Sumarstörf fyrir börn í Borgarnesi

adminFréttir

Í sumar mun sveitarfélagið bjóða upp á sumarstarf fyrir börn og unglinga á öllum aldri í Borgarnesi.   Vinnuskóli Borgarbyggðarer starfræktur yfir sumartímann eins og undanfarin ár fyrir elstu nemendur grunnskólans og eru helstu verkefnin þessi: Grænn hópur sem sér um opin svæði, almenn þrif og tilfallandi verkefni, vinna í leikskólunum, vinna í Óðali við sumarstarf yngri barna, vinna við smíðavöll og samveru/vettvangsfeðir o.fl. í Tómstundaskólanum og vinna við fótboltavöll

Árshátíð Hvanneyrardeildar

adminFréttir

Árshátíð Hvanneyrardeildar Grunnskóla Borgarfjarðar verður haldinn miðvikudaginn 30. maí kl. 16.30 í skjólbeltunum á Hvanneyri. Eftir dagskrá verður opið hús í skólanum á verkum nemenda. Allir hjartanlega velkomnir.  

Opið hús og myndlistarsýning á Hnoðrabóli

adminFréttir

Á morgun, miðvikudaginn 30. maí bjóða börnin á Hnoðrabóli öllum velunnurum skólans á opið hús og myndlistarsýningu í leikskólanum frá kl. 14.00 til kl. 15.45.Þar verður til einnig sölu nýútkomin uppskriftabók Hnoðrabóls og rennur allur ágóði í ferðasjóð barnanna en bókin er samvinnuverkefni foreldra, barna og starfsfólks og kostar 1.000kr. Krakkarnir bjóða foreldra, systkini, ömmur, afa, frænkur, frændur og aðra sveitunga velkomna að koma og eiga góða stund saman á

Auglýsing um skipulagslýsingu

adminFréttir

Auglýsing um skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 vegna Hraunsáss 3, Borgarbyggð Gerð hefur verið svokölluð lýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 vegna Hraunsáss 3 í Borgarbyggð sbr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á fundi Umhverfis- og skipulagsnefndar Borgarbyggðar þann 10. apríl 2012 og á fundi sveitarstjórnar þann 17. apríl 2012 var skipulagslýsingin samþykkt. Skipulagslýsingin er nú til kynningar í tvær vikur í samræmi við 30 gr.

Íþróttamiðstöðin lokuð í dag, þriðjudag

adminFréttir

Vegna námskeiðs sem starfsfólk íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi sækir verður íþróttamiðstöðin lokuð í dag þriðjudaginn 29. maí. Endurmenntað, hresst og kátt starfsfólkið mun svo opna aftur á miðvikudagsmorguninn, stundvíslega kl. 6.30.

Hvítur hundur í óskilum

adminFréttir

Hundaeftirlitsmaður sunnan Hvítár handsamaði í dag, 25. maí, hund við bæinn Ausu í Andakíl. Ekki hefur tekist að bera kennsl á hundinn. Hann er stór, hvítur og loðinn með mjóa svarta blesu á hausnum. Eigandi hundsins er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Sigurð Halldórsson í síma 435-1415 eða 868-1926. Einnig má hafa samband við Björgu Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa í síma 868-0907.

Kynningarblað Háskólaráðs Borgarfjarðar komið út

adminFréttir

Háskólaráð Borgarfjarðar gaf í dag út sérstakt kynningarblað um Borgarfjörð. Er blaðinu dreift með Morgunblaðinu í dag en verður einnig sent inn á heimili í Borgarbyggð í næstu viku. Heiti blaðsins er „Borgarfjörður – hérað menntunar og menningar.“ Meginviðfangsefni þess er kynning á þeim stofnunum sem heyra undir Háskólaráð Borgarfjarðar, kynning á mennta- og menningarlífi héraðsins auk þess sem þar er að finna umfjallanir um sitthvað sem í gangi hefur

Árangur íbúa Borgarbyggðar í flokkun úrgangs í apríl 2012

adminFréttir

Komið er á heimasíðuna yfirlit yfir árangur sorpflokkunnar íbúa Borgarbyggðar í apríl 2012. Á síðunni ,,Yfirlit yfir árangur flokkunar úrgangs innan Borgarbyggðar“ má einnig sjá árangurinn í janúar, febrúar og mars 2012 og síðan hlutfall og magn úrgangs fyrir allt árið 2011.

Hreinsað til við slökkvistöðina á Sólbakka

adminFréttir

Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri eyddi síðustu helgi í tiltekt og fegrun við slökkvistöðina á Sólbakka í Borgarnesi. Bjarni fyllti marga ruslapoka en mikið hefur fokið til af rusli og drasli í vetur. Þá hefur hann sáð og plantað trjám á baklóð stöðvarinnar. Bjarni vonast til að aðrir starfsmenn og íbúar Borgarbyggðar taki sér þetta framtak til fyrirmyndar og hreinsi og fegri í kringum sig. Meðfylgjandi myndir tók Bjarni við slökkvistöðina.

Klettaborg auglýsir eftir leikskólakennara

adminFréttir

Leikskólinn Klettaborg er 3ja deilda leikskóli fyrir börn frá 18 mánaða – 6 ára. Megináhersluatriði leikskólans eru samskipti, skapandi starf og nám án aðgreiningar. Leikskólinn Klettaborg vinnur að innleiðingu leikskólalæsis og er frumkvöðla leikskóli í heilsueflingu. Um er að ræða 93,75 % stöðu, út næsta skólaár. Umsækjendur þurfa að hafa lokið námi leikskólakennara eða hafa aðra sambærilega uppeldismenntun. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um. Nauðsynlegt er