Landbúnaðarsýningin GLÆTA 2009 Reiðhöllinni Borgarnesi 28.-30. ágúst

adminFréttir

Dagana 28.-30. ágúst n.k. stendur rekstrarfélagið Selás ehf fyrir landbúnaðarsýningu í og við reiðhöllina í Borgarnesi. Sýningin er að fá góðar undirtektir og verður hún eina sinnar tegundar á landinu í haust. Vel fer á því að halda þessa sýningu í Borgarfirði þar sem að í héraðinu eru mörg af öflugustu búum landsins, eins hentar húsnæði reiðhallarinnar afar vel fyrir sýningu af þessu tagi. Húsið er 2000 fm og útisvæðið

Lausaganga hunda í þéttbýli er bönnuð

adminFréttir

Að undanförnu hefur talsvert verið kvartað yfir lausum hundum í þéttbýli Borgarbyggðar.   Af því tilefni er bent á að lausaganga hunda er bönnuð í þéttbýli í Borgarbyggð og skulu hundar vera í taumi þegar að eigendur þeirra eða forráðamenn eru með þá úti að ganga. Einnig er það skylda forráðamanns hunds að hreinsa upp saur og annan óþrifnað eftir hundinn.

Nytjamarkaður í Brákarey 18. júlí

adminFréttir

Það verður nytjamarkaður í Brákarey í Borgarnesi, í matsal sláturhússins, laugardaginn 18. júlí kl. 12.00 – 16.00Allur ágóði rennur til styrktar starfi Körfuknattleiksdeildar Skallagríms.Markaðurinn verður opinn alla laugardaga í sumar út ágúst að 1. ágúst undanskildum. Um leið og þakkað er frábærar viðtökur þá er minnt á að hægt er enn að taka við dóti frá þeim sem vilja styrkja starf deildarinnar. Á markaðnum er allt mögulegt selt; leikföng, bækur,

Friðarhlaup 2009

adminFréttir

Alþjóðlega friðarhlaupið fer fram hér á Íslandi þessa dagana.Það eru um 25 sjálfboðaliðar frá 15 löndum sem taka þátt í friðarhlaupinu en hér landi hófst hlaupið í Reykjavík 01. júlí og var fyrst hlaupið um Suðurland og síðan Austurland og þaðan áfram hringinn um landið. Þriðjudaginn 14. júlí fer hlaupið í gegnum Borgarbyggð. Ætlun hlauparanna er að stoppa svolitla stund í Skallagrímsgarði í Borgarnesi og er áætlað að vera þar

Nytjamarkaður í Brákarey

adminFréttir

Körfuknattleiksdeild Skallagríms endurvekur nú nytjamarkaðsstemminguna í Brákarey í Borgarnesi, í matsal sláturhússins, laugardaginn 11. júlí kl. 12.00 – 16.00 Á markaðinum verður ýmislegt í boði m.a. gömul dömudress, handtöskur, ýmislegt glingur, bækur, púsl, vínilplötur, húsgögn, dekk á felgum og allt mögulegt. Prúttið verður í hávegum haft. Allur ágóði rennur til Körfuknattleiksdeildar Skallagríms. Þeir sem vilja styrkja starf deildarinnar með því að gefa „dót“ á markaðinn eru beðnir að hafa samband

Háskólakór Árósa í Reykholtskirkju

adminFréttir

Miðvikudaginn 8. júlí næstkomandi heldur Háskólakór Árósa í Danmörku tónleika í Reykholtskirkju og hefjast þeir kl. 20.30. Kórinn skipa 25 – 30 háskólastúdentar á aldrinum 20-40 ára. Hann er talinn meðal allra bestu áhugamannakóra Danmerkur og hefur sungið inn á 4 hljómdiska, sungið kirkjuleg verk í danska sjónvarpinu og tekið þátt í ýmsum alþjóðlegum tónlistarhátíðum svo sem NUMUS tónlistarhátíðinni sem tileinkuð er samtímatónlist og einnig í Concorso Polifonico Arezzo á

Safnahús minnist Jóns Helgasonar

adminFréttir

Um þessar mundir eru liðin 110 ár frá fæðingu Jóns heitins Helgasonar fræðimanns og skálds frá Rauðsgili í Hálsasveit. Af þessu tilefni er hans minnst á heimasíðu Safnahúss með samantekt eftir Sævar Inga Jónsson héraðsbókavörð. Jón Helgason var fæddur á Rauðsgili 30. júní 1899 og lést í Kaupmannahöfn 19. janúar 1986, á 87. aldursári. Hann var þekktur fyrir fræðistörf sín en ekki síst hefur hann verið ástsæll meðal þjóðarinnar fyrir

Skýrsla um viðhorf íbúa til skólamála og þjónustu

adminFréttir

Nú hefur verið birt skýrsla á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is og Rannsóknarmiðstöðvar Háskóla á Bifröst www.bifrost.is sem unnin er eftir könnun á „viðhorfi íbúa í Borgarbyggð og sveitarfélagsins Skagafjarðar til skólamála og þjónustu sveitarfélaganna – Samanburður á milli háskólaþorpa og íbúa í dreifbýli“. Allir íbúar á aldrinum 20 til 70 ára í Borgarbyggð, utan Borgarness og Skagafirði, austan vatna og út, voru spurðir.   Könnunin var samvinnuverkefni beggja sveitarfélaganna og styrkt

Köttur í óskilum

adminFréttir

Þessi ómerkti köttur var fangaður fimmtudaginn 02.07.´09 á Ásvegi á Hvanneyri. Frekar smávaxinn, talinn vera 1 árs. Hér með er lýst eftir eiganda kattarins eða þeim sem telja sig þekkja til hans. Hafa má samband við skrifstofu Borgarbyggðar í síma 433-7100 eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is Kötturinn verður afhentur gæludýraeftirlitsmanni sveitarfélagsins eftir helgina ef enginn hefur vitjað hans fyrir þann tíma.  

Grunnskóli Borgarfjarðar – laus störf

adminFréttir

Hjá Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og Hvanneyri eru 50% staða tónlistarkennara og tvær stöður skólaliða lausar til umsóknar. Nánari upplýsingar um störfin veitir Ásgerðður Ólafsdóttir skólastjóri í síma 863 4629 og fyrirspurnir má senda á netfangið asgerdur@gbf.is Auglýsingu um störfin má nálgast hér