Opinn íbúafundur á Hvanneyri

adminFréttir

Í kvöld, þriðjudaginn 29. apríl, kl. 20:00 verður haldinn opinn íbúafundur í Ásgarði á Hvanneyri. Þar verður m.a. farið yfir: • Framtíðarsýn LBHI • Skipulagsmál • Framkvæmdir og viðhald • Fráveitumál • Þjónustumál, verslun og bensínafgreiðsla. Fundarstjóri verður Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar.

Evrópa unga fólksins

adminFréttir

Evrópa unga fólksins verður með kynningarfund í Borgarnesi þriðjudaginn 29.apríl n.k. kl 21.00 í Ungmennahúsinu Mími. Sjá hér auglýsingu um kynningarfundinn.

Úthlutað úr Húsaverndunarsjóði

adminFréttir

Úthutað hefur verið í fjórða sinn úr Húsaverndunarsjóði Borgarbyggðar, sem er sameiginlegt verkefni Borgarbyggðar og Sparisjóðs Mýrasýslu. Alls bárust 10 umsóknir um styrki vegna ýmissa verkefna og var að þessu sinni ákveðið að styrkja aðeins eitt þeirra, þ.e. endurbætur á gömlu skemmunni á Hvanneyri. Það er sóknarnefndin á staðnum sem sótti um styrkinn í því augnamiði að nýta húsið sem safnaðarheimili. Styrkurinn er að upphæð 1.3 milljónir króna.

List án landamæra

adminFréttir

Sölusýning Borgfirskra utangarðslistamanna stendur nú yfir í Landnámssetrinu. Sýningin er haldin í tengslum við hátíðina List án landamæra sem opnuð var 18.apríl. Allur ágóði af sölu verkanna rennur í ferðasjóð hópsins sem hyggst fara til Vínar í Austurríki 29.maí til 2.júní á ráðstefnu Evrópsku Outsiders Art samtakanna. Sjá heimasíðu Borgfirskra utangarðslistamanna http://outsidersart.blogspot.com (Fréttatilkynning)

Boðið upp á bílaþvott í Borgarnesi

adminFréttir

Nemendur í 9. bekk Grunnskólans í Borgarnesi bjóða upp á bílaþvott helgina 3. og 4. maí til styrktar skólaferðalagi sem þau fara í til Svíþjóðar í haust. Sjá hér auglýsinguna frá þeim.

Fréttabréf Borgarbyggðar er komið út

adminFréttir

Fréttabréf Borgarbyggðar verður borið í hús í dag. Fréttabréfið kemur út annan hvern mánuð og er þetta annað tölublað ársins 2008. Í fréttabréfinu kennir ýmissa grasa að venju; hreinsunardögum í Borgarbyggð eru gefin góð skil og einnig birtist í því atburðadagatal þar sem fram komu helstu hátíðir sumarsins. Fastir liðir eru sveitarstjórnarmaðurinn; sem að þessu sinni er Finnbogi Leifsson, fréttaritari úr sveitinni; er Þóra Sif Kópsdóttir og ljóðið sem prýðir

Gangstétta- og götusópun í Borgarnesi

adminFréttir

Í vikunni 21. – 25. apríl verða gangstéttar í Borgarnesi sópaðar. Laugardaginn 26. apríl og sunnudaginn 27. apríl verða svo götur í Borgarnesi sópaðar. Fyrri daginn verða götur í neðri bænum sópaðar þ.e. frá Brákarey og að Hyrnutorgi. Seinni daginn verða götur í efri bænum sópaðar þ.e. frá Egilsholti/Bjargslandi og að Hyrnutorgi.   Íbúar í Borgarnesi eru vinsamlega hvattir til að leggja bílum sínum þannig að það hamli ekki götusópun

Ársreikningur Borgarbyggðar 2007

adminFréttir

Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2007 var lagður fram til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar þann 17. apríl sl. en seinni umræða verður á sveitarstjórnarfundi þann 8. maí nk. Niðurstaða ársreikningsins ber með sér að rekstur Borgarbyggðar er á traustum grunni, rekstrarniðurstaða er jákvæð um tæplega 42 milljónir og veltufé frá rekstri er 10,7% af rekstrartekjum sveitarfélagsins, sem er töluvert hærra en áætlað hafði verið.