Jólatónleikar Tónlistarskóla Borgarfjarðar

adminFréttir

Jólatónleikar Tónlistarskóla Borgarfjarðar verða sem hér segir: Föstudaginn 2. desember kl. 13:30 munu nemendur syngja og leika í félagsstarfi eldri borgara Borgarbraut 65a Fimmtudaginn 8. desember kl. 18:00 verða tónleikar í Tónlistarskólanum Borgarnesi, blásarar, píanóleikur og gítarspil Laugardaginn 10. desember kl. 14:00 munu nemendur spila í Logalandi, á Jólamarkaði Mánudaginn 12. desember kl. 17:00 verða tónleikar í Tónlistarskólanum Borgarnesi, fiðlur og píanó Mánudaginn 12. desember kl. 18:30 verða söngdeildarnemendur með

Allir í jólaskapi á Kveldúlfsvelli

adminFréttir

Fjölmenni var á Kveldúlfsvelli í Borgarnesi þegar ljós voru tendruð á jólatré Borgarbyggðar síðastliðinn sunnudag. Björn Bjarki Þorsteinsson formaður byggðarráðs flutti ávarp. Stekkjastaur og Gáttaþefur gátu stolist til byggða til að spjalla við krakkana. Stúfur mun hafa ætlað með enda mjög spenntur að hitta krakka í jólaskapi en Grýla gamla rak aumingja Stúf aftur heim í hellinn. Drekaskátar sungu jólalögin við góðar undirtektir og nemendur 9. bekkjar buðu gestum upp

Kveikt á jólatré Borgarbyggðar

adminFréttir

Kveikt verður á jólatré Borgarbyggðar við hátíðlega athöfn á Kveldúlfsvelli sunnudaginn 27. nóvember kl. 17,00.   Dagskrá: Ávarp Björns Bjarka Þorsteinssonar formanns byggðarráðs Jólatónlist Jólasveinar koma af fjöllum og gleðja börnin Heitt kakó verður á staðnum Komið og njótið andrúmslofts aðventunnar  

Jólaskreytingar í Borgarnesi

adminFréttir

Nýverið tilkynnti Borgarbyggð að dregið yrði úr jólaskreytingum í Borgarnesi og ekki væri fyrirhugað að setja jólaskreytingar á staura líkt gert hefur verið undanfarin ár. Eigendur verslana og fyrirtækja í Borgarnesi höfðu í kjölfarið samband við sveitarfélagið og óskuðu eftir samstarfi um jólaskreytingar og að þeir væru tilbúinir til að koma með veglegum hætti að skreytingum í bænum í ár. Þetta framtak fyrirtækjanna sem og hagstæðari samningar við Rarik hafa

Útgáfuhátíð í Hjálmakletti

adminFréttir

Borgarnes 1911Í tilefni af útgáfu bókarinnar „Víst þeir sóttu sjóinn“ verður blásið til útgáfuhátíðar í Hjálmakletti föstudaginn 25. nóvember. Bókin, sem er útgerðarsaga Borgfirðinga, er skráð af Ara Sigvaldasyni. Allir eru velkomnir á útgáfuhátíðina sem hefs kl. 17.00. Sjá auglýsingu hér. Myndin er tekin af ljósmyndavef Safnahúss

Héraðsmót fellur niður

adminFréttir

Tilkynning frá Ungmennasambandi Borgarfjarðar:   Héraðsmóti UMSB í frjálsum íþróttum innanhúss, sem halda átti laugardaginn 26. nóvember, er því miður aflýst af óviðráðanlegum orsökum.

Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2012 – fyrri umræða

adminFréttir

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti samhljóða á fundi sínum 16. nóvember s.l. að vísa fjárhagsáætlun Borgarbyggðar til síðari umræðu sem fram fer 8. desember n.k. Í forsendum fjárhagsáætlunar Borgarbyggðar er gert ráð fyrir að skatttekjur hækki um tæp 6% og verði 1929 milljónir, aðrar tekjur hækka einnig og verða 535 milljónir. Alls er því gert ráð fyrir hækkun tekna upp á tæp 8%. Á fundinum var samþykkt að álagning útsvars verði 14.48%,

Arabískt kvöld í Landnámssetri

adminFréttir

Arabískt hlaðborð og upplestur Sigríður Víðis Jónsdóttir, höfundur bókarinnar Ríkisfang: Ekkert, les upp úr bókinni, segir frá hugmyndinni að baki henni og sýnir ljósmyndir sem hún tók í Írak og Palestínu. Bókin hefur vakið mikla athygli og fengið einróma lof gagnrýnenda en hún fjallar um Línu, Abeer og hinar flóttakonurnar sem fengu hæli á Akranesi haustið 2008.  

Flokkun í sorpgáma

adminFréttir

Af gefnu tilefni eru íbúar beðnir um að vanda betur flokkun í sorpgáma á grenndarstöðvum í Borgarbyggð. Það er sveitarfélaginu mjög dýrt að þurfa að láta flokka sorpið úr gámunum. Því er fólk vinsamlega beðið um að virða merkingar og flokka rétt í gámana. Í járnagám á bara að fara járn, í timburgám á bara að fara timbur. Í almennt sorp á bara að fara heimilissorp. Ísskápar, dýnur, frystikistur, bíldekk,

Kynningarfundur um hvítbókina

adminFréttir

Næstkomandi þriðjudag stendur umhverfisráðuneytið fyrir almennum kynningarfundi í Borgarnesi um hvítbók sem nefnd um endurskoðun náttúruverndarlaga skilaði af sér í haust og felur í sér heildarúttekt á lagaumhverfi náttúruverndar á Íslandi. Hvíbókin verður grunnur að væntanlegri endurskoðun náttúruverndarlaga sem unnið verður að á komandi mánuðum.