Gleðilegt ár!

adminFréttir

Sveitarstjórn og starfsfólk Borgarbyggðar senda íbúum Borgarbyggðar og landsmönnum öllum bestu óskir um gleði og gæfuríkt nýtt ár og þakkar góð samskipti á liðnu ári.

Fréttatilkynning

adminFréttir

Fulltrúar í sveitarstjórn Borgarbyggðar sem unnið hafa saman í svokallaðri “þjóðstjórn” undanfarna mánuði hafa ákveðið að slíta því samstarfi í ljósi þess að ekki hefur náðst samkomulag um áherslur við vinnu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010.   Björn Bjarki Þorsteinsson Finnbogi Rögnvaldsson Sveinbjörn Eyjólfsson    

Líkan af Pourquoi-pas? í Safnahús

adminFréttir

Nýverið var Safnahúsi Borgarfjarðar fært að gjöf líkan af franska rannsóknaskipinu Pourquoi-pas? Um er að ræða afar vandaða módelsmíði, en skipið er sett saman og gefið af Skúla Torfasyni. Skúli starfar sem tannlæknir og er nú um stundir starfandi sem slíkur í Noregi. Hann hefur varið nokkrum hundruðum vinnustunda í gerð líkansins.

Síðustu æfingar ársins

adminFréttir

Frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa: Gleðilegt ár! Nú fara síðustu æfingar ársins fram og þá er gjarnan létt yfir íþróttafólki og keppnisskapið víkur fyrir leikgleðinni þessa síðustu daga ársins.Það gerði það minnsta kosti hjá þessum kátu knattspyrnumönnum sem tóku í dag, sína síðustu æfingu á árinu í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Þarna eru margir reyndir knattspyrnujaxlar sem koma árlega saman rétt fyrir áramót og gleðjast í góðum leik. Meðal þessara reyndu Skallagrímsmanna

Flugeldasala björgunarsveitanna

adminFréttir

Nú er hafin flugeldasala hjá björgunarsveitum í Borgarbyggð. Flugeldasalan er stærsti þátturinn í tekjuöflun björgunarsveitanna. Styðjum þeirra góða starf og kaupum flugeldana í heimabyggð. Björgunarsveitirnar Heiðar og Brák eru með sína sölu í Pétursborg í Brákarey en Björgunarsveitin Ok í Bútæknihúsinu á Hvanneyri og við Blómaskálann á Kleppjárnsreykjum. Auglýsingu um opnunartíma má sjá hér.

Úthlutað úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar

adminFréttir

Nanna EinarsdóttirÚthlutað var úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar stúdents við hátíðlega athöfn í Skólabæ mánudaginn 21. desember síðastliðinn. Styrkinn hlaut að þessu sinni Borgnesingurinn Nanna Einarsdóttir, BS-nemi í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands. Styrkurinn fellur í skaut þeim verkfræðistúdent sem hæsta meðaleinkunn hefur eftir tvö fyrstu árin í grunnnáminu en Nanna hlaut 9,88 í einkunn. Nanna lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík vorið 2007. Foreldrar hennar eru Guðrún Jónsdóttir og

Hinn guðdómlegi gleðileikur

adminFréttir

“Hinn guðdómlegi gleðileikur um fæðingu Jesú Kristí,” var fluttur í Borgarnesi í kvöld, hinn þriðja dag jóla. Þetta er í annað sinn sem þetta er gert en Kjartan Ragnarsson hefur haft veg og vanda að uppfærslunni. Ásamt honum samdi Unnur Halldórsdóttir verkið sem allt er flutt í bundnu máli.   Dagskráin hófst með bænastund í Borgarneskirkju og síðan var gengið fylktu liði með kyndla að Tónlistarskóla Borgarfjarðar þar sem fjórir

Gleðileg jól

adminFréttir

Jólakveðja Sveitarstjórn og starfsfólk Borgarbyggðar senda íbúum Borgarbyggðar og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.

Jólakveðja frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar

adminFréttir

  Tónlistarskóli Borgarfjarðar óskar nemendum sínum, kennurum og velunnurm öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Með bestu þökkum fyrir samverustundirnar á árinu sem er að líða.

Jólaball í sal Menntaskóla Borgarfjarðar

adminFréttir

Foreldrafélög leikskólanna Uglukletts og Klettaborgar, í samstarfi við Lionsklúbb Borgarness, Lionsklúbbinn Öglu og Menntaskóla Borgarfjarðar, halda jólaball þann 27. desember í Menntaskólanum kl. 11.00 – 13.00. Dansað verður kringum jólatréð og góðir gestir líta við og gleðja börnin. Útskriftarnemar Menntaskóla Borgarfjarðar sjá um kaffisölu á staðnum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.