Dúkkulísa í Logalandi – árshátíð Grunnskóla Borgarfjarðar

adminFréttir

Leikhópurinn_áhs Árshátíð unglingadeildar Grunnskóla Borgarfjarðar verður haldin í Logalandi miðvikudaginn 2. júní kl 20.00. Nemendur munu sýna leikritið Dúkkulísa eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann í leikstjórn Ásu Hlínar Svavarsdóttur. Dúkkulísa er fremur opinskátt leikverk um unglinga í nútímasamfélagi á Íslandi sem verða að takast á við lífið í hinum ýmsu myndum. Verkið tengist forvarnarverkefni um barneignir unglinga sem m.a. var í boði á seinasta ári í skólanum. Það sem er

Börn í 100 ár opnuð fyrir sumarið

adminFréttir

Á morgun hefst sumaropnun sýningarinnar Börn í 100 ár, fastasýningar Safnahúss. Verður hún opin alla daga frá 13-18 fram til 1. september. Sýningin er hönnuð af Snorra Frey Hilmarssyni leikmyndateiknara og hefur hlotið mikið lof þeirra sem hana hafa séð, ekki síst fyrir frumlegt og óvenjulegt sjónarhorn á sögu Íslands á 20. öld þar sem hún er tengd lífi og umhverfi barnanna í landinu. Hið sjónræna er haft í fyrirrúmi

Úrslit sveitarstjórnarkosninganna í Borgarbyggð

adminFréttir

Úrslit sveitarstjórnarkosninganna í Borgarbyggð voru þessi:   Á kjörskrá voru 2.491 og atkvæði greiddu 1.892 sem er 76% kjörsókn.   Atkvæði féllu þannig: A-listi Svartalistans fékk 110 atkvæði og engan mann kjörinn. B-listi Framsóknarflokksins fékk 456 atkvæði og 2 menn kjörna. D-listi Sjálfstæðisflokksins fékk 460 atkvæði og 3 menn kjörna. S-listi Samfylkingarinnar fékk 350 atkvæði og 2 menn kjörna. V-listi Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð fékk 335 atkvæði og 2 menn

Kjördeildir í Borgarbyggð

adminFréttir

AUGLÝSING UM SKIPAN Í KJÖRDEILDIR Í BORGARBYGGÐ Við sveitarstjórnarkosningar laugardaginn 29. maí 2010 er skipan í kjördeildir í Borgarbyggð sem hér segir: Borgarneskjördeild í Menntaskólanum í Borgarnesi Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Langár og Gljúfurár. Kjörfundur hefst kl. 9.00 og lýkur kl. 22.00 Lindartungukjördeild í félagsheimilinu Lindartungu Þar kjósa íbúar í fyrrum Kolbeinsstaðahreppi. Kjörfundur hefst kl. 12.00 og lýkur kl. 20.00 Lyngbrekkukjördeild í félagsheimilinu Lyngbrekku Þar kjósa íbúar á

Fjórir sölustaðir stóðust sígarettuprófið – einn féll

adminFréttir

Samstarfshópur um forvarnir í Borgarbyggð stóð í gær fyrir skyndikönnun á sölu á tóbaki til ungmenna undir 18 ára aldri. Unglingar undir lögaldri fóru á fimm staði í Borgarnesi og báðu um sígarettupakka. Í verslun Hyrnunnar, afgreiðslustöðum N1, Shell og Olís var unglingunum neitað um afgreiðslu, en í Samkaup voru sígaretturnar afgreiddar. Enginn þeirra sem vann við tóbaksafgreiðslu var undir 18 ára aldri. Þrátt fyrir þessa einu undantekningu telur samstarfshópurinn

Samningar um stækkun Dvalarheimilisins í Borgarnesi undirritaðir

adminFréttir

Í gær voru undirritaðir samningar á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi vegna byggingar við heimilið. Fyrirhugað er að byggja 32 hjúkrunarrými og verður nýbyggingin um 2500 fermetrar á þremur hæðum en grunnflöturinn 850 fermetrar. Fyrst skrifuðu Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra og Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri undir samning um að Borgarbyggð taki að sér verkefnið fyrir hönd ríkisins. Borgarbyggð verður framkvæmdaaðili en að dvalarheimilinu standa auk Borgarbyggðar, Skorradalshreppur, Eyja- og Miklaholtshreppur og

Dansstúdíó í Mennta- og menningarhúsi

adminFréttir

Nýverið var undirritaður samningur milli Borgarbyggðar og Evu Karenar Þórðardóttur danskennara um leigu á sal í Mennta- og menningarhúsinu í Borgarnesi. Eva Karen tekur á leigu 350fm sal í kjallara hússins og þar mun hún innrétta dansstúdíó sem hún hyggst opna næsta haust. Dansíþróttin hefur undanfarin ár notið mikilla vinsælda hér í Borgarbyggð ekki síst fyrir tilstilli Evu Karenar en hún hefur sinnt danskennslu af miklum dugnaði. Stórir hópar fólks

Nafn á nýja skólann

adminFréttir

Undanfarnar vikur hefur verið unnið af fullum krafti að sameiningu Varmalandsskóla og Grunnskóla Borgarfjarðar. Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri Varmalandsskóla hefur verið ráðin skólastjóri hins nýja skóla og tók hún til starfa um miðjan apríl. Finna þarf skólanum nafn og hafa skólaráð leitað til nemenda og foreldra barna við skólana eftir hugmyndum. Nú hefur sveitarstjórn ákveðið að framlengja frestinn til að skila inn hugmyndum að nafni á skólann og hvetur íbúa

Sumarsmiðjur Tómstundaskólans

adminFréttir

Tómstundaskólinn í Borgarnesi auglýsir nú þær sumarsmiðjur sem verða í boði í sumar. Í boði eru fjölbreytt námskeið s.s. dansnámskeið, útivistar- og leikjanámskeið, föndurnámskeið og námskeið fyrir nammigrísi. Smiðjurnar eru ætlaðar börnum í 1. til 7. bekk grunnskóla og eru ætlaðar öllum börnum á þessum aldri í Borgarbyggð. Auglýsingu um sumarsmiðjurnar má sjá hér.

Geiturnar á Háafelli vekja lukku

adminFréttir

Á Háafelli í Hvítársíðu er eins og kunnugt er búið með geitur og er bærinn mikilvægur hlekkur í viðhaldi íslenska geitastofnsins. Það er Jóhanna Þorvaldsdóttir sem býr með geiturnar og annast hún þessar gæfu og fallegu skepnur af stakri natni. Nokkuð er um að hópar fái að koma að Háafelli og skoða geiturnar og gefur Jóhanna sér þá tíma til að veita fræðslu um þetta merkilega og sjaldgæfa kyn.