Litglaðir vígásar í Reykholti

adminFréttir

Um þessar mundir er myndlistarmaðurinn Hallur Karl Hinriksson að störfum í Snorrastofu við að mála vígásana sem fyrirhugað er að verði í anddyri sýningarinnar um Snorra Sturluson, sem opnuð verður í sumar í Reykholti. Vígásarnir eru að taka á sig mikið líf í höndum listamannsins og hafa glatt geskomandi ferðamenn sem geta fylgst með Halli að störfum í sýningarsalnum.

Árangur íbúa Borgarbyggðar í flokkun úrgangs í febrúar 2012

adminFréttir

Komið er á heimasíðuna yfirlit yfir árangur sorpflokkunnar íbúa Borgarbyggðar í febrúar 2012.   Á síðunni ,,Yfirlit yfir árangur flokkunar úrgangs innan Borgarbyggðar“ má einnig sjá árangurinn í janúar 2012 og síðan hlutfall og magn úrgangs fyrir allt árið 2011.

Sýningum fer fækkandi í Logalandi

adminFréttir

Sýningum á revíunni „Ekki trúa öllu sem þú heyrir“ (og ekki trúa öllu sem þú sérð) sem Ungmennafélag Reykdæla sýnir um þessar mundir í félagsheimilinu Logalandi fer nú fækkandi. Leikritið hefur fengið góðar viðtökur og þykir skemmtileg innansveitarkróníka. Sýnt er í kvöld, miðvikudag og næsta laugardag 31. mars og síðustu sýningar eru áætlaðar á miðvikudag 4. apríl og laugardag 7. apríl. Umf. Reykdæla

Skallagrímur í úrvalsdeild

adminFréttir

Skallagrímur tryggði sér að nýju sæti í úrvalsdeildinni í körfubolta karla eftir glæsilegan sigur á ÍA í hreinum úrslitaleik í gærkvöldi. Troðfullt var í íþrótthúsinu í Borgarnesi, en talið er að rúmlega 900 áhorfendur hafi fylgst með leiknum og stemmningin var frábær. Til hamingju Skallagrímur! mynd_Skessuhorn

Tilkynning frá leikfélagi Menntaskólans

adminFréttir

Síðustu sýningar á Stútungasögu í Hjálmakletti verða þriðjudaginn 27. mars kl. 18.00 og fimmtudaginn 29. mars kl. 20.00. Sýningar 30. og 31. mars falla niður af óviðráðanlegum orsökum. Beðist er velvirðingar á því. Aukasýningar eftir páska verða auglýstar síðar.

Stútungasaga í Hjálmakletti

adminFréttir

Frá leikfélagi MB Leikfélag Menntaskóla Borgarfjarðar frumsýnir Stútungassögu, í leikstjórn Stefáns Benedikts Vilhelmssoar, föstudaginn 23. mars í Hjálmakletti. Stútungasaga byggir á gamansaman hátt á fornsögunum, einkum Sturlungu. Bændur berjast og brenna bæi hvers annars, gifta syni sína og dætur eftir hentugleikum og skreppa í heimsóknir til konungshjónanna af Noregi inn á milli bardaga, bruna og brúðkaupa. Farið er vandlega í saumana á frillulífi á Íslandi í þá daga og má

Afmælis- og árshátíð á Kleppjárnsreykjum

adminFréttir

Afmælis- og árshátíð Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum verður haldin fimmtudaginn 22. mars kl. 15.00. Skólinn fagnar nú hálfrar aldar afmæli sínu og af því tilefni verður fyrirkomulag árshátíðarinnar með öðru sniði en undanfarin ár. Nemendur munu flytja mismunandi verk í skólahúsinu, stuttmyndir, viðtöl, ljósmyndir, afrekssögu nenenda, gera tískunni skil og margt fleira. Þá verða leikrit flutt á sviði í íþróttahúsinu. Sjá dagskrá hér að neðan:

Árshátíð Grunnskólans í Borgarnesi

adminFréttir

Árshátíð Grunnskólans í Borgarnesi verður haldin í Hjálmakletti fimmtudaginn 22. mars. Sýningar verða tvær, sú fyrri hefst kl. 16.30 og sú seinni kl. 18.30. Þema árshátíðarinnar í ár er heilbrigði og hollusta. Auglýsingu má sjá hér.

Sumarstörf hjá íþróttamiðstöðvum Borgarbyggðar

adminFréttir

Íþróttamiðstöðvar Borgarbyggðar auglýsa eftir sumarafleysingafólki í Borgarnesi, á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. Borgarnes: Laus störf 4 karla og 3 kvenna frá 4. júní til 31. ágúst. Kleppjárnsreykir: Karlmann frá 1. júní til 19. ágúst og konu í 6 vikur. Varmaland: Karl og konu frá 1. júní til 19. ágúst. Nánari upplýsingar veitir Ingunn í síma 437 1444. Umsóknarfrestur er til 31. mars.

Fundi um landbúnaðarmál frestað

adminFréttir

Íbúafundi um landbúnaðarmál sem halda átti þann 3. apríl næstkomandi er frestað til 17. apríl. Fundurinn verður haldinn í Hjálmakletti og verður auglýstur nánar þegar nær dregur.