Menningarsjóður – umsóknarfrestur að renna út

adminFréttir

Frestur til að skila inn styrkumsóknum til Menningarsjóðs Borgarbyggðar rennur út miðvikudaginn 2. mars næstkomandi. Tilgangur sjóðsins er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félagasamtök. Styrkir eru verkefnatengdir. Umsóknareyðublað má finna á heimasíðu Borgarbyggðar: https://borgarbyggd.is/stjornsysla/umsoknir/

Til hamingju Gísli!

adminFréttir

Gísli tekur við blómum frá sveitarstjórnÍ tilefni tvennra Edduverðlauna Gísla Einarssonar fréttamanns, heimsóttu Páll Brynjarsson sveitarstjóri og Ragnar Frank Kristjánsson forseti sveitarstjórnar, Gísla á skrifstofu RÚV í Borgarnesi í gær og færðu honum blómvönd frá sveitarstjórn. Eins og kunnugt er var Gísli valinn sjónvarpsmaður ársins og Landinn, sem Gísli ritstýrir, var valinn frétta- og mannlífsþáttur ársins. Gísli er vel að þessum verðlaunum kominn og ánægjulegt fyrir okkur að starfsmaður RÚV

Slýdalstjörn til leigu

adminFréttir

Borgarbyggð óskar hér með eftir tilboðum í leigu á Slýdalstjörn sem er inn af Hraundal, nálægt Rauðkúlum á afrétti Álfthreppinga í Borgarbyggð. Tjörnin er um 8,7 ha að stærð og þar hefur verið nokkur silungsveiði. Akvegur er langleiðina að tjörninni og er ekið inn Grenjadal . Tjörnin verður leigð til og með árinu 2015 ef viðunandi tilboð fást. Í tilboði skal koma fram leigugreiðsla á ári. Áskilinn er réttur til

Gæludýraeftirlitsmaður norðan Hvítár

adminFréttir

Fyrir skömmu auglýsti Borgarbyggð eftir gæludýraeftirlitsmanni í u.þ.b. 10% starf fyrir svæðið norðan Hvítár og rann umsóknarfrestur út í gær, 21. febrúar 2011. Tíu aðilar spurðust fyrir um starfið og sjö sendu inn umsókn. Umsækjendur munu verða boðaðir í viðtal fljótlega.

Nemendur á Hvanneyri styðja Pálfríði

adminFréttir

Um árabil hafa nemendur Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri hannað og selt jólakort til styrktar góðu málefni. Að þessu sinni ákváðu þeir að verja ágóða af jólakortasölunni til þess að styðja við bakið á Pálfríði Sigurðardóttur frá Stafholtsey. Pálfríður gekkst undir erfiða hjartaaðgerð í Svíþjóð á dögunum en sonur hennar er nemandi í Grunnskóla Borgarfjarðar.www.gbf.is  

Málþing um atvinnumál

adminFréttir

Laugardaginn 26. febrúar næstkomandi mun Borgarbyggð standa fyrir málþingi í Reykholti um atvinnumál. Þingið hefst kl.13.00 og mun standa til 16.30. Ýmsir góðir gestir munu flytja erindi, en erindin eiga það felst sameiginlegt að fjalla um atvinnuuppbyggingu í Borgarfjarðardölum og uppbyggingu í sátt við umhverfið. Dagskrá þingsins má sjá hér og allir áhugasamir um atvinnumál í Borgarbyggð eru hvattir að koma á málþingið.  

Styrkir til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka

adminFréttir

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 16. maí 2007 reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Félög og félagasamtök geta nú sótt um styrk til greiðslu fasteignaskatts fyrir árið 2011. Umsóknarfrestur er til 10. maí 2011 og skal öllum umsóknum skilað til fjármálastjóra. Reglur og umsóknareyðublöð liggja frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar í Borgarnesi og á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is

Ingunn ráðin forstöðumaður íþróttamannvirkja

adminFréttir

Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar s.l. fimmtudag var samþykkt að ráða Ingunni Jóhannesdóttir í starf forstöðumanns íþróttamannvirkja. Ingunn var valin úr hópi 13 umsækjenda, en hún er leikskólakennari að mennt og hefur starfað í rúm 20 ár við leikskóla sveitarfélagsins síðast sem leikskólastjóri á Varmalandi.  

Menningarsjóður Borgarbyggðar

adminFréttir

Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Tilgangur hans er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félagasamtök. Styrkir eru verkefnatengdir. Umsókninni fylgi sundurliðuð kostnaðarætlun fyrir verkefnið ásamt greinargerð. Fyrir árslok afhendist sjóðsstjórn skýrsla um nýtingu styrksins. Umsóknir skulu berast til Emblu Guðmundsdóttur þjónustufulltrúa, skrifstofu Borgarbyggðar í Reykholti, 320 Reykholt,

Álagning fasteignagjalda

adminFréttir

Lokið er vinnu við álagningu fasteignagjalda í Borgarbyggð 2011 og hafa álagningarseðlar verið sendir til gjaldenda. Gjalddagar eru átta, þ.e. 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst og 15. september en eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga. Ef heildarfjárhæð er undir 15.000 krónum er einn gjalddagi og er hann 15. maí. Vakin er athygli á að ekki verða sendir greiðsluseðlar til annarra en