Endurreikningi afsláttar á fasteignaskatti lokið

adminFréttir

Samkvæmt reglum Borgarbyggðar eiga tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar sem eiga lögheimili í Borgarbyggð rétt á afslætti af fasteignaskatti. Afslátturinn nær til íbúðarhúsnæðis sem viðkomandi býr sjálfur í. Afslátturinn ræðst af tekjum undanfarins árs. Hann er reiknaður til bráðabirgða við álagningu fasteignagjaldanna, út frá öllum skattskyldum tekjum einstaklings eða hjóna/sambúðarfólks, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekjum samkvæmt síðasta skattframtali. Þegar afslátturinn var reiknaður í upphafi árs 2011 lá fyrir skattframtal með tekjum ársins

Stefnumótun í tómstundamálum

adminFréttir

Tómstundanefnd Borgarbyggðar vinnur nú að stefnumótun í tómstundamálum. Í byrjun mánaðarins hélt nefndin íbúafund og setti í framhaldi af honum skjal með tillögum frá fundinum hér á heimasíðuna og óskaði jafnframt eftir fleiri hugmyndum. Tómstundanefnd mun hittast á fundi á mánudag í næstu viku og fara yfir allar tillögur sem borist hafa og leggja drög að textaskjali. Það skjal verður svo sett á vefinn þann 10. október og óskar nefndin

Góð aðsókn að Héraðsbókasafni

adminFréttir

Líkt og undanfarin ár hefur aðsókn verið góð að Héraðsbókasafni Borgarfjarðar en fyrstu átta mánuði ársins höfðu 5442 gestir sótt safnið heim. Það er ívið hærri tala miðað við sama tíma í fyrra en í heildina var gestafjöldi á bókasafninu á árinu 2010, 7800 gestir. Þá má benda á að töluverð aukning var á gestafjölda á árinu 2009 þegar gestum fjölgaði um 21% á milli ára. Aðgangur að safninu er

Deiliskipulag Borgarfjarðarbrautar um Reykjadalsá

adminFréttir

Auglýsing um deiliskipulagstillögu Borgarfjarðarbrautar (50) um Reykjadalsá í Borgarbyggð Borgarbyggð auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi Borgarfjarðarbrautar um Reykjadalsá sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umhverfisskýrslu sbr. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Tillagan tekur til 21,2 ha svæðis í landi Snældubeinsstaða, Grófar og Sturlureykja, og felur í sér að byggð verður tvíbreið brú yfir Reykjadalsá og að breyta vegamótum Borgarfjarðarvegar (50) og Hálsasveitarvegar (518). Tillagan ásamt

Andabær – leikskólakennari og starfsmaður í ræstingar

adminFréttir

Leikskólakennara vantar til starfa í leikskólanum Andabæ. Um er að ræða 100% starf. Andabær er Grænfánaleikskóli og leikskóli á heilsubraut. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Allar nánari upplýsingar veitir Valdís Magnúsdóttir leikskólastjóri í síma 437 0120. Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa kemur til greina að ráða leiðbeinanda með reynslu af starfi með börnum. Einnig vantar starfskraft í ræstingar í Andabæ. Umsóknarfrestur um störfin er til 29.

Leikfimihúsið á Hvanneyri 100 ára

adminFréttir

Í tilefni aldarafmælis Leikfimihússins á Hvanneyri verður dagskrá í húsinu sunnudaginn 25. september er hefst kl. 15.00. Þar munu nemendur Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri sýna skólaíþróttir, og þjóðdansahópurinn Sporið sýna þjóðlega dansa. Hvort tveggja er til þess að minna á mikilvægt hlutverk Leikfimihússins allt frá fyrstu dögum þess. Í frásögn verður stiklað á stóru í aldarsögu Leikfimihússins. Til sýnis verða ljósmyndir frá ýmsum tímum er tengjast störfum og leik í

Tveggja Húsfellinga minnst í Safnahúsi

adminFréttir

Á þessu ári eru 150 ár liðin frá fæðingu tveggja frændsystkina sem tengjast bænum Húsafelli í Hálsasveit, þeirra Guðrúnar Jónsdóttur vinnukonu þar og Kristleifs Þorsteinssonar bónda og fræðimanns á Stóra Kroppi, en hann var fæddur á Húsafelli. Af þessu tilefni hefur verið sett upp örsýning í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi, þar sem ýmislegt sem tengist Guðrúnu og Kristleifi er sýnt og sagt frá ævi þeirra og fjölskyldu. Uppstilling sýningarinnar var

Stefnumótun í tómstundamálum

adminFréttir

Tómstundanefnd Borgarbyggðar vinnur nú að stefnumótun í tómstundamálum fyrir Borgarbyggð og leggur nefndin mikla áherslu á að fá íbúa til liðs við sig. Tillögur frá íbúafundi 1.september sl. hafa því verið settar í eitt skjal sem er nú birt á heimasíðu Borgarbyggðar; https://borgarbyggd.is/starfsemi/ithrotta-og-aeskulydsmal/stefnumotun/.   Tómstundanefndin óskar eftir athugasemdum, tillögum, vangaveltum og hverju því sem fólki kann að detta í hug við lesturinn. Skjalið mun verða opið í 10 daga, frá

Dagur íslenskrar náttúru – 16. september

adminFréttir

Hvítá, tekið á Kaldadal_mmDagur íslenskrar náttúru verður haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn föstudaginn 16. september. Dagurinn er fæðingardagur Ómars Ragnarssonar. Felst í þessu viðurkenning á framlagi Ómars til náttúruverndar og almenningsfræðslu um mikilvægi íslenskrar náttúru sem og allra þeirra sem lagt hafa sitt af mörkum til að fræða um íslenska náttúru. Sem dæmi um viðburði dagsins má nefna að á Hvanneyri verður boðið upp á göngu um fuglaverndunarsvæðið í Andakíl

Umhverfisvottað Vesturland – ráðstefna í Hjálmakletti

adminFréttir

Hraunfossar_gjFimmtudaginn 22. september standa Framkvæmdaráð Snæfellsness, Náttúrustofa Vesturlands og Borgarbyggð fyrir ráðstefnu um umhverfismál og umhverfisvottanir. Starfsemi sveitarfélaganna á Snæfellsnesi er umhverfisvottuð samkvæmt staðli samtakanna EarthCheck. Í fyrrahaust var samþykkt ályktun á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um að skoða umhverfisvottun fyrir Vesturland allt með Snæfellsnes sem fyrirmynd. Tilgangur ráðstefnunnar er að fjalla um stöðu umhverfismála og kynna þessa hugmynd. Sjá dagskrá hér Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir –