Vel tekið á móti gestum í Reykholti

adminFréttir

Sr. Geir Waage er þekktur fyrir hversu vel hann tekur á móti ferðamönnum sem sækja Reykholt heim. Hann segir frá af stakri þekkingu og atburðir miðalda lifna við í meðförum hans. Í veðurblíðunni í dag tók hann á móti hópi þýskra ferðamanna úr skemmtiferðaskipinu Alexander von Humboldt.

Reyholtshátíð hefst í kvöld

adminFréttir

Reykholtshátíð hefst með látum í kvöld með tónleikum Karlakórs St.Basil dómkirkjunnar í Moskvu í Reykholtskirkju. Dagskrá hátíðarinnar er þetta árið er stórglæsileg en hana má sjá í heild sinni á www.reykholtshatid.is, þar má einnig finna allar nánari upplýsingar um hátíðina.

Útboð í verkið Gatnagerð Hvanneyri

adminFréttir

Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í verkið „Gatnagerð Hvanneyri – Túngata og Arnarflöt“: Helstu magntölur eru: Gröftur: Fylling: Fjarlægja steyptar gangstéttar: Jöfnunarlag undir malbik: Malbik, 50 mm: Kantsteinn, 15 cm: Steyptar gangstéttar: 130 m³ 130 m³ 125 m 385 m² 1.430 m² 330 m 442 m² Útboðsgögn verða afhent á geisladiski og án endurgjalds í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, á skrifstofutíma frá og með 23. júlí 2008.

Konur ganga til góðs

adminFréttir

Borgfirskar konur undir stjórn Önnu Guðmundsdóttur á Borg á Mýrum hafa gengið til liðs við samtökin Göngum saman í átaki og fjáröflun til styrktar rannsóknum á krabbameini. Gengið er á mánudagskvöldum í sumar og hér sjást hressar konur sem gengu um 7 km í Borgarnesi í gærkvöldi.

Vestur-íslenskt ungt fólk á ferð

adminFréttir

Skallagrímsgarður í Borgarnesi skartaði sínu fegursta í dag þegar meðfylgjandi mynd var tekin af hópi Vestur-íslensks ungs fólks sem þar var statt á vegum Snorra verkefnisins. Hópurinn snæddi nesti í garðinum á leið sinni vestur á Snæfellsnes.

Reykholtshátíð nálgast

adminFréttir

Hin árlega Reykholtshátíð verður haldin dagana 23 – 27 júlí í kirkjunni í Reykholti. Í ár hefst hátíðin á tónleikum karlakórs St. Basil-dómkirkjunnar í Moskvu sem heldur þrenna tónleika á hátíðinni. Kórinn sem heldur á lofti hinni áhrifamiklu rússnesku karlakórahefð hefur getið sér gott orð víða um heim.

Íslenski safnadagurinn á sunnudaginn

adminFréttir

Tvö söfn í Borgarfirði taka þátt í íslenska safnadeginum í ár, en hann er haldinn annan sunnudag í júlí ár hvert og var fyrst haldinn árið 1997.   Í þetta sinn er það því sunnudagurinn 13. júlí.

Sumarhiti í Reykholti

adminFréttir

Veðrið sýndi síðar bestu hliðar í Borgarfirði í gær og þar var Reykholt engin undantekning. Á meðfylgjandi mynd má sjá styttu Snorra Sturlsonar bera við heiðan himin í rúmlega tuttugu stiga hita.