Bókun Byggðarráðs um vegaframkvæmdir

adminFréttir

Á fundi sínum síðastliðinn miðvikudag ræddi Byggðarráð Borgarbyggðar um framkvæmdir Vegagerðarinnar í Borgarbyggð. Svohljóðandi bókun var samþykkt á fundinum: „Byggðarráð Borgarbyggðar hvetur ríkisstjórn og Alþingi til að gæta sem mests jafnræðis milli landshluta þegar horft verður til vegaframkvæmda og tryggja að fé sé veitt til nauðsynlegs viðhalds þess vegakerfis sem byggt hefur verið upp á undanförnum áratugum. Það er umhugsunarefni hvort þjóðarbúið hafi efni á að vegir í dreifbýli grotni

Uppreisn Æru í Menntaskóla Borgarfjarðar

adminFréttir

Leikfélag Menntaskóla Borgarfjarðar frumsýnir leikritið Uppreisn Æru á Hátíðarsal skólans föstudaginn 30. maí kl. 20:00. Leikritið Uppreisn Æru er eftir Ármann Guðmundsson og í leikstjórn Ásu Hlínar Svavarsdóttur. Leikritið er grátbroslegur gamanleikur, spaugileg ádeila á sjálfhverfan nútímamanninn. Næstu sýningar verða 2. 6. og 9. maí. 2 og 6. maí hefjast sýningar kl. 20.00 en þann 9. maí hefst sýningin kl. 16.00 Miðapantanir eru í síma 8488668 (Logi) og í síma

Bæklingur um hættu á heilsutjóni vegna gosösku

adminFréttir

Fjölmiðlateymi Samhæfingarstöðvar Almannavarna hefur tekið saman bækling sem nefnist „Hætta á heilsutjóni vegna gosösku – Leiðbeiningar fyrir almenning“. Bæklingurinn er þýddur úr ensku og í hann settar íslenskar myndir með góðfúslegu leyfi Morgunblaðsins. Hann er þýddur, yfirlesinn og útgefinn í samvinnu Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, Rauða Kross Íslands, Landspítala og Landlæknis / Sóttvarnalæknis. Bæklingurinn er að sögn fjölmiðlateymisins ekki fullkominn en þegar færi gefst mun „ritstjórn“ þessara stofnana koma saman og vinna

UNIFEM kynning og skemmtun

adminFréttir

Mikið verður um dýrðir í Landnámssetri Íslands á fimmtudagskvöldið þegar dagskrá tileinkuð störfum UNIFEM um víða veröld fer þar fram. UNIFEM á Íslandi beinir um þessar mundir sjónum sínum að vitundarvakningu um málefni kvenna í þróunarlöndum og á stríðshrjáðum svæðum meðal almennings á Íslandi. Nú er ferðinni heitið í Borgarnes þar sem öflugir sjálfboðaliðar hafa tekið höndum saman og boðað til kynningar á málstað UNIFEM. Sjá nánar hér.  

Afmælishátíðin gengur frábærlega

adminFréttir

Loksins alvöru rokktónleikar í BorgarnesiFrábær stemning hefur verið á þriggja daga afmælishátinni í Óðali en félagsmiðstöðin fagnar 20 ára starfsafmæli sínu í þessari viku.   Sýning sem unglingarnir settu upp í Óðal hefur verið mjög vel sótt og margir haft gaman af. Afmælistónleikar í menningarsal menntaskólans voru svo í gær og þar fór vinsælasta tónleikaband landsins Dikta á kostum og þurftu þeir að spila mörg aukalög fyrir ánægða tónlistagesti. Næsta

Kynningarfundur um norræna og evrópska menningarsjóði

adminFréttir

Menningarráð Vesturlands, í samstarfi við Norrænu upplýsingaskrifstofuna á Akureyri, Norræna húsið og Upplýsingaþjónustu menningaráætlunar Evrópusambandsins, boðar til kynningarfunda á norrænum og evrópskum menningarsjóðum. Fundirnir verða haldnir í Hvíta bænum í Borgarnesi 26. apríl kl. 11,oo – 13,oo og á Ráðhúsloftinu Stykkishólmi 26. apríl kl. 15,oo – 17,oo.

Hundur í óskilum

adminFréttir

Óskilahundur er í vörslu gæludýraeftirlitsmanns. Hann var handsamaður í nágrenni Grunnskólans í Borgarnesi. Hundurinn er svartur og brúnn á litinn. Hann er með svarta ól með silfurrönd um hálsinn, en ómerktur. Eigandi hundsins er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Sigurð Halldórsson í síma 868-1916 eða 435-1415. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu Borgarbyggðar í síma 433-7100 / 868-0907.

Verndum þau – námskeið í Borgarnesi

adminFréttir

Námskeið undir yfirskriftinni Verndum þau verður haldið í Borgarnesi þriðjudaginn 27. apríl. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem starfa með börnum og unglingum. Á námskeiðinu lærir fólk að þekkja einkenni ofbeldis og vanrækslu gegn börnum og hvernig bregðast skuli við ef grunur um slíkt kemur upp. Sjá auglýsingu hér.  

Kátir krakkar í Safnahúsi Borgarfjarðar

adminFréttir

mynd_GJKrakkar í útskriftarhópi frá leikskólanum Klettaborg voru glaðir í bragði þegar þeir komu til að skoða sýningu nemenda Varmalandsskóla í Safnahúsi Borgarfjarðar. Mest þótti þeim til um stóra fjallið með fossinum, þar sem útilegumaðurinn Fjalla-Eyvindur bjó með fjölskyldu sinni af því hann var útilegumaður. Einnig má á sýningunni sjá ýmis konar fjöll og tröll auk þess sem lesa má skemmtilega sögu sem nemendurnir hafa skrifað.

Frá íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi

adminFréttir

Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi verður lokuð frá kl. 15.00 næstkomandi föstudag 23. apríl vegna námskeiðs starfsfólks. Sundlaugin verður einnig lokuð og æfingar sem hefjast áttu eftir kl. 15.00 falla niður.