Sparkvellir á Bifröst og Hvanneyri vígðir

adminFréttir

Sparkvellirnir á Bifröst og á Hvanneyri voru víðgðir við hátíðlega athöfn föstudaginn 27. júní. Ávörp fluttu Páll Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar og Jón Gunnlaugsson stjórnarmaður KSÍ. Börn úr ungmennafélögum í Borgarbyggð klipptu á borða á táknrænan hátt. Vígsluleikir fóru fram á milli foreldra og barna í tilefni dagsins og var hart barist. Það var Borgarverk ehf. sem sá um byggingu sparkvallarins á Bifröst og hljóðaði verksamningur upp á 22 milljónir króna.

Lausaganga hunda bönnuð á ákveðnu svæði í Hítardal

adminFréttir

Að beiðni afréttarnefndar Hraunhrepps hefur lausaganga hunda verið bönnuð á tjaldsvæðinu í Hítardal yfir sumartímann þ.e. á milli vatnsins, hraunsins og árinnar. Hundaeigendur á ferðinni um dalinn eru vinsamlegast beðnir um að virða þetta bann. Bannskilti verða sett upp á tveimur áberandi stöðum á svæðinu.

Fréttabréf Borgarbyggðar er komið út

adminFréttir

Fréttabréf Borgarbyggðar verður borið í hús í dag. Fréttabréfið kemur út annan hvern mánuð og er þetta þriðja tölublað ársins 2008. Í fréttabréfinu kennir ýmissa grasa að venju og er nú stútfullt af efni. Það er þó ólíkt fyrri fréttabréfum þar sem þrír af föstu liðum bréfsins eru ekki með í þetta sinn. Þeir eru fréttaritari úr sveitinni, ljóð frá íbúa og kynning á sveitarstjórnarfulltrúa. Tveir af þessum liðum snúa

Kartöfluuppskera

adminFréttir

Bændur í Hvannatúni eru nú þegar farnir að taka upp fallegar og bústnar kartöflur eins og sést á meðfylgjandi mynd frá því í hádeginu í dag, föstudaginn 27. júní. Kartöflurnar eru mjög snemma á ferðinni og nokkrum dögum fyrr en í fyrra, en frétt þess efnis birtist hér á heimasíðunni í fyrra. Sjá hér frétt frá því fyrir ári síðan.

Vígsla sparkvalla á Bifröst og Hvanneyri

adminFréttir

Sparkvellirnir á Bifröst og Hvanneyri verða vígðir formlega á morgun, föstudaginn 27. júní. Athöfnin hefst kl. 14:00 á Bifröst og kl. 16:00 á Hvanneyri. Sjá hér auglýsingu.  

Jónsmessugleðin í sundlauginni í Borgarnesi tókst vel

adminFréttir

Fjölmenni mætti á Jónsmessugleði sem haldin var í Íþróttamiðstöðinni Borgarnesi í gærkvöldi, þriðjudaginn 24. júní. Opið var til miðnættis í tilefni Jónsmessunnar og boðið var upp á brasilíka karneval stemningu á sundlaugarbakkanum. Sundlaugargestir tóku fullan þátt í gleðinni með því m.a. að mæta í skrautlegum sund- og strandfötum til að skapa rétta andrúmsloftið.

Friðlýst svæði og náttúruminjar í Borgarbyggð

adminFréttir

Á heimasíðu Borgarbyggðar er nú komin skrá yfir friðlýst svæði og skráðar náttúruminjar í Borgarbyggð. Við þessa skrá verður síðan bætt staðarlýsingum. Svæðalandvörður á vegum Umhverfisstofnunar, Ásta Kristín Davíðsdóttir, starfar á fimm þessara svæða í sumar. Þau eru Eldborg, Grábrók, Hraunfossar, Húsafellsskógur og Geitland. Um tilraunaverkefni er að ræða. Óhætt er að segja að það hefur farið vel af stað og gefur væntingar um að framhald verði á. Umsjón með

Ljósmyndasamkeppni SAMAN-hópsins

adminFréttir

Föstudaginn 6. júní ýtti Katrín Jakobsdóttir alþingismaður sumarverkefni SAMAN-hópsins sumarið 2008 úr vör en það er ljósmyndasamkeppnin ,,Fjölskyldan í fókus“. Keppnin stendur til 8. ágúst 2008 og er ætlað að vekja athygli á að samverustundir með fjölskyldunni eru dýrmæt augnablik í lífi hvers og eins. Fjölskyldur af öllum stærðum og gerðum eru hvattar til að senda myndir í keppnina af fjölskyldunni saman, við leik og störf, vetur, sumar, vor og

Boð á listsýningu í Jafnaskarðsskógi

adminFréttir

Listsýning verður opnuð í skóginum í Jafnaskarði við Hreðavatn sunnudaginn 6. júlí kl. 14:00. Skógurinn skartar sínu fegursta á þessum tíma. Sýningin er samvinnuverkefni Menningarráðs Vesturlands og Skógræktar ríkisins og mun standa til haustsins. Listamennirnir eru allir af Vesturlandi. Boðskort fylgir hér með.

Barna- og unglingafræðsla í Mýrasýslu 1880 – 2007

adminFréttir

Í tilefni af aldarafmæli skólahalds í Borgarnesi haustið 2008 og 50 ára afmælis skólahalds að Varmalandi 2005 verður gefin út saga barna og unglingafræðslu í Mýrasýslu, 1880-2007. Bókin er í stóru broti, 304 síður að lengd og ríkulega myndskreytt. Flestar myndirnar hafa ekki birst á prenti áður. Boðið er upp á forsölu á bókinni og fá áskrifendur nafn sitt birt á heiðurslista í bókinni. Uppheimar gefa bókina út. Áskrifendur fá