Blóðbankabíllinn í Borgarnesi

adminFréttir

Blóðbankabíllinn verður í Borgarnesi við Hyrnuna, þriðjudaginn 1. nóvember kl. 10.00 – 17.00. Allir eru velkomnir, jafnt nýir sem vanir blóðgjafar og Blóðbankinn vonast til að sem flestir sjái sér fært að koma og gefa blóð. Að jafnaði þarf bankinn um 70 blóðgjafa á dag. Blóðgjöf er lífgjöf.

Köttur í óskilum

adminFréttir

Svartur köttur með hvítar tær og blesu er í óskilum hjá dýraeftirlitsmanni. Kötturinn, sem var handsamaður við bæinn Ausu í Andakíl, er með tvær ólar en ómerktur. Þeir sem kannast við köttinn eru beðnir að hafa samband við dýraeftirlismann í síma 435 1415 eða umhverfisfulltrúa Borgarbyggðar í síma 433 7100.

Land míns föður og Borgríki

adminFréttir

Tilkynning frá Poppoli: Næstkomandi föstudag, 28. október, stendur Poppoli kvikmyndafélag fyrir bíókvöldi í Dalabúð. Sýningin fer fram í þakklætisskyni fyrir ómetanlega aðstoð Dalamanna við gerð kvikmynda á undanförnum þremur árum. Á þessum tíma var gerð heimildamyndin Land míns föður sem fjallar um íslenskt sveitasamfélag með áherslu á líf og störf þriggja bænda í Dölunum. Nú er samsagt komið að sérstakri sýningu á Landi míns föður og viljum við bjóða öllum

Sagnakvöld Safnahússins 3. nóvember

adminFréttir

Bækur eru gleðigjafar skammdegisins Sagnakvöld Safnahúss Borgarfjarðar í ár verður fimmtudagskvöldið 3. nóvember kl. 20.00. Höfundar lesa upp úr bókum sínum og þjóðlög verða sungin í minningu Bjarna Þorsteinssonar. Takið daginn frá, nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur.

Jól í skókassa

adminFréttir

Áttunda árið í röð stendur KFUM & KFUK á Íslandi fyrir verkefninu ,,Jól í skókassa” Þetta verkefni er unnið af hópi úr KFUM og KFUK og felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til að setja nokkrar gjafir í skókassa. Kassanum er síðan útdeilt til þurfandi barna í Úkraínu. Markmiðið með verkefninu er að gleðja þurfandi börn í anda jólanna. Það hefur sannarlega tekist síðastliðin ár og hafa

Þjóðahátíð

adminFréttir

Festival of nations Sábado, 05 de noviembre 14:00-17:00 laugardag 5. nóv. 2011 14:00-17:00 Lugar Íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum Akranesi, Iceland   Más información Þjóðahátíðin er stór viðburður, á síðasta ári kynntu fulltrúar meira en 25 landa menningu sína í mat, drykk, dansi söng og svo framvegis, um hundrað sjálfboðaliðar ef erlendum uppruna komu að skipulagningu og að minnsta kosti 1500 gestir tóku þátt í húllumhæinu með. Vertu með!   English below

Endurskoðuð fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2011

adminFréttir

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti tillögu að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir sveitarfélagið á fundi sínum 18. október s.l. Við endurskoðun voru gerðar breytingar á tekjuliðum, rekstarliðum, fjármagnsliðum og nýframkvæmdum. Á heildina litið er gert ráð fyrir betri rekstarniðurstöðu en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir vegna jákvæðra breytinga á fjármagnsliðum, en veltufé frá rekstri er hins vegar nokkru lægra en upphaflega var áætlað.  

Pokasala í Rauðakrossbúðinni

adminFréttir

Pokasalan í Rauðakrossbúðinni í Borgarnesi heldur áfram dagana 28. og 29. október. Þar getur fólk keypt pokann á 1000 kr. og sett í hann allt sem það vill. Verslunin verður opin föstudag kl. 12-18.00 og laugardag kl. 13-16.00.  

Söfnun á rúlluplasti

adminFréttir

Síðasta söfnun á rúlluplasti á vegum sveitarfélagsins á þessu ári fer fram þann 29. nóvember til 6. desember. Þeir sem óska eftir að rúlluplast verði sótt til þeirra heima að bæjum, en hafa ekki þegar pantað þjónustuna er bent á að gera það í tíma. Hér má sjá auglýsinguna sem gildir fyrir þetta ár.

Málverk Einars Ingimundarsonar í Safnahúsi

adminFréttir

Ein mynda Einars Ingimundarsonar málara hefur nú verið hengd upp í anddyri Safnahúss þar sem einnig er gerð grein fyrir höfundi hennar í nokkrum orðum. Þetta er liður í að miðla merkum safnkosti Listasafns Borgarness með tímabundnum örsýningum. Mynd Einars er máluð ofarlega í Húsafellslandi og sýnir landslagið í nágrenni Kaldadals, tignarlega jökla og fjöll. Staðhættir og sögulegar heimildir voru einmitt stór þáttur í verkum málarans og mörg þeirra eru