Söngkeppnin fer í Óðal

adminFréttir

Söngkeppni félagsmiðstöðvanna á Vesturlandi verður ekki haldin í Hjálmakletti eins og auglýst var. Keppnin hefur verið færð yfir í félagsmiðstöðina Óðal og hefst þar kl. 19.00 í kvöld.

Þulur – samstarfsverkefni Tónlistarskóla og Safnahúss

adminFréttir

Safnahús og Tónlistarskóli Borgarfjarðar hafa tekið saman höndum um tilraunaverkefni til að vekja athygli á þuluforminu og hvetja til sköpunar á grundvelli þess. Verkefnið er unnið með aðstoð Árnastofnunar sem leggur til upptökur af eldri þulum sem varðveist hafa í munnlegri geymd, kveðnar af borgfirskum konum. Um leið er skáldkonunnar Guðrúnar Jóhannsdóttur frá Sveinatungu minnst með því að úrval af þulum hennar er notað sem námsefni fyrir hluta nemenda skólans

Skákdagurinn á Íslandi

adminFréttir

Fimmtudaginn 26. janúar er skákdagurinn á Íslandi. Stefnt er að því að fá sem flesta að tafli um allt land til heiðurs Friðriki Ólafssyni stórmeistara, en 26. janúar er fæðingardagur hans. Skákfélagar í UMSB hafa fengið stórmeistarann Helga Ólafsson til að koma og tefla fjöltefli í Hyrnutorgi kl 16.00. Vonast er eftir að sem flestir komi og reyni sig við meistarann. Í hádeginu verður sundlaugin í Borgarnesi skákvædd þegar Tinna

Styrkir vegna íþrótta-, æskulýðs-, og tómstundamála

adminFréttir

Borgarbyggð auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamála á árinu 2012. Um styrki geta sótt félög og aðrir aðilar sem sinna íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu eða hafa með höndum aðra sambærilega starfsemi. Umsókn þarf að fylgja yfirlit yfir fjárhagsstöðu ársins 2011, yfirlit yfir fjölda virkra iðkenda og aldursskiptingu þeirra, fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 og áætlanir um umfang starfsins á árinu 2012. Úthlutunarreglur má finna á

Til fasteignaeigenda í Borgarbyggð

adminFréttir

Lokið er álagningu fasteignagjalda í Borgarbyggð árið 2012 og hafa álagningarseðlar verið sendir til gjaldenda.Vakin er athygli á að álagningarseðlarnir verða einnig aðgengilegir á „mínum síðum“ á netsíðunni Island.is Gjalddagar eru tíu, sá fyrsti var 20. janúar og síðan 15. hvers mánaðar fram í október. Eindagi er fimmtánda dag næsta mánaðar eftir gjalddaga. Greiðsluseðlar verða eingöngu sendir til þeirra sem eru 67 ára eða eldri en aðrir geta óskað eftir

Söngkeppni í Hjálmakletti

adminFréttir

Söngkeppni félagsmiðstöðva á Vesturlandi fer fram í Hjálmakletti fimmtudaginn 26. janúar næstkomandi. Vinningsatriðin taka svo þátt í lokakeppni Samfés sem haldin verður í Laugadalshöllinni þann 3. mars en þrjú atriði frá Vesturlandi og Vestfjörðum geta komist áfram. Keppnin í Hjálmakletti hefst sutndvíslega kl. 19.00. Sjá auglýsingu hér

Starfsmenntabrautin í Gettu betur í kvöld

adminFréttir

Starfsmenntabraut Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri keppir við Fjölbrautarskóla Suðurlands í Gettu betur í kvöld, mánudaginn 23. janúar. Keppni liðanna hefst kl. 19.30 á rás 2.Fyrir hönd Hvanneyringa keppa þeir Sigurður Heiðar Birgisson, Gylfi Sigríðarson og Jón Árni Magnússon. Þjálfari liðsins er Egill Gunnarsson nemi á þriðja ári í búvísindum við Landbúnaðarháskólann.

Styrkir til atvinnumála kvenna

adminFréttir

Fréttatilkynning Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um styrki til atvinnumála kvenna er velferðarráðherra veitir árlega. Styrkir þessir hafa verið veittir síðan árið 1991 og er markmið þeirra að efla atvinnulíf og auka aðgengi kvenna að fjármagni. Til ráðstöfunar að þessu sinni eru 30 milljónir og er hámarksstyrkur að þessu sinni kr. 3.000.000.

Menntaskóli Borgarfjarðar í Gettu betur

adminFréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar keppir við Borgarholtsskóla í Gettu betur í kvöld, fimmtudaginn 19. janúar. Keppni liðanna hefst kl. 20.00 á rás 2.Fyrir hönd Menntaskóla Borgarfjarðar keppa Inga Björk Bjarnadóttir, Jóhann Snæbjörn Traustason og Bjarki Þór Grönfeldt Gunnarsson. Þjálfari liðsins er Heiðar Lind Hansson. Varamenn eru Þorkell Már Einarsson sem aðstoðar einnig við þjálfun og Bárður Jökull Bjarkarson.

Myndir af Grímshúsi

adminFréttir

Vegna vinnu við teikningar af Grímshúsi við Borgarneshöfn vantar okkur upprunalegar myndir af húsinu eða myndir sem teknar voru áður en hætt var að nota það og neglt var fyrir glugga. Þeir sem eiga myndir af Grímshúsi í fórum sínum eru beðnir að hafa samband við Jökul Helgason forstöðumann Umhverfis- og skipulagssviðs í síma 433 7100 eða á netfangið jokull@borgarbyggd.is .