Menningarlandið 2009

adminFréttir

Menntamálaráðuneyti, iðnaðarráðuneyti og Samband íslenskra sveitarfélaga, í samstarfi við menningarráð landsbyggðarinnar boðar til ráðstefnu á Hótel Stykkishólmi dagana 11. og 12. maí n.k. Sjá auglýsingu hér Fjallað verður um reynsluna af menningarsamningunum og spurt hver árangur hafi orðið og hvert beri að stefna. Hvernig getum við nýtt okkur menningu og menningartengda ferðaþjónustu til nýrrar sóknar í nýsköpun og nýtingu menningararfs okkar? Menningarráð landsbyggðarinnar kynna starfsemi sína og bjóða upp á

Aðalfundur Samfés haldinn í Reykholti Borgarfirði

adminFréttir

Bjarni, Heiðrún, Lúðvík, Sissi og Atli í ReykholtiAðalfundur Samfés samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi var haldinn í Reykholti Borgarfirði fimmtudaginn 16. apríl s.l.   Um 70 – 80 fulltrúar úr félagsmiðstöðvum landsins mættu en félagsmiðstöðvar innan samtakanna eru nú rúmlega hundrað talsins.    

Karlakór Reykjavíkur í Geirabakaríi

adminFréttir

Karlakór Reykjavíkur verður með ljúfan morgunsöng í Geirabakarí að morgni Verkalýðsdagsins 1. maí. Kórinn kemur við í bakaríinu upp úr kl. 9.00 og syngur nokkur lög. Allir velkomnir.

Fundi um skólamál frestað

adminFréttir

Fyrirhuguðum fundi um skólamál sem vera átti á Hvanneyri í kvöld hefur verið frestað til þriðjudagsins 5. maí kl. 20.30.

Sópun á götum og gangstéttum

adminFréttir

Nú í vikunni og fram í næstu viku verða gangstéttar og götur sópaðar í Borgarnesi og á Hvanneyri. Íbúar eru vinsamlega hvattir til að leggja bílum sínum þannig að sópun geti gengið greiðlega. Það er fyrirtækið HS-Verktak sem mun annast verkið. Hafa má samband við Halldór hjá HS-Verktak í síma 892-3044 varðandi ábendingar eða nánari upplýsingar um verkið.  

Hallsteinssalur í Safnahúsi

adminFréttir

Á sumardaginn fyrsta var opnuð í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi sýning á verkum úr listaverkasafni hins mæta listvinar Hallsteins Sveinssonar frá Eskiholti. Við þetta sama tækifæri var sal hússins gefið nafn og heitir hann nú Hallsteinssalur. Sýningin er tileinkuð Bjarna Bachmann safnverði sem vann ötullegt starf fyrir söfnin í Borgarfirði um aldarfjórðungsskeið.

Fundur um framtíð skólahalds

adminFréttir

Fræðslunefnd Borgarbyggðar stendur fyrir umræðufundi með foreldrum barna í Grunnskóla Borgarfjarðar miðvikudaginn 29. apríl kl. 20.30 í fundarsal Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. (3. hæð) Umræðuefnið er framtíð skólahalds. Allir foreldrar eru hvattir til að mæta.  

Hreinsunardagar í Borgarbyggð

adminFréttir

Nú stendur yfir hreinsunarátak í Borgarbyggð og mun það standa fram yfir miðjan maí. Fyrsta sópun sumarsins á gangstéttum og götum er hafin. Draga þarf töluvert úr þjónustu vegna hreinsunarátaks í ár miðað við fyrri ár og því hvetjum við íbúa og starfsmenn fyrirtækja og stofnana að taka virkan þátt í því að halda sveitarfélaginu hreinu með því að þrífa sitt nánasta umhverfi reglulega. Tökum höndum saman og fegrum umhverfi

Matjurtagarðar í Borgarbyggð

adminFréttir

Íbúum Borgarbyggðar gefst kostur á að taka á leigu matjurtagarða og rækta sitt eigið grænmeti í sumar. Matjurtargarðarnir eru við gróðrastöðina Gleym-mér-ei í Borgarnesi og við gömlu loðdýrahúsin á Hvanneyri. Í boði eru tvær stærðir garða í Borgarnesi og þrjár á Hvanneyri. Leiguverð er á bilinu 1 – 5.000 kr. eftir stærð. Þeir sem hafa áhuga á að leigja sér matjurtagarð í Borgarnesi eru beðnir að hafa samband við Björgu