Tónleikar í Reykholtskirkju

adminFréttir

Laugardaginn 4. júlí verða haldnir orgeltónleikar í Reykholtskirkju klukkan 16.00. Þá mun Eyþór Franzson Wechner leika verk eftir J.S. Bach, Felix Mendelssohn-Bartholdy, Páll Ísólfsson César Franck og Max Reger. Tónleikarnir eru liður í orgeltónleikaröð á vegum Reykholtskirkju og Félags íslenskra organleikara. Verið er að skipuleggja fleiri tónleika fram á haust. Aðgangseyrir rennur í Orgelsjóð Reykholtskirkju og er miðaverð 1.500 kr.  

Atvinna – leikskólakennari og matráður

adminFréttir

Í leikskólanum Hnoðrabóli í Reykholtsdal eru lausar stöður leikskólakennara frá og með 1. ágúst 2009. Um er að ræða 100% stöðu og 50% hlutastarf, ef ekki fást leiksólakennarar verða ráðnir leiðbeinendur. Einnig er laus 50% staða matráðs við skólann frá og með 1. ágúst 2009 Leikskólinn Hnoðraból er lítill og notalegur einnar deildar leikskóli. Þar eru að jafnaði 14-17 börn á aldrinum 18 mánaða til 5 ára og 4-5 starfsmenn.

Laus pláss í Kofabyggð Skallagrímsvelli

adminFréttir

Vakin er athygli á því að ennþá eru laus pláss á smíðavellinum sem starfræktur er í Tómstundaskólanum á Skallagrímsvelli fyrir börn 6-13 ára. Nánari upplýsingar veitir umsjónarmaður smíðavallarins Anna Dóra í síma: 692-2997 ij

Sýning Katrínar vekur athygli

adminFréttir

Um 300 manns hafa lagt leið sína í Safnahús Borgarfjarðar á síðustu tveimur vikum til að skoða sýningu Katrínar Jóhannesdóttur sem þar sýnir handverk og hönnun. Katrín er ungur Borgnesingur sem numið hefur í Danmörku og sýnir nú afrakstur námsáranna bæði í handavinnu og hönnun, en hún hannar undir vörmerkinu Katý Design.

Nýtt gallerí í héraði – Fjósaklettur

adminFréttir

Næstkomandi laugardag, þann 27. júní kl. 14.00 verður opnuð málverkasýning í Gallerí Fjósakletti á Fitjum í Skorradal. Sýnd verða verk eftir Gunnlaug Stefán Gíslason og mun sýningin standa yfir til 19. júlí og verður opin daglega frá kl. 14 til mjalta. Gunnlaugur Stefán Gíslason er fæddur í Hafnarfirði 1944. Hann stundaði nám við Myndlista og handíðaskóla Íslands og síðan prentmyndaljósmyndun frá Iðnskóla Hafnarfjarðar. Hann hefur starfað sem myndlistamaður og einnig

Pálsstefna vel sótt

adminFréttir

Um 60 manns sóttu Pálsstefnu í Borgarnesi á laugardaginn, en þar var verið að minnast bókavinarins Páls Jónssonar frá Örnólfsdal í Þverárhlíð sem lést árið 1985. Páll var fæddur 20. júní 1909 og var málþingið því haldið á 100 ára afmæli hans, en hann gaf merkt bókasafn sitt í Borgarnes á sínum tíma. Það voru helstu hugðarefni Páls sem tekin voru fyrir á þinginu: bókasöfnun, ljósmyndun og ferðalög. Þingið var

Nytjamarkaður hjá körfuknattleiksdeild Skallagríms

adminFréttir

Nytjamarkaður verður í Skallagrímsgarði laugardaginn 27. júní nætkomandi. Körfuknattleiksdeild Skallagríms verður með nytjamarkað á Brákarhátíð. Þar verða í boði m.a gömul dömudress, handtöskur, ýmislegt glingur, bækur, vínilplötur, húsgögn og allt mögulegt. Prúttið verður í hávegum haft.Allur ágóði verður notaður til styrktar starfi deildarinnar. Minnum á að þeir sem vilja styrkja starf deildarinnar með því að gefa „dót“ á markaðinn að hafa samband við neðangreinda og þá mun þetta verða sótt

Hátíðahöld á 17. júní

adminFréttir

Hátíðahöld sveitarfélagsins í tilefni þjóðhátíðar verða að mestu leyti í Skallagrímsgarði í Borgarnesi og er þar vegleg dagskrá frá kl. 14.00. fyrr um daginn er sundlaugin opin frá 9-12. Frjálsíþróttadeild Skallagríms stendur fyrir hátíðarhlaupi á Skallagrímsvelli kl. 10.00 og Einar Áskell gleður yngri börnin í rómaðri túlkun Bernds Ogrodnik í íþróttamiðstöðinni kl. 11.00. Að lokinni skátamessu í Borgarneskirkju kl. 13.00 verður gengið fylktu liði undir forystu skátanna frá kirkjunni niður

Grunnskóli Borgarfjarðar, Kleppjárnsreykjum og Hvanneyri

adminFréttir

Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftirfarandi störf laus til umsóknar: Kennsla: Danska á unglingastigi, 40% starf Náttúrufræði á unglingastigi, 50% starf Leiklist, 50% starf. Tónmennt, 50% starf. Umsjónarkennsla á yngsta stigi, 100% tímabundið starf. Umsjónarkennsla á miðstigi, 100% tímabundið starf. Helstu verkefni og ábyrgð: Annast kennslu nemenda í samráði við skólastjórnendur og skólaráð. Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsmönnum. Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.

Kofabyggð fyrir börn 22. júní – 17. júlí

adminFréttir

Kofabyggð verður starfrækt á íþróttavallarsvæðinu Borgarnesi í samvinnu við Tómstundaskólann 22. júní – 17. júlí í sumar. Sótt var um styrk í Velferðarsjóð barna og fékkst styrkur í verkefnið. Því er um niðurgreitt námskeið að ræða fyrir börn á aldrinum 6 – 13 ára og geta þau mætt fyrir hádegi frá 10 – 12 eða eftir hádegi frá 13 – 15 eftir því sem þau vilja því auðvitað eru íþróttaæfingar