Söngkeppni í MB frestað

adminFréttir

Sveinn Arnar vann í fyrraSöngkeppni og tónlistarveisla sem Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar og Ungmennahúsið Mímir setja saman upp og vera átti í kvöld í MB hefur verið frestað vegna veðurs.   Til stendur að halda keppnina þriðjudaginn 23. feb. kl. 20.00 á sama stað og eru allir hvattir til að mæta þá. Stjórnin.

Tónleikum frestað

adminFréttir

Tónleikunum sem áttu að vera í dag í Tónlistarskóla Borgarfjarðar í tilefni af Degi tónlistarskólanna er frestað til mánudagsins 1. mars.

Brák frestar fundi

adminFréttir

Aðalfundi Björgunarsveitarinnar Brákar sem vera átti þann 3. mars næstkomandi hefur verið frestað af óviðráðanlegum ástæðum. Fundurinn verður auglýstur aftur með minnst 7 daga fyrirvara bæði með auglýsingum um bæinn og boðaður út á félagsmenn eins og lög gera ráð fyrir.

Ístölt á sunnudaginn

adminFréttir

Hestamannafélagið Faxi heldur opið ístölt sunnudaginn 28. febrúar kl. 13.00 á Vatnshamravatni. Keppt verður í þremur flokkum: 17 ára og yngri (hægt tölt og fegurðartölt) 2. flokkur (hægt tölt og fegurðartölt) 1. flokkur (hægt tölt, hraðabreytingar og fegurðartölt) Skráning á staðnum til kl. 12:45.  

Fuglasýning í Safnahúsi Borgarfjarðar

adminFréttir

mynd_GJ Opnuð hefur verið sýning á uppstoppuðum fuglum í Safnahúsinu í Borgarnesi. Um er að ræða uppstillingu vegna flokkunarvinnu við Náttúrugripasafn Borgarfjarðar og verður sýningin opin fram að páskum alla virka daga frá kl. 13.00 – 16.00 eða á öðrum tímum samkvæmt samkomulagi. Á staðnum eru fræðibækur um fugla svo hægt er að spreyta sig á að greina tegundirnar. Við þetta má bæta að Safnahús er staðsett við ströndina þar

Gullna hliðið hjá Skallagrími

adminFréttir

Leikdeild Ungmennafélagsins Skallagríms er þessa dagana að æfa leikritið Gullna Hliðið eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og er áætluð frumsýning þann 5. mars næstkomandi.Það eru fjölmargir sem taka þátt í sýningunni á einn eða annan hátt, leikarar eru um 20 talsins og fjölmargir aðrir taka þátt í uppsetningunni. Leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson en hann er leikdeildinni að góðu kunnur enda hefur hann leikstýrt hópnum tvisvar áður.Æfingar standa yfir þessa dagana

Matjurtagarðar til leigu

adminFréttir

Íbúum Borgarbyggðar gefst kostur á að taka á leigu matjurtagarða til að rækta sitt eigið grænmeti í sumar. Matjurtagarðarnir eru í landi Gróðrarstöðvarinnar Gleymérei í Borgarnesi og við gömlu loðdýrahúsin á Hvanneyri. Þeir sem hafa áhuga á að leigja sér matjurtagarð í Borgarnesi eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Björgu Gunnarsdóttur, umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa Borgarbyggðar í síma 433-7100 eða með því að senda póst á netfangið bjorg@borgarbyggd.is Þeir sem

Samkeppni um nafn á reiðhöllina

adminFréttir

Ákveðið hefur verið að formleg vígsla Reiðhallarinnar við Vindás í Borgarnesi fari fram sunnudaginn 7. mars næstkomandi. Í aðdraganda vígslunnar hefur einnig verið ákveðið að fram fari samkeppni um nafn á húsið. Nafnanefndin er skipuð þeim Kristjáni Gíslasyni formanni, Sigurði Oddi Ragnarssyni og Magnúsi Magnússyni. Verðlaun verða veitt fyrir tillögu að nafni sem valið verður. Ef fleiri en ein tillaga berst um sama nafnið, verður dregið um vinningshafa. Hér með

Söngvakeppni

adminFréttir

Nú vinna ungmennin í Mími ungmennahúsi og nemendafélagi menntaskólans sameiginlega að undirbúningi söngkeppni/hátíðar sem fram fer næsta fimmtudag í sal menningarhússins. Stífar æfingar standa yfir í nýja hljómsveitaræfingahúsnæðinu í ungmennahúsinu. Í síðustu viku var lokið við að hljóðeinangra aðstöðuna þar með sérstökum hljóðgildrum og tókst frábærlega. Í viðbót við tækjakostinn sem þau hafa þegar safnað sér keypti húsráð ungmennahúss glænýjan bassamagnara í síðustu viku sem nú kemur sér vel að

9. bekkur bónar og þrífur

adminFréttir

Nemendur í 9. bekk Grunnskólans í Borgarnesi ætla að þrífa og bóna bíla í húsnæði BM Vallár, laugardaginn 27. febrúar næstkomandi. Krakkarnir eru að safna fyrir útskriftarferð sem farin verður á haustdögum 2010. Þeim sem vilja fá bílinn sinn þrifinn og bónaðann er bent á að hafa samband við Kristinn í síma 617 5313 eða Arnar í síma 617 5303 og panta tíma. Sjá auglýsingu hér.