Málstofa framhaldsnema LbhÍ

adminFréttir

Málstofa framhaldsnema við LbhÍ fer fram í dag fimmtudag, 26. febrúar kl. 14.00 að Hvanneyri. Málstofur meistara- og doktorsnema eru fastur liður í starfi skólans þar sem 3-4 nemendur kynna verkefni sín í hverjum mánuði og eru verkefnin allt frá því að vera á byrjunarstigi eða nánast fullkláruð rannsóknarverkefni. Í þetta sinn eru það þær Elsa Albertsdóttir doktorsnemi, Helena Marta Stefánsdóttir meistaranemi, Sunna Áskelsdóttir meistaranemi og Gunnfríður Hreiðarsdóttir doktorsnemi sem

Viðtalstímar sveitarstjórnarfulltrúa

adminFréttir

  Næsti viðtalstími sveitarstjórnarfulltrúa Borgarbyggðar verður fimmtudaginn 26. febrúar n.k. Þá verða Björn Bjarki Þorsteinsson, Finnbogi Rögnvaldsson og Finnbogi Leifsson til viðtals fyrir íbúa Borgarbyggðar á milli kl. 17,oo og 19,oo í Ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi. Íbúar eru hvattir til að notfæra sér þessa viðtalstíma. Hægt er að panta tíma innan ofangreinds tíma í síma 433-7100.

Forsetinn á ferð í Borgarbyggð

adminFréttir

Í gær var forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson í óopinberri heimsókn í Borgarfirði. Hann heimsótti m.a. Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og Háskólann á Bifröst, kynnti sér starfsemi skólanna og ræddi við nemendur og starfsfólk. Þá heimsótti forsetinn nýja leikskólann á Hvanneyri en nemendur Andabæjar fluttu í nýtt og glæsilegt húsnæði í gærmorgun. Börnin tóku lagið fyrir forsetann og færðu honum að gjöf bók sem þau hafa samið um líf

Fræðslufundur um efnahagsmál og framtíðarhorfur

adminFréttir

  BorgarneskirkjaBorgarfjarðarprófastsdæmi og Stéttarfélag Vesturlands efna til fræðslufundar um efnahagsmál og horfur á Íslandi. Framsögumenn eru Vilhjálmur Bjarnason formaður félags fjárfesta og Stefán Einar Stefánsson viðskiptasiðfræðingur. Fundarstjórar verða Signý Jóhannesdóttir og Þorbjörn Hlynur Árnason. Fundurinn verður haldinn í safnaðarheimili Borgarneskirkju miðvikudaginn 26. febrúar og hefst kl. 20.00(tilkynning)

Nýr leikskóli á Hvanneyri

adminFréttir

Valdís leikskólastjóri með starfsfólki Borgarbyggðar við nýja skólann_mynd HHí dag flytja krakkarnir á leikskólanum Andabæ á Hvanneyri í nýtt og glæsilegt húsnæði. Börnin mættu í gamla Andabæ í morgun en verða sótt í lok dags í nýja Andabæ. Fyrir hádegi ganga börn og starfsfólk í skrúðgöngu yfir í nýja leikskólann sinn. Eftir hádegi, nánar tiltekið kl. 14.00 mun forseti Íslands Hr. Ólafur Ragnar Grímsson koma í heimsókn, spjalla við börnin

Skallagrímur í Bikarúrslit í drengjaflokki

adminFréttir

Drengjaflokkur Skallagríms Drengjaflokkur Skallagríms (f.’90 og ’91) í körfubolta komst í úrslit bikarkeppninnar þegar þeir unnu lið Keflavíkvíkur verðskuldað 54-50 í Borgarnesi. Keflavík byrjaði leikinn betur og hafði yfirhöndina í hálfleik 21-28. Leikurinn var mjög spennandi í alla staði og þegar síðasti leikhlutinn hófst hafði Skallagrímur náð að minka muninn niður í 3 stig.

Trúnó – tónleikar á Bifröst

adminFréttir

S.l. haust kom út geisladiskurinn TRÚNÓ og hefur að geyma tólf lög Tómasar R. Einarssonar í flutningi söngvaranna Ragnheiðar Gröndal og Mugisons. Þau fjalla um ást og einsemd, timburmenn og tilvist guðs. Skáldin sem leggja Tómasi lið eru Ingibjörg Haraldsdóttir (Nú eru aðrir tímar, Sumarkvöld við Hvalfjörð), Vilborg Dagbjartsdóttir (Þú), Kristín Svava Tómasdóttir (Klof vega menn, Náungar mínir), Sveinbjörn I. Baldvinsson (Örljóð langþreytta drykkjumannsins, Vor), Steinn Steinarr (Veglaust haf) og

Íþróttamaður Borgarbyggðar árið 2008 útnefndur

adminFréttir

Að afloknum sigurleik Skallagríms á Tindastóli í körfunni í gærkvöldi var Íþróttamaður Borgarbyggðar árið 2008 útnefndur. Það var Bjarki Pétursson, golfari sem hlaut verðlaunin að þessu sinni. Björn Bjarki Þorsteinsson formaður tómstundanefndar afhenti íþróttafólkinu viðurkenningar en tómstundanefnd hefur veg og vanda að kjörinu. Þá fékk Bjarki Pétursson auk þess viðurkenningu og styrk úr minningarsjóði Auðuns Hlíðkvists Kristmarssonar en þetta mun vera í fyrsta skipti sem sami einstaklingurinn hlýtur báðar þessar

Tilkynning til íbúa og bíleigenda við Kjartansgötu

adminFréttir

  Vegna framkvæmda við fráveitulagnir í Borgarbraut hefur umferð verið beint um hjáleið um Kjartansgötu. Ákveðið hefur verið að banna lagningu bifreiða beggja vegna Kjartansgötu á meðan á þessum framkvæmdum stendur við Borgarbraut. Eru íbúar vinsamlegast beðnir að leggja bílum sínum annars staðar þar til opnað verður fyrir umferð aftur um Borgarbraut. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi tímabundna ráðstöfun hefur óhjákvæmilega í för með sér.   Framkvæmdasvið

Forsetahjónin í Borgarnesi

adminFréttir

Forsetinn spjallar við nemendur MB_mynd ÞÁForsetahjónin, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson og frú Dorrit Moussaieff, voru í óopinberri heimsókn í Borgarnesi í gær. Þau heimsóttu meðal annars Landnámssetrið, Menntaskóla Borgarfjarðar, Ráðhús Borgarbyggðar og Dvalarheimili aldraðra.Forsetahjónin gáfu sér góðan tíma til að spjalla við fólk og kynna sér daglegt líf og störf Borgfirðinga.