Skólastarf í Borgarnesi 100 ára

adminFréttir

Um þessar mundir eru 100 ár liðin síðan skólastarf hófst í Borgarnesi. Þessara tímamóta verður minnst með viðeigandi hætti á opnu húsi í skólanum, þar sem leitast er við að fanga tíðaranda liðins tíma, sýningu í menningarsal Borgarbyggðar í Menntaskóla Borgarfjarðar, útgáfu skólablaðs og bókar um barna- og unglingafræðslu í Mýrasýslu. Hér má nálgast dagskránna.

Myndlistarsýning í Safnahúsi Borgarfjarðar

adminFréttir

Steinunn Steinarsdóttir frá Tröð í Kolbeinsstaðarhreppi opnar sína fyrstu málverkasýningu í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi, þann 3. október, klukkan 16:00. Steinunn hefur teiknað og málað frá æsku. Á sýningunni mun hún sýna akrýlmálverk, mannamyndir og fleira.   Eitt af markmiðum menningarstefnu Borgarbyggðar er að veita ungum listamönnum í héraði tækifæri til að sýna verk sín og er þessi sýning einn liður í anda þess markmiðs.

Sprengingar vegna lagnavinnu í Borgarnesi

adminFréttir

Frá og með föstudeginum 26. sept. verður unnið við sprengingar vegna lagnavinnu frá Borgarbraut og niður með húsi Vírnets hf. í átt til sjávar. Ætla má að verkið taki innan við tvær vikur. Fyrir sprengingar verða gefin hljóðmerki og aftur að sprengingu lokinni. Titrings kann að verða vart vegna sprenginganna í næsta nágrenni. Ef þú hefur einhverjar ábendingar vinsamlegast hafðu samband við öryggisstjóra verksins í síma 8402757. Með fyrir fram

Tillaga að breyttu deiliskipulagi við Ytri-Skeljabrekku í Borgarbyggð

adminFréttir

Sveitarstjórn Borgarbyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Ytri-Skeljabrekku skv. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga. Breytingin er í því fólgin að lóðin Varmabrekka 2 er stækkuð úr 3210m² í 7043m², byggingarreitur er færður til á lóð. Einnig er gerð breyting á J lið í skilmálum gildandi deiliskipulags. Deiliskipulagstillagan verður til sýnis í ráðhúsi Borgarbyggðar að Borgarbraut 14, frá 26. sept. til 24. okt. 2008 og

Náttúrustofuþing

adminFréttir

Náttúrustofur á Íslandi eru sjö. Til að auka samvinnu milli þeirra voru stofnuð Samtök náttúrustofa (SNS) árið 2002. Undir merkjum þeirra samtaka hafa verið haldin árlega Náttúrustofuþing. Náttúrustofuþingið í ár er hér á Vesturlandi á morgun, föstudaginn 26. september, í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði kl. 14:00 – 18:15. Sjá má dagskrá Náttúrustofuþings á heimasíðu Náttúrustofu Vesturlands.

Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar 2008

adminFréttir

Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar verða veittar á Sauðamessu laugardaginn 4. október í Skallgrímsgarði. Í ár verða veittar viðurkenningar fyrir myndarlegasta býlið, snyrtilegustu lóð við íbúðarhúsnæði, snyrtilegustu lóð við atvinnuhúsnæði og auka viðurkenning frá umhverfis- og landbúnaðarnefnd. Hér má sjá viðurkenningar síðustu tveggja ára á heimasíðu Borgarbyggðar.

,,Fleiri tré og blóm en heima“

adminFréttir

Í dagblaðinu Hallands Nyheter er grein eftir Lenu Strömberg frá því 17. september síðastliðinn sem segir frá heimsókn nemenda frá Grunnskólanum í Borgarnesi til nemenda í bekk 9B í Tullbroskolan í Falkenberg, sem er vinarbær Borgarness í suður-Svíþjóð. Í upphafi greinarinnar er greint frá því að íslensku nemendunum hafi þótt vera fleiri tré og blóm í Falkenberg en heima í Borgarnesi. Borgnesingarnir gistu heima hjá vinum sínum og jafnöldrum í

Kynningarfundur – atvinnumál kvenna

adminFréttir

Kynningarfundur um styrki til atvinnumála kvenna verður haldinn í Borgarnesi 23.september nk. Auk kynningar á styrkjum verða erindi frá frumkvöðlakonu, frá sérfræðingi á Byggðastofnun auk þess sem Atvinnuráðgjöf Vesturlands mun kynna þjónustu sína við frumkvöðla. Fundurinn verður haldinn á Hótel Hamri og er frá kl 20:00 – 21:00.

Ærleg skemmtun fyrir sauðsvartan almúgann

adminFréttir

Sauðamessa 2008 Í og við Skallagrímsgarð Borgarnesi 4. október Ærleg skemmtun fyrir sauðsvartan almúgann!!! Sauðamessa er stórhátíð tileinkuð sauðkindinni og sauðnum í okkur sjálfum haldin af áhugamönnum um almennan sauðshátt. Hátíðin er haldin í og við Skallagrímsgarð í Borgarnesi og hefst klukkan 13.30 að staðartíma með fjárrekstri. Þá verður um tvöhundruð fjár rekið í gegnum af sjálfskipuðum rekstrarfræðingum eftir aðalgötunni og inn í rétt sem verður rétt við Skallagrímsgarðinn.