Leiklistin blómstrar í Borgarbyggð

adminFréttir

Um þessar mundir eru margar skemmtilegar leiksýningar í gangi í Borgarbyggð og glæsileg Brúðuleikhúshátið í Borgarnesi nú um helgina. Ungmennafélag Reykdæla verður með tvær aukasýningar á „Með vífið í lúkunum“ í Logandi, fimmtu- og föstudagskvöld. Leikdeild Skallagríms verður með hádegissýningu á Ferðinni á heimsenda í Lyngbrekku á laugardag. Mr. Skallagrímsson birtist í Landnámssetri á föstudagskvöld og Leiklistarfélag MB býður upp á Power sýningu á „Mannsins myrka hlið“ á laugardagskvöld. Sýningar

Matjurtagarðar 2011

adminFréttir

Íbúum Borgarbyggðar gefst nú kostur á að leigja sér matjurtagarða fyrir sumarið. Garðarnir eru í landi Gróðrastöðvarinnar Gleymérei í Borgarnesi. Boðið er upp á tvær stærðir garða, 15 m2 á kr. 3.950 og 30 m2 á kr. 5.600. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Björgu Gunnarsdóttur, umhverfisfulltrúa í síma 437 1100 eða senda póst á netfangið bjorg@borgarbyggd.s. Auglýsingu má sjá hér.

Aðgerðaráætlun Orkuveitu Reykjavíkur

adminFréttir

Frá fundi ORÍ gær var kynnt aðgerðaráætlun sem á að tryggja rekstur Orkuveitu Reykjavíkur til frambúðar.Í áætluninni er gert ráð fyrir að verulega verði dregið úr framkvæmdum og viðhaldsverkefnum, eignir verði seldar, dregið verði úr rekstarkostnaði, gjaldskrár hækki og eigendur láni fyrirtækinu fjármagn.

Auglýsing um kjörskrá

adminFréttir

Kjörskrá Borgarbyggðar vegna þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer 9. apríl 2011 liggur frammi, á afgreiðslutíma, á skrifstofu Borgarbyggðar að Borgarbraut 14, frá og með 30. mars til og með 8. apríl. Skrifstofustjóri

Úthlutað úr Menningarsjóði Borgarbyggðar

adminFréttir

Stjórn menningarsjóðs Borgarbyggðar úthlutaði úr sjóðnum á fundi sínum þann 14. mars síðastliðinn. Við skoðun á umsóknum var lögð áhersla á grasrótarstarf í héraði. Umsóknir voru alls 32 talsins og hljóðuðu upp á 13 -15 milljónir. Úthlutað var kr. 2.000.000 til 20 verkefna. Eftirtaldir hlutu styrk úr sjóðnum:

Íbúafundur um landbúnaðarmál

adminFréttir

Landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar boðar til íbúafundar þar sem málefni landbúnaðarins verða til umræðu. Kynnt verður aðkoma sveitarfélagsins að þessum málaflokki. Hér gefst tækifæri til að ræða refa- og minkamálin, sorphirðuna og smalanir, svo fátt eitt sé nefnt. Fundurinn verður haldinn í Hjálmakletti, húsi Menntaskóla Borgarfjarðar, þann 28. mars og hefst kl. 20:30.  

Brúðuleikhúshátíð í Borgarnesi

adminFréttir

Helgina 31. mars – 3. apríl verður fyrsta alþjóðlega brúðuleikhúshátíðin haldin í Brúðuheimum, BIP (Borgarnes International Puppet Festival). Hátíðin er haldin í húsakynnum Brúðuheima í Englendingavík, en hún mun einnig teygja anga sína víðsvegar um gamla bæinn í Borgarnesi og glæða hann lífi með fjölbreyttum dagskráratriðum.

Fornbíla- og samgöngusafn

adminFréttir

Frá undirbúningshópi: Að undanförnu hafa nokkrir einstaklingar verið að huga að stofnun Samgöngusafns í héraðinu. Nú stendur til að stofna félag um fornbíla og samgöngusafn í Borgarfirði og stofnfundur verður haldinn fimmtudagskvöldið 24. mars kl. 19.30. Fundurinn verður í tilvonandi húsnæði félagsins í kjallara gamla sláturhússins í Brákarey í Borgarnesi. Allir áhugamenn um gamla bíla og samgöngur í Borgarfirði eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum og

Pílagrímsferð á 21. öld

adminFréttir

Af vef Safnahúss Borgarfjarðar: Í gær kom mikill heiðursgestur í Safnahús, Dr. Emily Lethbridge. Hún er í pílagrímsferð um Ísland á gömlum Land Rover og hefur undirbúningur ferðarinnar staðið yfir í langan tíma. Hluti þess var að dvelja á bóndabæ á Íslandi árið 2008 til að læra málið, en einnig hefur Emily kynnt sér tæknihlið bílsins vel til að geta sjálf annast viðhald og viðgerðir ef bilun kæmi upp.

Menningarráð Vesturlands úthlutar styrkjum

adminFréttir

Styrkjum til menningarstarfs fyrir árið 2011 hefur verið úthlutað hjá Menningarráði Vesturlands. Hæstu styrkina að þessu sinni hlutu Brúðuheimar í Borgarnesi, 1.250.000 krónur, vegna uppsetningar á verkinu Gamli maðurinn og hafið, brúðuleikhús fyrir fullorðna leikhúsgesti. Hjónin Bernd Ogrodnik og Hildur M Jónsdóttir reka Brúðuheima. Landnámssetur Íslands hlaut eina milljón í styrk til að setja upp „Töfrar heiðninnar“ fyrir börn og fullorðna, eftir Þór Túliníus í leikstjórn Peter Engkvist. Auður Hafsteinsdóttir