Nýr framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar

adminFréttir

Nýr framkvæmdastjóri, Hrönn Jónsdóttir, hefur verið ráðinn til starfa hjá Ungmennasambandi Borgarfjarðar. Kristján Guðmundsson sem verið hefur framkvæmdastjóri undanfarið hætti störfum nú í haust og settist á skólabekk. Hrönn hefur þegar hafið störf. Formlegur opnunartími skrifstofu sambandsins er mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13.00-15.00. Þess utan er starfsmaður alla jafna mikið á skrifstofunni og sjálfsagt mál að kíkja í heimsókn.

Fundur um nýja kosti í ylrækt

adminFréttir

Næstkomandi laugardag 2. október, boðar Framfarafélag Borgfirðinga til kynningarfundar um ylrækt. Þórhallur Bjarnason garðyrkjubóndi á Laugalandi segir frá ylrækt í héraðinu og vannýttum möguleikum innan húss sem utan. Fundurinn fer að venju fram í Logalandi og hefst hann klukkan 14.00. Framfarafélag Borgfirðinga hvetur fólk til að mæta og taka þátt í umræðum. Á staðnum verða seldar kaffiveitingar.

Guitar Islancio og Egill Ólafsson í Logalandi

adminFréttir

Tríóið Guitar Islancio mun ásamt Agli Ólafssyni söngvara halda tónleika í Logalandi fimmtudaginn 30. september næstkomandi og hefjast þeir kl. 20.00. Egill og þeir félagar í Guitar Islancio munu meðal annars leita í smiðju Sigfúsar Halldórssonar og Bítlanna. Sjá nánar hér.

Endurvinnslutunnurnar væntanlegar

adminFréttir

Eins og kunnugt er var sorphirða í Borgarbyggð nýlega boðin út og í kjölfar þess var ákveðið að semja við Íslenska gámafélagið ehf. um sorphirðu í sveitarfélaginu. Í nýjum samningi er það almenn regla að tvær tunnur verði við hvert heimili í þéttbýli. Annars vegar tunna fyrir óflokkað sorp og hins vegar tunna fyrir sorp sem má endurvinna. Óflokkað sorp verður í framtíðinni losað á hálfsmánaðar fresti og flokkað sorp

Köttur í óskilum

adminFréttir

Óskilaköttur er í vörslu gæludýraeftirlitsmanns. Hann var handsamaður í Borgarnesi þann 26. september. Kötturinn er ómerktur, grábröndótt og blesótt læða. Hann er ungur og lítill, jafnvel ekki fullvaxinn. Eigandi þessa kattar er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Sigurð Halldórsson í síma 868-1916 eða 435-1415. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu Borgarbyggðar í síma 433-7100.

Endurreikningi afsláttar á fasteignaskatti lokið

adminFréttir

  Samkvæmt reglum Borgarbyggðar eiga tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar sem eiga lögheimili í Borgarbyggð rétt á afslætti af fasteignaskatti. Afslátturinn nær til íbúðarhúsnæðis sem viðkomandi býr sjálfur í. Afslátturinn ræðst af tekjum undanfarins árs. Hann er reiknaður til bráðabirgða við álagningu fasteignagjaldanna, út frá öllum skattskyldum tekjum einstaklings eða hjóna/sambúðarfólks, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekjum samkvæmt síðasta skattframtali. Þegar afslátturinn var reiknaður í upphafi árs 2010 lá fyrir skattframtal með tekjum

Fundur um málefni Borgarness

adminFréttir

Neðribæjarsamtökin í Borgarnesi gangast fyrir opnum kynningarfundi mánudagskvöldið 27. september á Hótel Borgarnesi. Efni fundarins eru umræður um starf og stefnu samtakanna, en þau eru nokkurs konar hollvinasamtök gamla miðbæjarins í Borgarnesi.Fundurinn hefst kl. 20.30 og allir þeir sem bera hag Borgarness fyrir brjósti eru hjartanlega velkomnir.

Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar

adminFréttir

Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar voru afhentar í Mennta- og menningarhúsinu í Borgarnesi í gærkvöldi. Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar eru veittar árlega og auglýst er eftir tilnefningum á hverju vori. Fenginn er hópur fólks til að skoða þá staði sem tilnefndir eru. Sá hópur leggur fram tillögu til umhverfisnefndar um hver eigi að hljóta viðurkenningu í hverjum flokki. Að þessu sinni bárust 15 tilnefningar og eftirtaldir hlutu viðurkenningarskjöl og rósir: 1. Myndarlegasta bændabýlið 2010. Arnbjargarlækur.

Bæklingur um félagsstarf eldri borgara

adminFréttir

Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum og Félag eldri borgara í Borgarnesi og nágrenni hafa gefið út bækling með upplýsingum um vetrardagskrá félaganna. Bæklingurinn verður borinn í hús en hann má einnig skoða hér.

Íbúafundur í kvöld um breytingar á sorphirðu í Borgarbyggð. Í lok fundar verða umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar veittar

adminFréttir

Í kvöld, fimmtudaginn 23. september verður haldinn íbúafundur um breytingar á sorphirðu í Borgarbyggð, kl. 20:00 í Menntaskólanum í Borgarnesi. Sjá hér auglýsingu sem send var sem dreifibréf á öll heimili í sveitarfélaginu.   Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar verða veittar í lok fundar. Allir þeir sem tilnefningu fengu hafa verið boðaðir á fundinn.