Bjarki Pétursson íslandsmeistari í golfi

adminFréttir

Í gær lauk Íslandsmeistaramótinu unglinga í holukeppni í golfi á Hamarsvelli í Borgarnesi. 158 keppendur tóku þátt í mótinu sem fór mjög vel fram. Keppt var í þremur flokkum stúlkna og þremur flokkum drengja. Umsjón mótsins var í höndum Golfklúbbs Borgarness.   Í elsta flokki pilta, sem eru 17 – 18, ára sigraði heimamaðurinn Bjarki Pétursson eftir úrslitaleik við Skagamanninn Pétur Aron Sigurðsson. Bjarki hefur staðið sig mjög vel í

Einnar mínútu þögn, mánudaginn 25. júlí kl. 10:00 vegna harmleiksins í Noregi

adminFréttir

Mánudaginn 25. júlí verður einnar mínútu þögn í Noregi, til minningar um fórnarlömb harmleiksins í Noregi síðastliðinn föstudag. Ísland mun sýna norsku þjóðinni samstöðu með því að hafa einnar mínútu þögn á sama tíma sem er kl. 10:00 í dag að íslenskum tíma. Forsætisráðherrra hvetur alla Íslendinga til að sýna samhug sinn með þeim hætti.  

Refa- og minkaveiði

adminFréttir

Undanfarið hefur verið mikil umræða um refaveiði í Borgarbyggð líkt og í ýmsum öðrum sveitarfélögum. Í kjölfar þessa kallaði byggðarráð eftir upplýsingum frá umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa um veiðarnar. Í samantekt umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa sem lögð var fram á fundi byggðarráðs nýverið má glöggt sjá að frá árinu 2001 fram til ársins 2009 er töluverð aukning á fjölda refa sem veiddir voru í sveitarfélaginu. Árið 2001 voru veiddir 326 refir, en

Kettlingar í óskilum

adminFréttir

Tveir kettlingar voru handsamaðir á afleggjaranum að Rauðanesi miðvikudaginn 13. júlí. Þetta eru tvær læður ca. 6 – 8 vikna gamlar Eigandinn er vinsamlegast beðinn að hafa samband við gæludýraeftirlitsmann norðan Hvítár, Huldu Geirsdóttur í síma 861-3371  

Umhverfisviðurkenningar 2011

adminFréttir

Frá umhverfis- og skipulagsnefnd: Auglýst eftir tilnefningum frá íbúum Borgarbyggðar Umhverfis- og skipulagsnefnd Borgarbyggðar í samstarfi við Landbúnaðarnefnd hefur ákveðið að veita umhverfisviðurkenningar í Borgarbyggð í eftirfarandi fjórum flokkum: 1. Besti frágangur lóðar við íbúðarhúsnæði. 2. Besti frágangur lóðar við atvinnuhúsnæði. 3. Myndarlegasta bændabýlið. 4. Sérstök viðurkenning umhverfis- og skipulagsnefndar.   Vinsamlega sendið tilnefningar til Bjargar Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa, Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 eða á netfangið bjorg@borgarbyggd.is.

Frá leikskólanum Hnoðrabóli

adminFréttir

LEIKSKÓLAKENNARA OG MATRÁÐ VANTAR Á LEIKSKÓLANN HNOÐRABÓL Í REYKHOLTSDAL Við leikskólann Hnoðraból í Reykholtsdal eru laus staða leikskólakennara frá og með 8. ágúst n.k. Um er að ræða fulla stöðu leikskólakennara. Ef ekki fæst leikskólakennari kemur til greina að ráða starfsmenn með háskólapróf eða aðra uppeldismenntun og/eða reynslu. Einnig er laus 60% staða matráðs við skólann frá og með 8. ágúst n.k.

Starfsfólk í búsetuþjónustu

adminFréttir

Starfsfólk óskast til starfa í búsetuþjónustu fatlaðra í Borgarnesi. Starfið felst í að aðstoða fólk með fötlun, í daglegu lífi, inni á heimilum þess og úti í samfélaginu. Starfið er vaktavinna. Unnið er á morgun-, kvöld- og helgarvöktum. Umsækjandi þarf að vera eldri en 20 ára og vera með ökuréttindi. Laun samkvæmt kjarasamningum. Nánari upplýsingar gefur Hulda Birgisdóttir í síma 893-9280, milli kl. 8.00-16.00, virka daga.  

Úttekt á starfsemi Grunnskólans í Borgarnesi

adminFréttir

Nýverið lét mennta- og menningarráðuneytið gera úttekt á starfsemi Grunnskólans í Borgarnesi, en skólinn var í hópi nokkurra grunnskóla sem gerð var úttekt á þetta árið. Úttektin var unnin af þeim Halldóru Kristínu Magnúsdóttur og Unnari Þór Böðvarssyni. Hún er unnin í samræmi við lög um grunnskóla nr. 91/2008 og er markmið hennar að leggja mat á starfsemi skólans með hliðsjón af gildandi lögum, reglugerðum og aðalnámskrá grunnskóla. Niðurstaða úttektarinnar

Tónlistarkennarar á leið til Póllands

adminFréttir

Kennarar Tónlistarskóla Borgarfjarðar halda til Póllands laugardaginn 9. júlí. Þeir munu halda tónleika á listahátíð í bænum Lanckorona mánudaginn 11. júlí. Þar verða flutt íslensk þjóðlög, sönglög og verk eftir fjóra af kennurum skólans. Einnig munu kennararnir fara á námskeið og fyrirlestra tengda menningu. Þetta er menningartengt samstarf milli Íslands og Póllands, styrkt af Evrópska efnahagssvæðinu. Í júní komu nokkrir pólverjar í heimsókn í Borgarnes og héldu m.a. fyrirlestur í

Draumurinn í Valfelli

adminFréttir

Draumurinn, gleðileikur með söng og dansi byggður á verki Shakespeares, Draumi á Jónsmessunótt verður frumsýndur föstudaginn 8.júlí í félagsheimilinu Valfelli. Listasmiðjan bak við eyrað frumsýnir verkið í samstarfi við Tónlistarskóla Borgarbyggðar, Dansskóla Evu Karenar og sveitarfélagið Borgarbyggð. Það er Ása Hlín Svavarsdóttir leikstjóri og mastersnemi í við Listaháskóla íslands sem gerði leikgerðina og setur verkið á svið.