Fjölsóttir ferðamannastaðir í Borgarbyggð styrktir

adminFréttir

Nýverið tilkynnti Ferðamálastofa hverjir hljóta styrk til úrbóta á ferðamannastöðum, þetta árið. Alls voru veittar ríflega 54 milj. kr. og fengu þrjú verkefni í Borgarbyggð, myndarlegan stuðning. Sveitarfélagið Borgarbyggð fær 2,5 milj. kr. til að bæta stíga og aðra aðstöðu á og við Grábrók, en svæðið hefur látið verulega á sjá, á undanförnum árum. Hreðavatn ehf. fær 3 milj. kr. í framhaldsstyrk til að bæta alla aðkomu og aðstöðu við

Úrslitakeppnin hefst í kvöld – Bein útsending frá FM Óðal

adminFréttir

Úrslitakeppni hefst í kvöld í Grindavík en þangað fara menn til að freista þess að ná sigri á sterku liði grindvíkinga. Þeir sem ekki komast á leikinn í kvöld geta hlustað á lýsingu á honum í beinni útsendingu á FM Óðal 101,3 þar sem íþróttafréttamenn Óðals lýsa leiknum heim. Heimaleikurinn okkar við Grindavík verður svo á sunnudaginn kl. 19.15 í Borgarnesi og þá mæta allir á leik. Tvo sigra þarf

Hunda- og kattahreinsun á Bifröst

adminFréttir

Lögbundin hunda- og kattahreinsun verður á Birfröst miðvikudaginn 2. apríl 2008 kl. 16:00 – 18:00 í kyndistöðinni. Þeir eigendur hunda og katta á Bifröst sem ekki mæta með dýr sín til þessarar hunda- og kattahreinsunar eru beðnir um að skila vottorði á skrifstofu ráðhúss Borgarbyggðar um að dýr þeirra hafi verið hreinsuð annars staðar.

,,Ég verð alltaf svangur þegar ég sé Borgarnes“

adminFréttir

Það er lögreglumaðurinn Gunnar, sem Ólafur Darri Ólafsson leikur, í þættinum Mannaveiðum sem lætur eftirfarandi orð falla við félaga sinn Birki þegar hann sér Borgarnes. ,,Ég verð alltaf svangur þegar ég sé Borgarnes“. Þeir félagar eru að koma niður á Seleyrina og nálgast Borgarnes og það veldur þessari hungurtilfinningu hjá Gunnari sem verður til þess að þeir stoppa í Hyrnunni á leið sinni í Dalina. Og víst er um það

Almenningssamgöngur milli Reykjavíkur og Borgarness

adminFréttir

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur tekið upp viðræður við Strætó bs um strætisvagnasamgöngur milli Reykjavíkur og Borgarness. Vonast er til að niðurstöður viðræðna liggi fyrir í apríl mánuði. Ljóst er að vaxandi þörf er fyrir bættum almenningssamgöngum milli höfuðborgarinnar og Borgarbyggðar þar sem þeim fer fjölgandi sem sækja vinnu og nám annarsvegar frá Borgarbyggð til höfuðborgarsvæðisins og hinsvegar frá höfuðborgarsvæðinu til þéttbýlisstaða Borgarbyggðar.

Starfsfólk Óðals í heimsókn á Akranesi

adminFréttir

Starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar Óðals í Borgarnesi heimsóttu félagsmiðstöðina Arnardal á Akranesi í vikunni til að funda um félagsmiðstöðvar, ungmennahús og vinnuskóla sveitarfélaganna, en gott samstarf hefur verið um langt skeið hjá þessum tveimur félagsmiðstöðvum. Við þetta tækifæri skoðuðu starfsmenn Óðals einnig nýju aðstöðuna sem Arnadalur hefur fengið.

Svæðalandvarsla á friðlýstum svæðum í Borgarbyggð

adminFréttir

Umhverfisstofnun hefur auglýst laus störf við landvörslu sumarið 2008 og er nú einnig auglýst eftir landverði í fullt starf til að fylgjast með friðlýstum svæðum á Vesturlandi. Um tilraunaverkefni er að ræða. Í auglýsingu um starfið á heimasíðu Umhverfisstofnunar kemur m.a. fram að starfið felist í að fylgjast með að á hinum friðlýstu svæðum séu ekki brotin ákvæði friðlýsingar og lög um náttúruvernd. Hér má nálgast kort sem sýnir öll

Laus eru til umsóknar sumar- og afleysingarstörf 2008 hjá Borgarbyggð

adminFréttir

Borgarbyggð auglýsir eftir starfsmönnum til sumar- og afleysingarstarfa við íþróttamiðstöðvarnar í Borgarnesi, á Varmalandi og Kleppjárnsreykjum. Einnig er auglýst eftir flokkstjórum við vinnuskólann. Umsóknarfrestur er til 18. apríl 2008. Sjá hér auglýsingu um þessi störf. Einnig má nálgast upplýsingar um fleiri störf sem eru í boði hjá Borgarbyggð undir vefsíðunni ,,störf í boði“.

Íbúafundurinn um framkvæmdir 2008 er í kvöld

adminFréttir

Íbúafundur um framkvæmdir 2008 er í kvöld 17. mars á Hótel Borgarnesi kl. 20:30. Þar verða kynntar helstu framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins á árinu 2008. Á fundinum verða einnig fulltrúar frá Orkuveitu Reykjavíkur og Vegagerðinni vegna fyrirhugaðra fráveituframkvæmda í Borgarnesi og vegna yfirstandandi framkvæmda á hringvegi 1 í Borgarnesi.

Samið um byggingu reiðhallar

adminFréttir

Föstudaginn 14. mars var undirritaður í félagsheimili Hestamannafélagsins Skugga byggingarsamningur milli stjórnar reiðhallarinnar á Vindási og BM Vallár. Kristján Þ. Gíslason undirritaði samninginn fyrir hönd byggingarnefndar reiðahallarinnar og Stefán Logi Haraldsson fyrir hönd BM Vallár. Er þess vænst að reiðhöllin muni rísa á næstu vikum og síðan tekin í notkun ekki seinna en næsta haust.