Safnahús: sumarlestur barna

adminFréttir

Héraðsbókasafnið efnir nú í annað sinn til sumarlesturs fyrir börn á aldrinum 6-12 ára, frá 5. júní – 5. ágúst. Markmiðið með verkefninu er að nemendur viðhaldi og þjálfi þá lestrarleikni sem þeir hafa tileinkað sér í skólunum yfir veturinn. Verkefnið er þátttakendum að kostnaðarlausu og er unnið í samstarfi við grunnskólana á svæðinu.

Atvinna fyrir framhaldsskólanema

adminFréttir

Framhaldsskólanemar án atvinnu athugið   Á fundi í Mími ungmennahúsi s.l. mánudag sem Ungmennaráð Borgarabyggðar stóð fyrir kom í ljós að um 10 nemendur á framhaldsskólastigi sem hafa ekki fengið vinnu í sumar. Góð umræða var á fundinum um mikilvægi sumarvinnu fyrir framhaldskólanema og mikilvægi vinnu almennt.   Nú hefur Háskólinn á Bifröst boðið þessum hópi verkefni og hefst sú vinna strax eftir helgi í tölvuveri Grunnskólans í Borgarnesi þ.e.

Tónleikar í Reykholtskirkju – breyting

adminFréttir

Norsk og íslensk tónlist hljómar í Reykholtskirkju á Hvítasunnu Hátíðakór frá Hálogalandi í Noregi og Háskólakórinn munu halda sameiginlega tónleika í Reykholtskirkju 1. júní, annan í Hvítasunnu kl. 17.00 Athugið að áður auglýst þátttaka Kammerkórs Akraness fellur niður af óviðráðanlegum orsökum  

Atvinnuátak í Borgarbyggð í sumar

adminFréttir

Á fundi sínum 6. maí síðastliðinn ákvað Byggðaráð Borgarbyggðar að efna til atvinnuátaks í Borgarfirði í samstarfi við Vinnumálastofnun. Um verður að ræða átaksverkefni á sviði skógræktar, fegrunar umhverfis og varðveislu menningarverðmæta. Átak þetta er unnið í samræmi við reglugerð Félags- og tryggingamálaráðuneytis frá 9. janúar 2009 um „…reglugerð um þátttöku atvinnuleitenda sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins í vinnumarkaðsaðgerðum og um búferlastyrki.“ Í reglugerðinni felst að fyrirtæki, sveitarfélög, stofnanir og

Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands

adminFréttir

Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands fer fram í Reykholtskirkju föstudaginn 29. maí og hefst athöfnin kl. 14:00. Að athöfn lokinni er boðið til kaffiveitinga í matsal Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.

Viðurkenningar körfuknattleiksdeildar Skallagríms

adminFréttir

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Skallagríms veitti á dögunum viðurkenningar til leikmanna í mfl. karla og kvenna fyrir tímabilið 2008-2009. Viðurkenningar hlutu: Mfl. Karla: Mestu framfarir – Arnar Hrafn Snorrason Mikilvægasti leikmaður – Siguður Þórarinsson. Besti leikmaður – Sveinn Arnar Davíðsson Mfl. Kvenna: Mestu framfarir – Þórkatla Dagný Þórarinsdóttir Mikilvægasti leikmaður – Íris Gunnarsdóttir Besti leikmaður – Rósa Kristín Indriðadóttir   Um síðustu helgi urðu svo tveir Skallagrímsmenn þeir Sigurður Þórarinsson og Trausti

Tónleikar á Bifröst

adminFréttir

Þær Theodóra Þorsteinsdóttir og Ingibjörg Þorsteinsdóttir koma fram á háskólatónleikum í Hriflu miðvikudaginn 27. maí næstkomandi. Tónleikarnir hefjast klukkan 17. 00 og eru öllum opnir. Aðgangur er ókeypis.  

Tónleikar í Reykholtskirkju á Hvítasunnu

adminFréttir

Reykholtskirkja_elinKirkjukórasamband Suður – Hálogalands í Noregi fagnar 60 ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni var stofnaður hátíðakór med félögum úr kórum biskupsdæmisins í Norlandsfylki, undir stjórn organistannaIngjerd Grøm og Øivind Mikalsen. Kórinn mun halda tónleika í Reykholtskirkju annan Hvítasunnudag kl. 16.00 ásamt Kammerkór Akraness en stjórnandi hans er Sveinn Arnar Guðmundsson organisti Akraneskirkju. Flutt verður norsk og íslensk kirkjutónlist og orgelverk.  

Gestkvæmt í Reykholti

adminFréttir

Frá heimsókn Kallistos Ware í ReykholtÞað hefur verið gestkvæmt hjá Reykholtskirkju-Snorrastofu í maímánuði nú sem fyrr. Ríflega þúsund manns hafa sótt sýningar undanfarnar vikur og fengið fyrirlestra á vegum Snorrastofu um sögu staðarins og haldið og notið tónleika og athafna í kirkjunni. Ferðamenn hafa aðallega verið eldri borgarar frá Norðurlöndunum sem hafa komið í stórum hópum á vegum ferðaskrifstofa sem þar starfa en einnig er mikið um gesti innlenda og

Ertu atvinnulaus í sumar?

adminFréttir

Ungmennaráð Borgarbyggðar boðar þá mennta- og framhaldskólanema í Borgarbyggð sem ennþá eru atvinnulausir í sumar á fund í Mími ungmennahúsi Kveldúlfsgötu mánudagskvöldið 25. maí kl. 20.00 til að ræða málin og fara yfir stöðu atvinnumála þessa hóps. Hvetjum þá sem ekki eru enn komnir með vinnu í sumar að mæta á þennan mikilvæga fund til skrafs og ráðagerða. Sjá auglýsingu hér Ungmennaráð Borgarbyggðar Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi