Við áramót

adminFréttir

Við áramót er hollt og gott að líta yfir farinn veg og rifja upp og meta hverju árið sem senn er á enda hefur skilað og spyrja „höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg“. Í þessum stutta pistli ætla ég að tæpa á því helsta sem unnið hefur verið að á vettvangi sveitarfélagsins á árinu. Undanfarin tvö ár hafa borið þess merki að fjárhagsstaða Borgarbyggðar hefur verið erfið.

Fréttablaðskassar teknir niður

adminFréttir

Fréttablaðskassar sem er að finna í Borgarnesi, verða teknir niður miðvikudaginn 29. desember. Þetta er gert vegna aukinnar hættu á skemmdum um áramótin. Kassarnir verða aftur settir upp á nýju ári.

Flugeldasala björgunarsveitanna

adminFréttir

Björgunarsveitir í Borgarbyggð verða að vanda með flugeldasölu nú fyrir áramótin. Flugeldasalan er stærsti þátturinn í tekjuöflun björgunarsveitanna. Styðjum þeirra góða starf og kaupum flugeldana í heimabyggð. Björgunarsveitin Ok verður með flugeldasölu í húsi Bútæknideildar á Hvanneyri og í Blómaskálanum á Kleppjárnsreykjum. Björgunarsveitirnar Heiðar og Brák verða með sína sölu í Pétursborg í Brákarey.

Hundrað ár í Borgarnesi

adminFréttir

Skömmu fyrir jól minntist Vegagerð ríkisins hundrað ára starfsafmælis í Borgarnesi en það var árið 1910 sem Guðjón Bachmann brúasmiður og verkstjóri fluttist í Borgarnes og hóf þar störf við vegagerð. Af þessu tilefni afhenti stofnunin Byggðasafni Borgarfjarðar líkan af gömlu Hvítárbrúnni, sem þótti á sínum síma mikið verkfræðiafrek og er enn mikil héraðsprýði. Líkanið er í hlutföllunum 1:42 og er smíðað af Erling M. Andersen.

Gleðileg jól

adminFréttir

Jólakveðja Sveitarstjórn og starfsfólk Borgarbyggðar senda íbúum Borgarbyggðar og landsmönnum öllum, bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.

Gjafabréf í sund

adminFréttir

Jólagjöfin í ár gæti verið gjafabréf í sund og þrek sem nú er á sérstöku jólatilboði í íþróttamiðstöðinni Borgarnesi til jóla. Um er að ræða mánaðarkort á 4.500 kr. í stað 5.700 kr. Kortin fást í afgreiðslu íþróttamiðstöðvarinnar. Verðskrá íþróttamiðstöðva hækkar um áramót að jafnaði um 7% og tekið verður upp barnagjald fyrir aldraða og öryrkja. Munið okkar vinsæla jólabað fyrir hádegi á aðfangadag. Gleðileg jól.  

Vegagerðin í Borgarnesi 100 ára

adminFréttir

Þriðjudaginn 21. desember verður þess minnst að í ár eru 100 ár síðan Vegagerðin hóf formlega starfsemi í Borgarnesi. Af því tilefni verður opið hús í Safnahúsinu í Borgarnesi þar sem Vegagerðin mun m.a. færa Byggðasafni Borgarfjarðar líkan af Hvítárbrúnni til varðveislu. Húsið opnar kl.16.00.   Allir velkomnir. Vegagerðin og Borgarbyggð  

Líflegt tónlistarlíf í Borgarbyggð

adminFréttir

Mjög líflegt tónlistarlíf hefur einkennt aðventuna það sem af er. Fjölmargir kórar, söngvarar, hljómsveitir og tónlistarskólanemar hafa haldið jólatónleika vítt og breytt um héraðið. Í dag og á morgun verða tónleikar í Borgarneskirkju, Landnámssetri og Reykholtskirkju. Náttsöngvar Samkórs Mýramanna og kórs Menntaskólans verða í Borgarneskirkju í kvöld, fimmtudag og hljómsveitin Brother Grass verður í Landnámssetri. Á föstudagskvöld verða jólatónleikar Jóhönnu Guðrúnar í Reykholtskirkju og hefjast kl. 20.00.

Þetta land á þig – sýning í Safnahúsi

adminFréttir

Á morgun, fimmtudaginn 16. des. kl. 17.00 verður opnuð ljósmyndasýning í anddyri bókasafns í Safnahúsi. Um er að ræða myndir úr Borgarfirði, verk Írisar Stefánsdóttur ljósmyndara. Heiti sýningarinnar er úr kvæðinu Fylgd eftir Guðmund Böðvarsson skáld frá Kirkjubóli, en Íris dvaldi oft í Hvítársíðu í sumarhúsi fjölskyldu sinnar og á þaðan góðar minningar.

Þjónusta við fatlaða til sveitarfélagsins

adminFréttir

Um næstu áramót mun félagsþjónusta Borgarbyggðar taka yfir þá þjónustu sem Svæðisskrifstofa fatlaðra á Vesturlandi hefur veitt fötluðu fólki og fjölskyldum þess. Rétt er að undirstrika að sú þjónusta sem nú er fyrir hendi breytist ekki að öðru leyti en því, að í stað þess að leita til Svæðisskrifstofu snýr fólk sér til félagsþjónustunnar.