Ný afstaðið jólaball í Borgarnesi

adminFréttir

Jólaball foreldrafélaga leikskólanna Klettaborgar og Uglukletts var haldið í sal Menntaskóla Borgarfjarðar sunnudaginn 28. desember síðastliðinn. Foreldrafélögin stóðu fyrir balli þessu í góðu samstarfi við Lionsklúbbinn Öglu og Menntaskóla Borgarfjarðar og tókst afar vel til. Talið er að milli 300 og 400 prúðbúnir gestir hafi dansað kringum jólatréð með tónlistarfólkinu Ásu Hlín og Ívari, sem stjórnuðuð dansinum ásamt þeim Stekkjastaur og Stúf. Einnig kíkti Grýla gamla í heimsókn og vakti

Göngustígagerð í Sóltúnshverfi og nágrenni á Hvanneyri

adminFréttir

Lagður hefur verið göngustígur og malbikaður við Sóltúnshverfið á Hvanneyri meðfram Túngötunni. Frá þeim stíg var lagður göngustígur inn í Sóltúnshverfið auk þess var lagður stígur til móts við þann stíg, hinu megin við Túngötuna og sá sameinast síðan gangstéttinni sem liggur að grunnskólanum. Verktaki var Jörvi ehf, Hvanneyri. Verkið var samningsverk. Efnisskipti og fyllingar voru unnin árið 2007 en malbik lagt á haustið 2008.

Gatnagerð við Túngötu 1-8 á Hvanneyri

adminFréttir

Nú í haust var unnið við efnisskipti og sett nýtt malbik við Túngötu 1-8 á Hvanneyri. Eftir er að steypa gangstétt og setja kantstein, en það verður gert um leið og tíðarfar leyfir.   Verktakar eru JBH-Vélar í Borgarnesi og Heyfang á Hvítárvöllum. Verkið var útboðsverk sem boðið var út í sumar, tilboðið verktakanna (lægstbjóðenda) hljóðaði uppá 9.406.490 kr. Alls buðu 4 verktakar í verkið.

Strætóferðir milli Borgarness og Reykjavíkur hefjast 2. janúar 2009

adminFréttir

Strætó bs. hefur akstur milli Reykjavíkur, Akraness, Hvalfjarðarsveitar og Borgarness, föstudaginn 2. janúar 2009. Á virkum dögum verða eknar átta ferðir til og frá Borgarnesi, fjórar ferðir á laugardögum og þrjár ferðir á sunnudögum. Bæklingur hefur verið sendur á hvert heimili í Borgarbyggð. Fljótlega verða upplýsingar um ferðir ofl. aðgengilegar hér á heimasíðu Borgarbyggðar.

Gleðileg jól

adminFréttir

Borgarbyggð óskar íbúum sveitarfélagsins svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla, árs og friðar, með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.

Fjárhagsáætlun 2009

adminFréttir

Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2009 var lögð fram til fyrri umræðu 11. desember s.l. Hún verður tekin til seinni umræðu 8. janúar n.k. Í forsendum áætlunarinnar er gert ráð fyrir að útsvarstekjur lækki sem og framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Ráðgert er að skatttekjur sveitarfélagsins lækki um rúmlega 7% og verði 1663 milljónir. Gert er ráð fyrir að meðalverðbólga á árinu verði 10% og íbúafjöldi verði óbreyttur. Launanefnd sveitarfélaga hefur lokið

Skólafréttir GBF komnar út

adminFréttir

Fimmta tölublað Skólafrétta Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og Hvanneyri er komið út. Á forsíðu blaðsins er m.a. lítil saga eftir Flosa Ólafsson sem heitir ,,Jólagjöf handa konunni“. Í blaðinu er einnig dagská litlu jólanna sem eru í skólanum í dag. Hér má nálgast Skólafréttir í heild sinni. Eldri tölublöð má nálgast hér.

Náttsöngur Kammerskórs Vesturlands

adminFréttir

Kammerkór Vesturlands flytur aðventu- og jólatónlist við allra hæfi í Borgarneskirkju í kvöld, fimmtudaginn 18. desember kl. 21:00. Einnig verður almennur söngur. Stjórnandi kórsins er Sigurður Rúnar Jónsson. Allir eru hjartanlega velkomnir til þessarar samveru á áliðinni aðventu. Aðgangur er ókeypis.

Jólaútvarp Óðals í kvöldfréttum Sjónvarpsins í gær

adminFréttir

Hið árlega og sívinsæla jólaútvarp Óðals á FM 101,3 fékk umfjöllun í kvöldfréttum Sjónvarpsins í gær, þriðjudaginn 18. desember. Hér er hægt að hlusta á fréttina á vef Ríkisútvarpsins http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4398142/2008/12/16/16/.