Myndlistarnámskeið

adminFréttir

MYNDLISTARNÁMSKEIÐ FYRIR 8-10 ÁRA BÖRN     Dagana 20.-25. júní verður haldið myndlistarnámskeið í Borgarnesi fyrir börn fædd 2001,2002 og 2003. Viðfangsefnið er „Víkingar í Borgarnesi“. Námskeiðsgjald er kr. 5000. Upplýsingar og skráning hjá Úllu Pedersen í síma 865 01 48.

Leikskólakennari

adminFréttir

LEIKSKÓLAKENNARA VANTAR Á LEIKSKÓLANN HNOÐRABÓL Í REYKHOLTSDAL Við leikskólann Hnoðraból í Reykholtsdal eru laus staða leikskólakennara frá og með 8. ágúst n.k. Um er að ræða fulla stöðu leikskólakennara. Leikskólinn Hnoðraból er einnar deildar leikskóli. Þar eru að jafnaði 15-20 börn á aldrinum 18 mánaða til 5 ára og 4-5 starfsmenn.  

Goslok í Grímsvötnum

adminFréttir

Á fundi Byggðarráðs Borgarbyggðar í síðustu viku var rætt um gosið í Grímsvötnum. Gosinu virðist vera lokið en engin gosvirkni hefur sést á mælum Veðurstofunnar frá því á laugardagsmorgun kl. 07.00. Gríðarlegt öskufall varð í sveitunum í kring og álag mikið á íbúa. Mikil vinna hefur verið við hreinsunarstarf og enn er mikið starf óunnið. Björgunarsveitarmenn úr Borgarfirði og nemendur Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri hafa ásamt fleirum veitt aðstoð á svæðinu

Fótboltadagur Skallagríms

adminFréttir

Hinn árlegi fótboltadagur Skallagríms verður fimmtudaginn 2. júní næstkomandi frá kl. 11.00-16.00. Á dagskrá eru knattþrautir og leikir að hætti þjálfara Skallagríms. KSÍ afhendir öllum knattspyrnuiðkendum DVD disk frá Tækniskóla KSÍ og kl. 14.00 er meistaraflokksleikur, Skallagrímur – Álftanes. Frítt er fyrir alla á leikinn. Boðið verður upp á kjötsúpu og kaffi fyrir leik.  

Séra Magnús í Safnahúsi Borgarfjarðar

adminFréttir

Um hundrað afkomendur og tengdafólk séra Magnúsar Andréssonar á Gilsbakka voru meðal þeirra sem mættu þegar opnuð var heimildasýning um hann í Safnahúsi. Sýningin er sett upp í tilefni af 50 ára afmæli Héraðsskjalsafns Borgarfjarðar og er framlag Borgarbyggðar til dagskrár afmælisárs Jóns Sigurðssonar.

Ársreikningur Borgarbyggðar 2010

adminFréttir

Á fundi sínum þann 12. maí síðastliðinn samþykkti sveitarstjórn Borgarbyggðar ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2010. Áhugasamir geta kynnt sér ársreikninginn hér og sundurliðanir hér.

Starf í heimilishjálp

adminFréttir

Starfsmaður óskast í heimilishjálp nú þegar. Um er að ræða ca. 50% starf við afleysingar í sumar. Möguleiki á áframhaldandi starfi. Upplýsingar veita Elín Valgarðsdóttir s: 8401525 og Hjördís Hjartardóttir s: 4337100  

Starfsmannastefna, siða- og innkaupareglur

adminFréttir

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir starfsmannastefnu, siðareglur fyrir kjörna fulltrúa og innkaupareglur. Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar þann 12. maí s.l. var samþykkt starfsmannastefna fyrir Borgarbyggð, en vinna við gerð stefnunar hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Drög að stefnunni voru kynnt fyrir starfsfólki sveitarfélagsins og tóku drögin nokkrum breytingum eftir þá kynningu.

Opnunartími og gjaldskrá í allar laugar á vegum Borgarbyggðar

adminFréttir

Gjaldskrá í allar laugar á vegum Borgarbyggðar Fullorðnir 480 kr. Börn 200 kr. Aldraðir 200 kr.   Opnunartími sundlaugarinnar að Varmalandi frá 1. júní til 14. ágúst: Lokað þriðjudaga. Mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl. 12 – 18. Föstudaga kl. 12 – 21. Laugardaga og sunnudaga kl. 11 – 18. Öryrkjar 200 kr Opnunartími sundlaugarinnar í Borgarnesi: Kl. 6.30 – 21 alla virka daga. Kl. 9 – 18 laugardaga og sunnudaga.