Laust starf kennara

adminFréttir

Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir kennara til starfa upp úr miðjum febrúar 2011 á Varmalandi v/ fæðingarorlofs. Um er að ræða umsjónakennslu í 5.-6.bekk. Húsnæði á staðnum. Nánari upplýsingar gefur Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri í síma 430-1514/847-9262

Laus staða sálfræðings

adminFréttir

Sálfræðingur óskast í 70% starf við félagsþjónustu Borgarbyggðar. Um er að ræða nýja stöðu vegna yfirtöku sveitarfélaga á þjónustu við fatlaða. Helstu verkefni eru þjónusta við börn og fjölskyldur og barnavernd.

Frá Umhverfis- og skipulagsnefnd

adminFréttir

Á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Borgarbyggðar þann 15. nóvember síðastliðinn voru, meðal annars, til umfjöllunar erindi frá Orkustofnun og Fiskistofu.  

Tilkynning frá sýslumanni

adminFréttir

Það tilkynnist hér með að þar sem réttur eigandi hefur gefið sig fram og leyst hestinn til sín, verður ekkert af uppboði óskilahests, sem fram átti að fara fimmtudaginn 2. desember 2010 kl. 17:00 í Reiðhöllinni að Vindási (Faxaborg) norðan við Borgarnes. Borgarnesi 29. nóvember 2010. F.h. Sýslumannsins í Borgarnesi. Jón Einarsson, fulltrúi  

Sýning á verkum Birgis Björnssonar

adminFréttir

Næstkomandi þriðjudag kl. 17.00 verður opnuð í Safnahúsi sýning á málverkum eftir Borgnesinginn Birgi Björnsson. Um er að ræða sölusýningu í samstarfi Safnahúss og körfuboltadeildar Skallagríms, sem á verkin og rennur allur söluhagnaður af þeim til starfsemi hennar. Myndirnar á sýningunni eru gjöf til deildarinnar frá fjölskyldu Birgis, en hann lést í árslok 2009. Sýningin mun standa til 14. desember n.k.

Styrkir til úrbóta á ferðamannastöðum

adminFréttir

Ferðamálastofa auglýsir styrki til úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2011. Sérstök áhersla verður lögð á öryggismál á ferðamannastöðum, verkefni þar sem heildrænt skipulag og langtímamarkmið eru höfð að leiðarljósi og aðgengi fyrir alla. Umsóknarfrestur er til og með 20. desember 2010. Nánari upplýsingar  

Kveikt á jólatré Borgarbyggðar

adminFréttir

Kveikt verður á jólatré Borgarbyggðar við hátíðlega athöfn á Kveldúlfsvelli í Borgarnesi sunnudaginn 28. nóvember kl. 17.00 Dagskrá : Ávarp Björns Bjarka Þorsteinssonar formanns byggðarráðs Borgarbyggðar Jólasveinarnir koma af fjöllum og gleðja börnin – jólatónlist Heitt kakó veitt á staðnum Komið og njótið andrúmslofts aðventunnar Borgarbyggð * Ef veður er slæmt verður athöfninni frestað, vinsamlegast leitið upplýsinga samdægurs hér á heimasíðunni.  

Jólatónleikar Tónlistarskóla Borgarfjarðar

adminFréttir

Miðvikudaginn 8. desember næstkomandi hefst jólatónleikaröð Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Fyrstu tónleikarnir verða í Logalandi í Reykholtsdal og hefjast þeir kl. 20.30. Nemendur Tónlistarskólans heimsækja félagsstarf eldri borgara föstudaginn 10. desember kl. 13.30. Smellið hér til að sjá auglýsingu um jólatónleikaröð Tónlistarskólans.

Stjórnlagaþingskosningar í Borgarbyggð

adminFréttir

Kosningar til stjórnlagaþings fara fram 27. nóvember n.k. Á kjörskrá í Borgarbyggð eru allir sem voru með lögheimili í sveitarfélaginu 6. nóvember s.l og uppfylla öll skilyrði laga um kosningarétt í kosningum til Alþingis sbr. lög nr. 24/2000.   Kjörstaðir í Borgarbyggð verða 6 eins og verið hefur en vakin er athygli á að ekki er sami opnunartími á öllum stöðunum.   Kjósendur eru hvattir til að athuga í hvaða

„Hátíð fer að höndum ein“

adminFréttir

Kammerkór Reykjavíkur verður með tónleika í Reykholtskirkju sunnudaginn 28. nóvember 2010 kl. 17.00. Stjórnandi er Sigurður Bragason, orgelleikari Bjarni Þ. Jónatansson. Einsöngvarar koma úr röðum kórfélaga. Á efnisskránni er íslensk og erlend kirkjutónlist sem að stórum hluta tengist jólum og aðventu.