Njótið útiveru í logni og snjó

adminFréttir

Það er veðursæld í Borgarbyggð þessa dagana og eru allir hvattir til að notfæra sér blíðuna og fara út að hreyfa sig í snjónum. Það er ótrúlega gaman að fara út með börnin og renna eða ganga í stillunni sem er nú dag eftir dag. Einnig er bent á að nú er gott gönguskíðafæri og það er frábært að ganga á gönguskíðum t.d. upp á golfvellinum við Hamar. Fólk á

Skólafréttir GBF komnar út

adminFréttir

Sjöunda tölublað Skólafrétta Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og Hvanneyri er nú komið út. Margar myndir af ýmis konar uppákomum í skólanum prýða fréttabréfið að þessu sinni. Hér má nálgast sjöunda tölublað Skólafrétta. Eldri tölublöð má nálgast hér.

Tvö Íslandsmet slegin af borgfirskum kraftlyftingarmönnum

adminFréttir

Tveir borgfirskir kraftlyftingarmenn kepptu á Íslandsmótinu í bekkpressu á ÍKF mótinu þann 24. janúar 2008 og þar slógu þeir tvö Íslandsmet.Þetta voru þeir Enar Örn Guðnason frá Brautartungu í Lundarreykjadal og Þorvaldur Á Kristbergsson úr Stafholtstungum. Sjá frétt og mynd af köppunum á vefsíðu Skessuhornsins.

Álagning fasteignagjalda 2009

adminFréttir

Álagning fasteignagjalda 2009 er í undirbúningi. Frá því í fyrra hefur verið hægt að skuldfæra fasteignagjöldin auk nokkura annara gjalda á kreditkort greiðenda. Hér til vinstri á forsíðu vefsíðu Borgarbyggðar er hnappur merktur Valitor boðgreiðslum. Þar er hægt að fylla út umsókn um skuldfærslu. Einnig má hafa samband við Arndísi Guðmundsdóttur í síma 433-7100 eða gegnum netfangið disa@borgarbyggd.is. Sjá hér auglýsingu frá Valitor boðgreiðslum.

Lundarannskóknir í Vestmannaeyjum

adminFréttir

Hálfdán Helgi Helgason, meistaranemi í líffræði við Háskóla Íslands, flytur erindi um lundarannsóknir í Vestmannaeyjum fyrir hönd Náttúrustofu Suðurlands, á morgun, fimmtudaginn 29. janúar kl. 12:15 -12:45. Hægt verður að fylgjast með erindinu í gegnum fjarfundarbúnað í Vesturstofu í Ásgarði í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Á vefsíðu Náttúrustofu Vesturlands má nálgast frekari upplýsingar. Sjá hér.

Framkvæmdir við Álatjörn í fólkvangnum Einkunnum

adminFréttir

Framkvæmdir eru hafnar við Álatjörn í Einkunnum. Verið er að útbúa bílastæði og leggja stíg frá þeim að tjörninni. Þau bílastæði sem liggja næst stígnum verða ætluð fötluðum. Við enda stígsins mun koma bryggja sem mun meðal annars nýtast veiðimönnum til veiða í tjörninni á sumrin og skautafólki sem bekkur á vetrum þar sem m.a. hægt að sitja og reima á sig skautana. Samið var við Borgarverk um framkvæmdir og

Menningarsjóður auglýsir eftir styrkumsóknum

adminFréttir

Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir nú eftir umsóknum um styrki. Sjóðurinn var upprunalega stofnaður sem Menningarsjóður Borgarness hinn 22. mars 1967, í tilefni af 100 ára verslunarafmæli bæjarins. Tilgangur hans var m.a. að styrkja menningarmál í Borgarnesi. Ýmsar breytingar hafa síðan verið gerðar á skipulagsskrá og úthlutunarreglum sjóðsins, en lengst af hefur menningarnefnd farið með stjórn hans. Í nýrri skipulagskrá sem samþykkt er á árinu 2007 er gert ráð fyrir að

Íslenskur matur og matarmenning

adminFréttir

Ferðamálastofa og Iceland Naturally verkefnið hafa opnað nýjan vef um íslenskan mat og matarmenningu. Vefurinn heitir Iceland Gourmetguide og er ætlað að markaðssetja sælkeralandið Ísland erlendis. Sjá hér frétt um vefinn á heimasíðu Ferðamálastofu.   Á þessum nýja vef er ferðaþjónustan í Hraunsnefi, í Norðurárdál í Borgarbyggð, m.a. kynnt. Sjá hér.

Breytingar á Oki

adminFréttir

Á forsíðu heimasíðu Loftmynda ehf. má sjá samanburð á snjóþekju Oksins í ágúst 1999 og í ágúst 2008. Sjá hér.