Fræðsluskilti í Einkunnum

adminFréttir

Lokið er uppsetningu fimm veglegra fræðsluskilta í fólkvangnum Einkunnum. Tvö þeirra eru almenn upplýsingaskilti með gönguleiðakorti. Hin fjalla um náttúrufar á svæðinu, eitt um fugla og tvö um plöntur. Fjórða náttúrufarsskiltið sem lýsir lífríki Álatjarnar verður sett upp þegar framkvæmdum við bílastæði, göngustíg, áningastaði og bryggju er lokið við Álatjörn, en skiltið á að standa við bryggjuna. Gert er ráð fyrir að þessum framkvæmdum við Álatjörn verði lokið á þessu

Tilkynning – Bilun í hitalögnum

adminFréttir

Bilun er í hitakerfi gervigrasvallar við Grunnskólann í Borgarnesi og eins er bilun í hitalögnum á frjálsíþróttavelli en fjölmargir nýta völlinn daglega. Að sögn starfsmanna framkvæmdasviðs Borgarbyggðar er unnið að viðgerðum.

Logi og glóð – átak í forvörnum og fræðslu í leikskólum

adminFréttir

Undanfarna daga hefur verið í gangi eldvarnafræðsla í leikskólum Borgarbyggðar. Það er Haukur Valsson eldvarnaeftirlitsmaður Borgarbyggðar sem farið hefur á milli leikskólanna. Þessar heimsóknir eru hluti átaksverkefnis sem er í gangi um allt land og nefnist Logi og glóð og er ætlað börnum í elsta árgangi leikskólanna um allt land. Markmið verkefnisins er að tryggja að eldvarnir í leikskólunum séu ávallt eins og best verður á kosið, að veita elstu

Opnun Vesturlandsstofu

adminFréttir

Vesturlandsstofa verður formlega opnuð þann 5. nóvember næstkomandi að Hótel Hamri í Borgarnesi. Þar verður starfssemi stofunnar kynnt fyrir boðsgestum. Stofunni er ætlað að sinna markaðs- og kynningarmálum fyrir ferðaþjónustuna á Vesturlandi.Vesturlandsstofa kemur í stað Upplýsinga- og kynningarmiðstöðvar Vesturlands sem verið hefur i Hyrnunni í Borgarnesi undanfarin ár. Framkvæmdastjóri Vesturlandsstofu er Jónas Guðmundsson. Heimasíða Vesturlandsstofu er www.westiceland.is.

Húsafriðun

adminFréttir

Fyrir skemmstu var opnuð ný heimasíða Húsfriðunarnefndar. Þar er að finna ýmsar upplýsingar er varða byggingararf þjóðarinnar, þ.á.m. skrá yfir öll friðuð hús á landinu. Hér má nálgast upplýsingar um friðuð hús á Vesturlandi. Öll hús sem eru reist fyrir 1850, eru friðuð og allar kirkjur sem reistar eru 1918 eða fyrr. Leita þarf álits húsafriðunarnefndar í hvert sinn sem breyta á húsi, flytja það eða rífa sé það reist

Fréttabréf Borgarbyggðar er komið út

adminFréttir

Ellefta tölublaði Fréttabréfs Borgarbyggðar verður dreyft í dag, 23. október 2008. Fréttabréfið kemur út annan hvern mánuð og er næsta blað væntanlegt um miðjan desember. Meðal efnis í þessu tölublaði er pistill á fosíðu sem ber yfirskriftina ,,Stöndum saman“, þar sem segir m.a. að sveitarstjórn Borgarbyggðar og starfsfólk sveitarfélagsins muni leggja allt kapp á að tryggja grunnþjónustu sveitarfélagsins í þeirri efnahagslægð sem nú herjar á. Auk þess er t.d. fjallað

Korta- og þjónustukerfi fyrir Borgarbyggð

adminFréttir

Fyrir nokkru gerði Borgarbyggð samning við Snertil um InfraPath landupplýsingakerfið. Þetta er korta- og þjónustukerfi sem veitir t.d. íbúum, hönnuðum og ferðamönnum margvíslegar upplýsingar úr korta- og teikninga-og gagnagrunni sveitarfélagsins sem leyfilegt er að birta á vefnum. Þetta kerfi er í notkun hjá 17 sveitarfélögum hér á landi. Forritið er auðvelt í notkun og hægt er að velja á milli sex tungumála. Nú er búið að setja inn í kerfið

Sveitarfélagið Leirvík í Færeyjum sýnir Borgarbyggð samhug í kreppunni

adminFréttir

Bréf hefur borist frá Byggðarráði Leirvíkur í Færeyjum til íbúa Borgarbyggðar þar sem segir að hugur Leirvíkinga sé hjá okkur eftir að fréttst hafi af fjármálakreppunni á Íslandi. Þess má geta að Leirvík er vinarsveitarfélag okkar í norrænu samstarfi. Í bréfinu segir Friðgerð Heinesen borgarstýra Leirvíkur m.a. frá þeirri djúpu efnahagslægð sem herjaði á Færeyskt samfélag fyrir ekki svo löngu síðan eða upp úr 1990. Hún segir að þrátt fyrir

Álftagerðisbræður halda tónleika í Reykholtskirkju

adminFréttir

Álftagerðisbræður munu slá á létta strengi og flytja ýmis þekkt lög frá liðinni tíð í Reykholtskirkju 24. október kl. 20:30. Bræðurnir eru á söngferðalagi um Suður- og Vesturland helgina 24. til 26. október. Undirleikari og stjórnandi þeirra er Stefán R. Einarsson. Miðaverð á tónleikana er 2.000 kr.

Göngufólk athugið!

adminFréttir

Nýverið hefur gönguleið frá Álatjörn að Háfsvatni í Einkunnum verið stikuð og aftur til baka að Litlu-Einkunnum. Leiðin er mjög blaut á köflum og því um að gera að vera vel skóaður. Stikurnar sjást vel að og því auðvelt að rata eftir þeim. Einnig hafa fleiri gönguleiðir í Einkunnum verið stikaðar undanfarnar vikur. Þar má m.a. nefna gönguleið frá bílastæði að rjóðri, með bekk í, við Nyðri-Einkunn og að rjóðri