Stuðningsfulltrúi óskast til starfa við Grunnskólann í Borgarnesi

adminFréttir

Vegna forfalla vantar til starfa hjá Grunnskólanum í Borgarnesi stuðningsfulltrúa nú þegar í yngri deild skólans. Hlutverk stuðningafulltrúa er m.a. að aðstoða nemendur í leik og starfi á skólatíma. Við leytum að öflugum , jákvæðum einstaklingi sem hefur gaman að því að vinna með öðrum, oft undir álagi. Starfshlutfall getur verið á bilinu 60 – 100%. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri Kristján Gíslason í síma 437-11229 /898-4569 eða í rafpósti kristgis@grunnborg.is

Fréttabréf Borgarbyggðar er komið út

adminFréttir

Fréttabréf Borgarbyggðar (10 tbl.) verður borið í hús á morgun, föstudaginn 29. ágúst. Fréttabréfið kemur út annan hvern mánuð og er þetta fjórða tölublað ársins 2008. Forsíðufrétt blaðsins er um aðalskipulagsvinnu Borgarbyggðar sem nú er í fullum gangi og á baksíðu þess er auglýsing um félagsstarf aldraðra og öryrkja sem hefst að nýju 4. september eftir sumarfrí. Hér má nálgast fréttabréfið í heild sinni. Myndin sýnir forsíðu fréttabréfsins.

Bílaþvottadagur Skallagríms

adminFréttir

Næstkomandi laugardag, 30. ágúst, ætlar körfuknatleiksdeild Skallagríms að vera með bílaþvott. Tekið verður á móti bílum við vörulager BM-Vallá (Vírnet) á laugardag milli kl. 11:00 og 18:00. Sjá hér auglýsingu frá Skallagrími.

Tónleikar í Skallagrímsgarði

adminFréttir

Tónleikar verða á nýja sviðinu í Skallagrímsgarði laugardaginn 30. ágúst milli kl. 18:00 og 22:00. Það eru hlómsveitirnar Irony of apathy, Ferlegheit, Klakksvík, Mýgrútur, Minjafish, Ramses, Plasma og BRR sem troða upp.

Fróðleikur um sveppi og sveppatínslu í Einkunnum

adminFréttir

Umsjónarnefnd Einkunna í samvinnu við Skógræktarfélag Borgarfjarðar stendur fyrir skógargöngu í fólkvangnum Einkunnum sunnudaginn 31. ágúst. Ágúst Árnason fyrrverandi skógarvörður hjá Skógrækt ríkisins í Hvammi í Skorradal mun fræða þátttakendur um sveppi og sveppatínslu. Lagt af stað í gönguna frá bílastæðinu í Einkunnum kl. 16:00.

Tré ársins í Borgarnesi

adminFréttir

Árlega velur Skógræktarfélag Íslands tré ársins og að þessu sinni hefur orðið fyrir valinu purpurahlynur í Borgarnesi. Hátíðleg athöfn í tilefni af því verður sunnudaginn 31. ágúst kl. 13:00. Safnast verður saman hjá landnámsvörðunni við innganginn að Skallagrímsgarði og gengið að gerseminni. Hlynurinn er talinn vera eitt af glæsilegri trjám í Borgarbyggð og á það sér meira en 60 ára langa sögu.

Nýir starfsmenn í ráðhúsi Borgarbyggðar

adminFréttir

Nokkrar breytingar eru á starfsmannaliði ráðhússins í Borgarnesi um þessar mundir og tilfærsla milli starfa. Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri er farin í fæðingarorlof frá og með deginum í dag, 26. ágúst. Ásþór Ragnarsson, starfandi sálfræðingur Borgarbyggðar mun gegna stöðu fræðslustjóri í fjarveru Ásthildar. Á meðan hann gegnir starfi fræðslustjóra munu taka við hans starfi, sálfræðingarnir Inga Stefánsdóttir og Sigurður Ragnarsson. Ásta Björk Björnsdóttir sérkennsluráðgjafi er einnig að fara í fæðingarorlof. Kolfinna

Götusópun í Borgarnesi

adminFréttir

Mánudaginn 25. ágúst og þriðjudaginn 26. ágúst verða götur sópaðar í Borgarnesi. Íbúar í Borgarnesi eru vinsamlega hvattir til að leggja bílum sínum þannig að það hamli ekki götusópun. Það er fyrirtækið Hreinsitækni sem annast götusópunina en það fyrirtæki er undirverktaki HS-verktaks sem Borgarbyggð hefur gert þjónustusamning við.

Þvílík spenna!

adminFréttir

Unglingarnir í Borgarnesi mættu með kennurum sínum í félagsheimilið Óðal í dag til að marka upphaf vetrarstarfsins. Þar horfðu þau m.a. saman á landsleik Íslands og Spánar á Ólympíuleikunum í Kína. Landsliðið okkar Íslendinga í handbolta vann stórsigur á Spánverjum og tryggðu sér þar með þátttöku í úrslitaleiknum sem fram fer á sunnudag. Mikil stemning var í Óðali eins og myndirnar bera með sér. Áfram Ísland!

Réttir í Borgarbyggð árið 2008

adminFréttir

Réttir í Borgarbyggð eru á eftirfarandi stöðum: 1. Kaldárbakkarétt, sunnudaginn 7. september kl. 11:00. 2. Fljótstungurétt, sunnudaginn 14. september kl. 8:00. 3. Brekkurétt, sunnudaginn 14. september kl. 14:00. 4. Þverárrétt, mánudaginn 15. september kl. 7:00. 5. Hítardalsrétt, mánudaginn 15. september kl. 9:00. 6. Svignaskarðsrétt, mánudaginn 15. september kl. 10:00. 7. Grímsstaðarrétt, þriðjudaginn 16. september kl. 11:00. 8. Oddstaðarétt, miðvikudaginn 17. september kl. 9:30.