Snorrastofa – erindi um klaustrið í Bæ

adminFréttir

Sr. Flóki Kristinsson sóknarprestur á Hvanneyri flytur erindið Klaustrið í Bæ á árunum 1030 – 1049 í Snorrastofu, þriðjudaginn 1. febrúar kl. 20.30. Hugleiðingar um Hróðólf ábóta og hlutverk klaustursins.

Kennaratónleikar Tónlistarskóla Borgarfjarðar

adminFréttir

Kennaratónleikar Tónlistarskóla Borgarfjarðar verða í Borgarneskirkju fimmtudaginn 3. febrúar næstkomandi og hefjast kl. 20.30. Á dagskránni eru fjölbreytt tónlistaratriði og kynnir er Páll Brynjarsson sveitarstjóri. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Rúlluplastssöfnun 2011

adminFréttir

Tilkynning um söfnun á rúlluplasti í Borgarbyggð árið 2011 hefur verið send út sem dreifibréf til allra íbúa í dreifbýli Borgarbyggðar. Sjá tilkynninguna hér.   Sorphirða í Borgarbyggð: Upplýsingar af heimasíðu.

Ný sýning í Safnahúsi – stríðsárin í Borgarnesi

adminFréttir

Í anddyri bókasafns hefur nú verið sett upp sýning á ljósmyndum sem teknar voru í Borgarnesi á hernámsárunum 1940-1943. Sýningin var upprunalega stærri og víðar að, en myndirnar sem hér eru sýndar eru frá Borgarnesi. Sýningin verður uppi í nokkrar vikur og er opin á afgreiðslutíma bókasafnsins: alla virka daga frá kl. 13-18.

Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010 – 2022

adminFréttir

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 9. desember 2010 tillögu að Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, sem nær til alls sveitarfélagsins. Tillagan, ásamt umhverfisskýrslu, var auglýst og lá frammi til kynningar á skrifstofu sveitarfélagsins Borgarbraut 14 Borgarnesi, á heimasíðu sveitarfélagsins, www.borgarbyggd.is og á skrifstofu Skipulagsstofnunar frá frá 30. ágúst – 11. október 2010.

Dvalarheimilið 40 ára

adminFréttir

Dvalarheimili aldraðara í Borgarnesi fagnar fjörutíu ára afmæli sínu í ár. Af því tilefni verðu blásið til afmælishátíðar í Hjálmakletti næstkomandi laugardag, 29. janúar. Það var í janúar 1971 sem fyrstu íbúarnir, 15 manns, fluttu inn á heimilið. Stefnt er að því að afmælisárið verði viðburðaríkt og boðið verður upp á ýmsa viðburði árið á enda. Opinn umræðufundur um hvort samþætta eigi þjónustu á starfssvæði DAB verður í Hjálmakletti kl.

Atvinnumál kvenna – styrkir

adminFréttir

Þann 15. janúar var opnað fyrir umsóknir um styrki til atvinnumála kvenna. Ráðherra velferðarmála veitir styrkina, sem veittir hafa verið ár hvert síðan 1991, en umsjón með styrkveitingum hefur ráðgjafi Vinnumálastofnunar á Sauðárkróki. Sjá auglýsingu hér Konur sem hafa góðar viðskiptahugmyndir eða reka fyrirtæki og eru að þróa nýjar vörur eða þjónustu, geta sótt um styrki sem geta numið allt að 2 milljónum króna.

Bjössi – 100 ára minning

adminFréttir

Þann 14. janúar 2011 voru hundrað ár liðin frá fæðingu Björns Hjartar Guðmundssonar (Bjössa) sem smíðaði Bjössaróló. Af því tilefni hefur verið stillt upp í Safnahúsi verkfærum úr eigu Björns, gestabókum frá Bjössaróló auk fróðleiks um Bjössa. Hér má sjá mynd af góðum skrifum í gestabókina sem Bjössi hafði allaf til staðar á rólónum sínum.

Hljóðupptaka á fundum sveitarstjórnar

adminFréttir

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt að taka upp fundi sveitarstjórnar og hafa upptökurnar aðgengilegar á heimasíðu Borgarbyggðar. Þetta var gert í fyrsta sinn á 71. fundi sveitarstjórnarinnar sem haldinn var 13. janúar. Hljóðupptakan er aðgengileg á sama stað og skrifaða útgáfa fundargerðar fundarins og er hægt að smella hér til að sjá fundargerðina. Byrjunin á þessu gekk þó ekki alveg hnökralaust og urðu tæknileg vandamál þess valdandi að upptakan misfórst í