Saga barna- og unglingafræðslu Mýrasýslu

adminFréttir

Í dag 30. janúar var skrifað undir samning þess efnis að Uppheimar ehf. taki að sér að gefa út bókina ,,Barna- og unglingafræðsla í Mýrasýslu, 1870 – 2007 eftir Snorra Þorsteinsson. Undir samninginn skrifuðu Páll S. Brynjarsson fyrir hönd Borgarbyggðar og Kristján Kristjánsson fyr hönd Uppheima ehf. Undirbúningur að ritun bókarinnar hófst árið 2005 og skráningu lauk nú um áramótin. Gert er ráð fyrir því að bókin komi út í

Rekstrartruflanir á Vesurlandi

adminFréttir

Skerða hefur þurft afhendingu á heitu vatni á Akranesi og í Borgarnesi frá því á mánudag. Þetta var gert í öryggisskyni eftir að vatnsborð í heitavatnsgeymum hafði lækkað mjög í kjölfar rekstrartruflana um síðustu helgi.Ekki er útilokað að til frekari skerðinga komi næstu daga. Bæjarfélögin sjálf, sem reka m.a. sundlaugarnar, og Laugafiskur, þar sem skerðingarheimildir eru í samningum, hafa orðið fyrir skerðingunni. Óvíst er hvort ástandið kemur til með að

Breyting á álagningu fasteignagjalda 2008

adminFréttir

Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum 16. janúar síðastliðinn að lækka álagningu fasteignagjalda vegna atvinnuhúsnæðis. Eftir breytingu verður hlutfall fasteignaskatts í c-flokki 1,40%. Hér má nálgast endurnýjað skjal varðandi reglur um álagningu fasteignagjalda. Einnig er skjalið ávallt aðgengilegt á heimasíðunni undir ,,stjórnsýsla“ og liðnum gjaldskrár (sjá hér).

Sýning á verkum eftir Bjarna Helgason

adminFréttir

Næstkomandi laugardag kl. 16.00 opnar ungur Borgfirðingur sýningu í sal Listasafns í Safnahúsi. Þetta er Bjarni Helgason sem er grafískur hönnuður með meistaragráðu í „Media Arts“ frá Kent Institute of Art & Design í Bretlandi. Bjarni er ættaður frá Laugalandi í Stafholtstungum, alnafni afa síns sem þar býr. Á slóðinni http://bjadddni.com/borgarnes/ má sjá frekari upplýsingar um Bjarna og er vonast til að sem flestir sjái sér fært að koma og

Sígaunabaróninn í Gamla mjólkursamlaginu

adminFréttir

Tónlistarskóli Borgarfjarðar stendur fyrir óperusýningu í Gamla mjólkursamlaginu í Borgarnesi nú í febrúar. Tilefnið er 40 ára afmæli Tónlistarskóla Borgarfjarðar og einnig að söngdeildin við skólann er 20 ára. Um 35 manns taka þátt í sýningunni, þar af níu börn. Það eru átta nokkuð stór einsöngshlutverk og einnig eru nokkur minni hlutverk sem félagar í kórnum fara með. Zsuzsanna Budai leikur með á píanó í sýningunni. Leikstjóri er Ása Hlín

Byggðarráð Borgarbyggðar vill bættar samgöngur milli Borgarness og Reykjavíkur

adminFréttir

Á fundi sínum þann 23. janúar síðastliðinn ræddi Byggðarráð Borgarbyggðar ályktanir atvinnu- og markaðsnefndar og stjórnar Faxaflóahafna um nauðsyn þess að hefjast handa við lagningu Sundabrautar og aðrar úrbætur á Vesturlandsvegi. Að umræðum loknum samþykkti Byggðaráð eftirfarandi bókun: „Byggðarráð Borgarbyggðar hvetur samgönguráðherra til að beita sér fyrir bættum samgöngum milli Borgarness og Reykjavíkur. Lagning Sundabrautar og úrbætur á Vesturlandsvegi eru framkvæmdir sem skilyrðislaust þarf að ráðast í.“

Rýnt í þjónustukönnun

adminFréttir

Á morgun þriðjudag frá kl.17.30 verða að störfum rýnihópar í ráðhúsi Borgarbyggðar sem eru að fara yfir þjónustukönnunina sem unnin var fyrir Borgarbyggð síðastliðið sumar. Rýnihóparnir eru tveir, annar skipaður fólki á aldrinum 25 til 44 ára og hinn skipaður fólki á aldrinum 45 til 65 ára og eiga þeir að ræða þjónustu sveitarfélagsins og rýna í könnunina. Hér má nálgast könnunina sjálfa.

Sorphirðudagatal 2008

adminFréttir

Sorphirðudagatal 2008 fyrir Borgarbyggð er komið á heimasíðuna. Hér má nálgast það. Sorphirðudagatalið verður sent til allra íbúa með fréttabréfinu sem kemur út um miðjan febrúar. Einnig er sorphirðudagatalið ávallt hér vinstra megin á heimasíðunni undir ,,þjónusta við íbúa“

Óskað eftir starfsfólki við Grunnskóla Borgarfjarðar

adminFréttir

Starfsfólk óskast í eftirfarandi störf hjá Grunnskóla Borgarfjarðar. Skólasel á Hvanneyri Óskum eftir að ráða aðstoðamann í skólaselið mánudaga til fimmtudaga u.þ.b. 3 klst. á dag. Nánari upplýsingar veita Ástríður í síma 4370009 og Guðlaugur í síma 4351171 Húsvarsla á Kleppjárnsreykjum Einnig vantar mann í húsvörslu á Kleppjárnsreykjum, en þar er um að ræða 30% úr starfi. Nánari upplýsingar veitir Guðlaugur í síma 4351171