Fótbolti fyrir alla

adminFréttir

Knattspyrnudeild Skallagríms í samstarfi við Borgarbyggð, mun á næstunni bjóða upp á nýjung í starfi sínu, verkefni sem kallast Fótbolti fyrir alla. Um er að ræða vikulegar knattspyrnuæfingar fyrir börn og unglinga með sérþarfir, einstaklinga sem af einhverjum ástæðum eiga erfitt með að stunda reglulegt íþrótta-og tómstundastarf. Æft verður í litlum hópum, æfingar eru einstaklingsmiðaðar og þátttakendur æfa fótbolta á eigin forsendum undir leiðsögn vel menntaðra og reyndra þjálfara. Ekki

Frumkvöðull í ljósi sögunnar – Erlendur Gunnarsson á Sturlureykjum

adminFréttir

Dagskrá á vegum Snorrastofu í Reykholti um bóndann og þúsundþjalasmiðinn á Sturlureykjum, sem fyrir rúmum 100 árum hóf að nýta jarðvarma til hagsbóta fyrir heimili sitt og samborgarana. Dagskráin, sem unnin er í samvinnu við ættingja Erlendar, verður haldin í húsnæði Héraðsskólans í Reykholti, laugardaginn 28. apríl kl. 14.00 og á henni verður horft til Erlendar og fjölskyldu hans, rýnt í uppfinningar hans og tækni við að leiða gufu í

Dagforeldri vantar á Hvanneyri

adminFréttir

Ekkert dagforeldri hefur starfað á Hvanneyri í vetur og vantar dagvistun fyrir börn yngri en 18 mánaða. Dagforeldrar starfa sjálfstætt, en Borgarbyggð niðurgreiðir kostnað vegna vistunarinnar beint til dagforeldris sjá http://www.borgarbyggd.is/Files/Skra_0046108.pdf Leyfi þarf til að starfa sem dagforeldri, sbr. Reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005. Leyfisveitingar eru hjá velferðarnefnd – allar upplýsingar hjá félagsmálastjóra hjordis@borgarbyggd.is Önnur umsýsla með starfseminni, s.s. endurgreiðslur, yfirsýn yfir þörf o.þ.h. er hjá fræðslustjóra

Gönguferð í Einkunnum á ,,Degi umhverfisins“

adminFréttir

Á morgun 25. apríl 2012 er ,,Dagur umhverfisins“ sem að þessu sinni er tileinkaður 250 ára fæðingarafmæli læknisins og náttúrufræðingsins Sveini Pálssyni. Sjá hér.   Af því tilefni mun Skógræktarfélag Borgarfjarðar í samvinnu við umsjónarnefnd Einkunna standa fyrir gönguferð í Einkunnum, eina fólkvangnum á Vesturlandi. Lagt verður af stað frá bílastæðinu við Litlu-Einkunnir kl. 20:00.

Köttur í óskilum

adminFréttir

Gæludýraeftirlitsmaður handsamaði kött í dag í Borgarnesi sem er ómerktur. Kötturinn er stór, svartur og hvítur/ljósgrár eins og sjá má á myndinni.   Ef einhver kannast við að eiga þennan kött er viðkomandi vinsamlegast beðinn að hafa samband við gæludýraeftirlitsmann, Guðmund Skúla Halldórsson í síma 8925044.

Flokksstjórastörf við vinnuskóla Borgarbyggðar 2012

adminFréttir

Vinnuskóli Borgarbyggðar óskar að ráða flokksstjóra fyrir sumarið 2012. Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri, hafa gott lag á unglingum og vera þeim góð fyrirmynd í starfi. Í starfinu felst m.a. að leiðbeina nemendum vinnuskólans og kenna þeim öguð og rétt vinnubrögð við fjölbreytt störf. Vinnutímabilið er 9 vikur eða frá 30. maí til og með 31. júlí. Laun eru samkvæmt kjarasamningum launarnefndar sveitafélaga.    

Vinnuskóli Borgarbyggðar sumarið 2012

adminFréttir

Vinnuskóli Borgarbyggðar óskar eftir umsóknum nemenda fyrir sumarið 2012. Vinnuskólinn er fyrir unglinga í 8. – 10. bekk og verður settur miðvikudaginn 6. júní n.k. kl. 9.00 í Félagsmiðstöðinni Óðali. Vinnutímabil skólans verður 4 vikur á 8 vikna tímabili (hver og einn nemandi velur sínar vinnuvikur) eða frá 6. júní til og með 31. júlí 2012. Daglegur vinnutími er frá kl. 8:30 – 16:00 alla virka daga nema föstudaga en

Kristín ráðin leikskólastjóri

adminFréttir

Kristín Gísladóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri við leikskólann Ugluklett í Borgarnesi. Kristín útskrifaðist sem leikskólakennari árið 2002 og hefur starfað við leikskóla hér á landi og í Danmörku. Hún hefur starfað við leikskólann Ugluklett frá opnun árið 2007 og tekið þátt í mótun leikskólastarfsins sem aðstoðarleikskólastjóri og undanfarið sem starfandi leikskólastjóri. Kristín er fædd árið 1973, býr í Borgarnesi og er gift Kristni Óskari Sigmundssyni, þau eiga þrjú börn.

Slökkt á ljósastaurum í þéttbýli

adminFréttir

Slökkt verður á götulýsingu á vegum Borgarbyggðar í öllum þéttbýlisstöðum sveitarfélagsins þann 30. apríl næstkomandi að undanskilinni lýsingu á þjóðvegi 1 gegnum Borgarnes. Þetta er fjórða sumarið með þessu fyrirkomulagi og gert til að halda niðri kostnaði sveitarfélagsins við götulýsingu. Gert er ráð fyrir að slökkt verði á ljósastaurunum í rúmlega 14 vikur og kveikt verði aftur þann 10. ágúst í sumar.  

Vinnuskóli Borgarbyggðar – sumarstörf

adminFréttir

Vinnuskóli Borgarbyggðar auglýsir eftir fólki til starfa í sumar en vinnuskólinn er ætlaður unglingum í 8. – 10. bekk grunnskóla. Vinnuskólinn starfar frá 6. júní til 3. ágúst og til boða er 4 vikna vinna fyrir hvern og einn ungling og velja þau sér sínar vinnuvikur. Starfstöðvar eru í Borgarnesi, á Hvanneyri, í Reykholti og á Bifröst. Allir sem sækja um vinnu þurfa að kynna sér reglur vinnuskólans. Umsækjendur þurfa