Íbúafundir um hagræðingu í fræðslumálum

adminFréttir

Sveitarstjórn Borgarbyggðar boðar til almennra íbúafunda í vikunni. Á fundunum verður skýrsla vinnuhóps um hagræðingu í fræðslumálum kynnt. Fundirnir verða alls fjórir og verða sem hér segir: Mennta- og menningarhúsinu Borgarnesi mánudaginn 2. nóvember klukkan 20:30, félagsheimilinu Lindartungu þriðjudaginn 3. nóvember klukkan 20:30, félagsheimilinu Þinghamri miðvikudaginn 4. nóvember klukkan 20:30 og félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit fimmtudaginn 5. nóvember klukkan 20:30. Smella má hér til að sjá skýrslu vinnuhópsins.

Frá Reykholtskirkju

adminFréttir

Vegna útfarar Flosa Ólafssonar frá Reykholtskirkju laugardaginn 31. október næstkomandi falla tónleikar kvennakórsins Vox feminae niður en þeir voru fyrirhugaðir í Reykholtskirkju þann dag. Kórinn mun syngja við messu í Reykholtskirkju sunnudaginn 1. nóvember, á Allra heilagra messu. Að messu lokinni mun kórinn flytja hluta efnisskrár sinnar en á efnisskránni eru trúarleg verk eftir íslensk tónskáld.

Árshátíð Grunnskóla Borgarness

adminFréttir

Árshátíð Grunnskóla Borgarness verður haldin í dag, fimmtudaginn 29. október í Menningarsal Borgarbyggðar í Menntaskólanum. Sýningar verða tvær kl. 16:30 og 18:30. Aðgangseyrir er kr. 500 fyrir 16 ára og eldri og fólk er beðið að koma með peninga því ekki er posi á staðnum. Þema árshátíðarinnar í ár er GLEÐI og verður hún túlkuð á fjölbreytilegan hátt af nemendum allra bekkja skólans. Ágóði af sýningunum rennur í ferðasjóð nemenda

Námskeið fyrir unglinga með lestrarörðugleika og/eða foreldra þeirra

adminFréttir

Fyrirhugað er að halda tvö námskeið fyrir unglinga með lestrarörðugleika og foreldra þeirra, í Varmalandsskóla og á Kleppjárnsreykjum. Kennari á námskeiðinu er Ásta Björk Björnsdóttir sérkennsluráðgjafi Borgarbyggðar. Skráning fer fram á netfanginu gudrun@borgarbyggd.is eða í síma 433-7100 fram til 2. nóv. Námskeiðið er ætlað nemendum í 7. –10. bekk og er frítt fyrir þátttakendur.Nánari upplýsingar má nálgast hér.

Vegna skýrslu um hagræðingu í skólamálum

adminFréttir

Nokkrar ábendingar hafa borist vegna skýrslu vinnuhóps um hagræðingu í skólamálum. Villandi þykir að í útreikningi vegna skólanna er allur kostnaður Borgarbyggðar vegna Laugargerðisskóla tekinn inn en einungis launakostnaður hinna skólanna. Hér má sjá sundurliðun á kostnaði vegna reksturs Laugargerðisskóla.

Verklok í Hlíðartúni

adminFréttir

Framkvæmdum við Hlíðartúnshús í Borgarnesi er nú lokið að sinni en leitað verður leiða til að halda verkefninu áfram á næsta ári. Byrjað var með uppmælingu og niðurrifi verst förnu húsanna í ágúst s.l., en þau voru komin í fokhættu. Þau verða endurbyggð síðar, en til að byrja með hefur hluti vegghleðslu undir eitt þeirra verið endurhlaðinn og því verki verður haldið áfram næsta sumar. Það er Unnsteinn Elíasson hleðslumaður

Endurreikningi afsláttar á fasteignaskatti lokið

adminFréttir

Samkvæmt reglum Borgarbyggðar eiga tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar sem eiga lögheimili í Borgarbyggð rétt á afslætti af fasteignaskatti. Afslátturinn nær til íbúðarhúsnæðis sem viðkomandi býr sjálfur í. Afslátturinn ræðst af öllum skattskyldum tekjum undanfarins árs, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekjum. Hann er reiknaður til bráðabirgða við álagningu fasteignagjaldanna samkvæmt síðasta skattframtali. Þegar afslátturinn var reiknaður í upphafi árs 2009 lá fyrir skattframtal með tekjum ársins 2007 og var afslátturinn reiknaður út

Söfnun á rúlluplasti í Borgarbyggð

adminFréttir

Framundan er söfnun á rúlluplasti frá lögbýlum í Borgarbyggð. Þeir sem vilja láta sækja til sín plast, eru minntir á að skila inn beiðnum hið fyrsta en auglýsing um söfnunina var send út fyrir skemmstu.Söfnun á rúlluplasti 2009 – 2010, frá lögbýlum í Borgarbyggð, verður með eftirfarandi hætti. Farnar verða fjórar ferðir um sveitarfélagið til vors, þ.e. 29. október – 7. nóvember 2009, 21. – 30. janúar 2010, 15. –

Skáld á ferð í Safnahúsi

adminFréttir

Böðvar Guðmundsson kom í sitt heimahérað í gærkvöldi og las upp úr nýrri bók sinni Enn er morgunn, í Safnahúsi Borgarfjarðar. Um sögulega skáldsögu er að ræða og bíða margir spenntir eftir að lesa þetta nýjasta verk skáldsins. Bókakynningin var vel sótt og gerður góður rómur að því sem kynnt var, en auk bókar Böðvars voru það Snorri eftir Óskar Guðmundsson, Sporaslóð eftir Braga Þórðarson og bókin …og svo kom

Skýrsla vinnuhóps um hagræðingu í fræðslumálum

adminFréttir

Síðastliðið sumar skipaði sveitarstjórn Borgarbyggðar vinnuhóp til að gera tillögur um leiðir til að draga úr kostnaði við rekstur fræðslumála í Borgarbyggð, en fræðslumálin hafa tekið til sín um 65% af skatttekjum sveitarfélagsins. Í vinnuhópnum voru; Finnbogi Rögnvaldsson, Finnbogi Leifsson, Hrefna B. Jónsdóttir og Snorri Sigurðsson. Auk þess störfuðu þær Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri og Linda B. Pálsdóttir fjármálastjóri með hópnum. Þá kallaði hópurinn til sín ýmsa aðila til viðræðna og