Ókeypis tannlæknaþjónusta

adminFréttir

Tímabundin ókeypis tannlæknaþjónusta fyrir börn tekjulágra foreldra Frá 1. maí til og með 26. ágúst verður boðið upp á ókeypis, nauðsynlegar tannlækningar fyrir börn tekjulágra foreldra/forráðamanna barna yngri en 18 ára. Tannlæknar á tannlæknadeild Háskóla Íslands meta hvað teljast nauðsynlegar tannlækningar og þar er þjónustan veitt. Tekið verður við umsóknum frá 28. apríl til og með 1. júní 2011. Sjá auglýsingu hér.

Slökkt á götuljósum

adminFréttir

Slökkt verður á götulýsingu á vegum Borgarbyggðar í öllum þéttbýlisstöðum sveitarfélagsins þann 2. maí næstkomandi. Undantekning er þjóðvegurinn gegnum Borgarnes en þar munu ljós áfram loga eins og verið hefur. Er þetta þriðja sumarið sem þetta fyrirkomulag er haft og gert til að halda niðri kostnaði sveitarfélagsins við rekstur götulýsingar. Sem dæmi um fleiri aðgerðir við kostnaðaraðhald vegna lýsingar má nefna að stýribúnaður hefur verið mældur og sannreynt að ljós

Starf varaslökkviliðsstjóra

adminFréttir

Laust er til umsóknar starf varaslökkviliðsstjóra hjá slökkviliði Borgarbyggðar. Um er að ræða 25 % starf sem felst m.a. í undirbúningi æfinga og annarra verkefna hjá slökkviliðinu auk þess að sinna bakvöktum á móti slökkviliðsstjóra. Varaslökkviliðsstjóri er staðgengill slökkviliðsstjóra.  

„Það er gott að busla í Borgarbyggð“

adminFréttir

Frá Borgarnesi Sundlaugarnar á Kleppjárnsreykjum og í Borgarnesi verða opnar alla páskana: Kleppjárnsreykjalaug verður opin alla páskadagana frá kl. 13.00 til 17.00. Sjá Íþróttamiðstöðin Kleppjárnsreykjum Sundlaugin í Borgarnesi verður opin alla páskadagana frá kl. 9.00 – 18.00. Sjá Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi Sundlaugin í Húsafelli verður einnig opin um páskana en sundlaugin á Varmalandi er lokuð.

Vinnuskóli Borgarbyggðar – sumarstörf

adminFréttir

Vinnuskóli Borgarbyggðar óskar eftir umsóknum nemenda fyrir sumarið 2011. Vinnuskólinn er fyrir unglinga í 8. – 10. bekk og verður settur mánudaginn 6. júní n.k. kl. 9.00 í Félagsmiðstöðinni Óðali. Vinnutímabil skólans verður 4 vikur eða frá 6. júní til og með 5. júlí 2011. Daglegur vinnutími er frá kl. 8:30 – 16:00 alla virka daga nema föstudaga en þá er unnið til kl. 12:00. Vinnuskólinn verður með starfsstöðvar á

Flokksstjórastörf við vinnuskóla Borgarbyggðar

adminFréttir

Vinnuskóli Borgarbyggðar óskar að ráða flokksstjóra í Borgarnesi fyrir sumarið 2011. Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri, hafa gott lag á unglingum og vera þeim góð fyrirmynd í starfi. Í starfinu felst m.a. að leiðbeina nemendum vinnuskólans og kenna þeim öguð og rétt vinnubrögð við fjölbreytt störf. Vinnutímabilið er 6 vikur eða frá 30. maí til og með 8. júlí. Laun eru samkvæmt kjarasamningum launarnefndar sveitafélaga. Vinnustaðurinn er

Köttur í óskilum

adminFréttir

Grábröndótt ung læða með hvíta sokka og bringu er í vörslu dýraeftirlitsmanns. Hún fannst við Hrafnaklett í Borgarnesi. Eigandi er beðinn um að hafa samband við dýraeftirlitsmann, Sigurð Halldórsson í síma 435 1415.

Sumarvinna í Borgarnesi

adminFréttir

Búsetuþjónusta fatlaðra í Borgarnesi auglýsir eftir hressu og jákvæðu fólki sem er tilbúið til að aðstoða fólk með fötlun, jafnt í daglegu lífi, inni á heimilum og úti í samfélaginu. Starfið er vaktavinna og unnið er á morgun-, kvöld- og helgarvöktum. Laun samkvæmt kjarasamningum. Nánari upplýsingar gefur Hulda Birgisdóttir í síma 893-9280, kl. 8.00-16.00, virka daga.  

Styrkir til íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamála

adminFréttir

Borgarbyggð auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamála á árinu 2011. Um styrki geta sótt félög og aðrir aðilar sem sinna íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu eða hafa með höndum aðra sambærilega starfsemi. Umsóknum þurfa að fylgja yfirlit yfir fjárhagsstöðu síðasta árs, yfirlit yfir fjölda virkra iðkenda og aldursskiptingu þeirra, fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 og áætlanir um umfang starfsins. Úthlutunarreglur má finna á vef Borgarbyggðar¸ https://borgarbyggd.is/stjornsysla/samthykktir-og-reglur/.