Aldarminning í Safnahúsi

adminFréttir

Margmennt var á mánudagskvöldið á opnun heimildasýningar í Safnahúsi: Dýrt spaug – aldarminning Guðmundar Sigurðssonar (1912-1972). Guðmundur var einn helsti revíuhöfundur landsins á sínum tíma og vinsæll útvarpsmaður. Hann var ættaður úr Hvítársíðu en ólst upp í Borgarnesi. Dagskrá kvöldins var fjölbreytt og skemmtileg og sérstök stemning ríkti í sýningarsal fastasýningar hússins, Börn í 100 ár.

Hundur í óskilum

adminFréttir

Hundur var handsamaður við Sólbakkann í Borgarnesi nú kl. 17:30, 27. febrúar 2012. Hann er í geymslu gæludýraeftirlitsmanns. Eigandi er vinsamlega beðinn að hafa samband við gælueftirlitsmann í síma 892-5044.

Nótutónleikar Tónlistarskólans í Hjálmakletti

adminFréttir

Tónlistarskóli Borgarfjarðar stendur fyrir tónleikum í Hjálmakletti í kvöld. Þetta er hluti af „Nótunni“ sem er samstarf tónlistarskólanna á Íslandi. Tónleikarnir eru haldnir í tengslum við Dag tónlistarskólanna sem er í lok febrúar ár hvert. Nemendur flytja fjölbreytta dagskrá, einleik og samspil/söng og munu tónleikagestir kjósa þrjú atriði sem fara áfram á Vesturlandstónleika sem haldnir verða á Akranesi í byrjun mars. Af þeim tónleikum eru síðan valin atriði sem fara

Styrkir til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka

adminFréttir

Borgarbyggð auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna greiðslu fasteignaskatta. Félög og félagasamtök sem starfa að t.d. mannúðar-, íþrótta-, æskulýðs-, tómstunda- og menningarmálum geta sótt um styrki vegna fasteigna þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni. Nánari upplýsingar er að finna í reglum um styrkina, sjá hér. Auglýsingu má sjá hér og umsóknareyðublað hér. Reglurnar og umsóknareyðublöðin liggja sömuleiðis frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar. Umsóknum þarf að skila

Niðurstaða þjónustukönnunar fyrir Borgarbyggð

adminFréttir

Í október 2011 vann fyrirtækið Capacent þjónustukönnun meðal íbúa Borgarbyggðar með það að markmiði að kanna ánægju íbúa með þjónustu sveitarfélagsins. Könnunin var unnin dagana 4. – 20. október og úrtakið 258 manns. Svarhlutfall var 66,3%. Niðurstaða þjónustukönnunarinnar hefur nú verið kynnt sveitarstjórn og stjórnendum stofnana Borgarbyggðar og þessa dagana er hún einnig til kynningar hjá nefndum sveitarfélagsins og starfsfólki. Þjónustukönnun Capacent fyrir Borgarbyggð má lesa hér.

Bjarki íþróttamaður Borgarfjarðar 2011

adminFréttir

Á íþróttahátíð Ungmennasambands Borgarfjarðar sem fór fram síðastliðinn laugardag var afreksfólk síðasta árs heiðrað og tilkynnt um val á Íþróttamanni Borgarfjarðar. UMSB valdi að þessu sinni Bjarka Pétursson kylfing úr Golfklúbbi Borgarness sem Íþróttamann Borgarfjarðar og er þetta annað árið í röð sem Bjarki hlýtur nafnbótina. Bjarki sem fæddur er árið 1994 er með efnilegustu kylfingum landsins. Hann varð Íslandsmeistari unglinga 17-18 ára í höggleik og holukeppni á liðnu ári

Dýrt spaug í Safnahúsi Borgarfjarðar

adminFréttir

Þann 27. febrúar næstkomandi verður opnuð heimildasýning um Guðmund Sigurðsson í anddyri bókasafns í Safnahúsi. Við það tækifæri verður boðið upp á dagskrá í tali og tónum um Guðmund, sem var einn fremsti revíu- og gamanvísnahöfundur Íslands á 20. öld. Guðmundur var ættaður úr Hvítársíðu en alinn upp í Borgarnesi. Jóhanna Þórhallsdóttir söngkona og tengdadóttir Guðmundar syngur lög við texta eftir Guðmund og Bjarni Jónatansson leikur undir á sögufrægan flygil

Saltkjöt og baunir – túkall

adminFréttir

Í tilefni sprengidags fjölmenntu eldri borgarar og öryrkjar í saltkjöt og baunir í Félagsstarfinu á Borgarbrautinni. Meðal gesta voru Guðný Baldvinsdóttir á 98. aldursári og Þórður Kristjánsson á því 91., en þau halda bæði eigið heimili, en borða oft í félagsstarfinu. Alla jafna borða 15-20 manns í félagsstarfinu en í dag var fjöldinn um 30 manns. Boðið er upp á heitan mat í hádeginu alla virka daga og er þetta

Yfirlit yfir árangur í flokkun úrgangs – Nýtt efni á heimasíðu

adminFréttir

Á heimasíðu Borgarbyggðar undir ,,Þjónusta við íbúa – sorphirða“ á forsíðu hefur verið bætt við nýrri upplýsingasíðu sem heitir ,,Yfirlit yfir flokkun úrgangs innan Borgarbyggðar“. Þar verður að finna upplýsingar um árangur í flokkun úrgangs í Borgarbyggð.

Frestun á innheimtu fasteignaskatts af hesthúsum í þéttbýli

adminFréttir

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur ákveðið af fresta innheimtu fasteignaskatts á hesthús í þéttbýli meðan að beðið er viðbragða efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis en nefndin hefur verið beðin að taka álagninguna til umfjöllunar.   Eins og kunnugt er hækkaði fasteignaskatturinn við það að álagningin færðist úr a-lið í c-lið 3. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Í Borgarbyggð fór álagningarprósentan úr 0,36% í 1,50% af fasteignamati hesthúsanna.