íslandi hafa varið í veiðar á árunum 2002 – 2010. Hún segir ekki alla söguna en segir þó að Borgarbyggð hefur ætíð varið miklu fé í refa- og

Grenndarstöðvar í Borgarbyggð

adminFréttir

Á þeim 35 grenndarstöðvum/gámasvæðum sem Borgarbyggð rekur út um sveitir hefur umgengnin á mörgum þeirra verið mjög slæm undanfarið, sérstaklega núna síðasta hálfa mánuðinn. Íslenska gámfélagið sem þjónustar sveitarfélagið hefur vart undan að losa gámana og iðulega er búið að sturta heilu bílförmunum fyrir utan gámana þar að auki. Einnig er flokkun í gámana ábótavant.   Við biðjum íbúa og sumarhúsaeigendur vinsamlegast að ganga snyrtilega um grenndarstöðvarnar og flokka rétt

Tilkynning frá Orkuveitunni

adminFréttir

Umfangsmikið rafmagnsleysi á Vesturlandi aðfararnótt föstudagsins 22. júní mun valda truflunum í veitukerfum Orkuveitu Reykjavíkur á svæðinu. Starfsfólk Orkuveitunnar verður með aukinn viðbúnað vegna þessa. Landsnet þarf að sinna viðhaldi í tengivirkinu við Vatnshamra í Borgarfirði aðfararnótt föstudagsins, frá miðnætti til kl. sex á föstudagsmorgun. RARIK, sem sér um rafmagnsdreifingu á Vesturlandi, hefur tilkynnt að rafmagnslaust verði norðan Skarðheiðar, það er í Borgarfirði, Mýrasýslu og á Snæfellsnesi og þar með

Líf og fjör í sumarvinnu

adminFréttir

Í sumar er í Borgarnesi boðið upp á störf fyrir börn og unglinga sem ekki hafa náð vinnuskólaaldri. Þetta er tilraunastarf á vegum Borgarbyggðar og hægt er að velja um að vera á smíðavelli, í Tómstundaskólanum, fara í leikskólaheimsóknir og fleira. Eftirspurn eftir störfunum fór fram úr björtustu vonum og yfir 30 krakkar eru mættir til starfa. Meðfylgjandi myndir tók Sigurþór Kristjánsson af kátum krökkum við vinnu á smíðavelli.

Landsbankinn styrkir Safnahús Borgarfjarðar

adminFréttir

Safnahús hefur fengið styrk til úr samfélagssjóði Landsbankans. Veittir voru alls 14 styrkir og voru styrkþegar valdir úr 130 umsækjendum. Styrkurinn sem Safnahús fékk er ætlaður til uppbyggingar fuglasýningar, en um 350 uppstoppaðir fuglar eru í eigu Náttúrugripasafns Borgarfjarðar. Sýningin er unnin í samvinnu við Náttúrustofu Vesturlands og verður sérstaklega ætluð til að auka þekkingu og vitund gesta um mikilvægi verndunar búsetusvæða fugla.