Gleðilegt ár!

adminFréttir

Sveitarstjórn og starfsfólk Borgarbyggðar senda íbúum Borgarbyggðar og landsmönnum öllum bestu óskir um gleði og gæfuríkt nýtt ár og þakkar góð samskipti á liðnu ári.

Minnt á lokaskýrslur til Menningarsjóðs

adminFréttir

Í mars á þessu ári veitti Menningarsjóður Borgarbyggðar styrki fyrir árið 2011 til menningarverkefna í Borgarbyggð. Samkvæmt reglum sjóðsins ber styrkhöfum að skila inn skýrslu um verkefni sín fyrir árslok. Þeir styrkhafar sem ekki hafa sent inn eru hér með minntir á að senda skýrslur sínar til Emblu Guðmundsdóttur þjónustufulltrúa, skrifstofu Borgarbyggðar, 320 Reykholt sem allra fyrst eða í síðasta lagi 15. janúar.

Áramótakveðja

adminFréttir

Gæfuríkt nýtt ár! Samstarfshópur um forvarnir í Borgarbyggð Borgarbyggð er virkur þátttakandi í SAMAN hópnum

Útgerðarsagan fær góða dóma

adminFréttir

Víst þeir sóttu sjóinn – Útgerðarsaga Borgfirðinga eftir Ara Sigvaldason kom út nú fyrir jólin. Í ritdómi Helga Bjarnasonar í Morgunblaðinu rétt fyrir jól fékk bókin góða umfjöllun og fjórar stjörnur. Áhugamenn um útgerðarsögu Borgfirðinga hafa unnið að því að halda sögunni á lofti og við lestur bókarinnar kemur í ljós að heilmikil saga er af þessu sviði atvinnulífsins segir m.a í umfjöllun Helga auk þess sem hann hrósar höfundi

Gleðileg jól

adminFréttir

Jólakveðja Sveitarstjórn og starfsfólk Borgarbyggðar senda íbúum Borgarbyggðar og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.

Akstursstyrkir á íþróttaæfingar

adminFréttir

Tómstundanefnd Borgarbyggðar auglýsir hér með eftir umsóknum um akstursstyrki vegna aksturs með börn á skipulagðar íþróttaæfingar á vegum félagasamtaka í sveitarfélaginu. Umsóknir ásamt fylgigögnum skulu berast fræðslustjóra í Ráðhúsi Borgarbyggðar í síðasta lagi föstudaginn 13. janúar 2012. Reglur Borgarbyggðar um akstursstyrki Umsóknareyðublöð  

Jólakveðja

adminFréttir

Jólakveðja frá samstarfshópi um forvarnir í Borgarbyggð! Borgarbyggð er virkur þátttakandi í SAMAN hópnum.

Opnunartími íþróttamiðstöðva um jól og áramót

adminFréttir

Íþróttamiðstöðin Borgarnesi: Á þorláksmessu verður opið til kl. 18:00 og á aðfangadag jóla til kl. 12:00. Lokað verður á jóladag og annan í jólum. Á gamlársdag opið til kl. 12:00 og lokað verður á nýársdag. Sundlaugin á Kleppjárnsreykjum verður lokuð alla þessa daga.  

Gleðileikurinn endurvakinn

adminFréttir

Fréttatilkynning: Þriðjudaginn 27. desember á þriðja dag jóla verður Hinn guðdómlegi gleðileikur um fæðingu Jesú Kristí, jólasagan í alþýðustíl, leikin í Hjálmakletti. Ævintýrið hefst með athöfn í Borgarneskirkju kl. 18.00 en þaðan verður gengið í blysför að menntaskólanum þar sem sýningin hefst um kl. 19.00. Staðnæmst verður á leiðinni við Tónlistarskólann þar sem flutt verða jólalög af svölum skólans.  

Bókakynning í Landnámssetri

adminFréttir

Næstkomandi sunnudag 18. des. kl. 16.00 mun Óskar Guðmundsson segja frá bók sinni BRAUTRYÐJANDANUM, ævisögu Þórhalls Bjarnasonar, í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Krístín Á. Ólafssdóttir og Melkorka Óskarsdóttir syngja lög sem tengjast frásögninni.