Hundahreinsun í þéttbýli Borgarbyggðar

adminFréttir

Lögbundin hundahreinsun í þéttbýli verður á tveimur stöðum í Borgarbyggð í byrjun desember. Hvað varðar dreifbýlið, þá fara dýralæknar um og hreinsa á bæjum. Það verður sérstaklega auglýst þegar komið verður að Bifröst. Þeir sem ekki mæta til hundahreinsunar á tilgreindum stöðum eru beðnir um að skila vottorði inn á skrifstofu ráðhúss Borgarbyggðar um að hundar þeirra hafi verið hreinsaðir annars staðar. Staðir: -Slökkvistöðin við Sólbakka í Borgarnesi, þriðjudaginn 4.

Samverustund á aðventunni í Borgarnesi

adminFréttir

Kveikt verður á jólatré Borgarbyggðar við hátíðlega athöfn á Kveldúlfsvelli (við hlið ráðhúss) í Borgarnesi næstkomandi sunnudag þann 2. desember kl. 17.00*. Dagskrá af sviði sem Landflutninga-Samskip útvega af þessu tilefni nú sem oftar:

Sölusýning hjá ,,utangarðslistamönnum“

adminFréttir

Á sunnudaginn kemur, 2. desember, verða Borgfirskir utangarðslistamenn(outsiders art) með sölusýningu í Gallerý Brák kl. 17:00.Á sýningunni verða til sölu glerlistaverk sem listamennirnir hafa unnið í Gallerý Brák í haust og er hún haldin m.a. til að fjármagna ferð þeirra á samsýningu erlendis á næsta ári. Verkefnið „Outsiders art“ er unnið í samstarfi við hollenska aðila um að skapa starfsaðstöðu fyrir fatlaða til listsköpunar.

Skipulagsauglýsing – Hesthúsahverfið í Hamarslandi

adminFréttir

Auglýsing um deiliskipulagsbreytingu hesthúsahverfis í Hamarslandi, Borgarbyggð. Í samræmi við 26. grein skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 hefur sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkt eftirfarandi deiliskipulagsbreytingar:

Sigríður Margrét Guðmundsdóttir og Landnámssetur Íslands

adminFréttir

Í Kairo, í gær 27. nóvember 2007, á alheimsþingi kvenna í atvinnurekstri (FCEM) hlaut Sigríður Margrét Guðmundsdóttir fræmkvæmdastjóri Landnámsseturs Íslands í Borgarnesi nýsköpunarverðlaun samtakanna vegna eins áhugaverðasta fyrirtækis sem stofnað hefur verið á síðustu þremur árum í heiminum. Fyrirtækis sem komið hefur íslenskum menningararfi á framfæri á nýstárlegan hátt. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt fyrirtæki hlýtur tilnefningu til þessara verðlauna.

Borgarbyggðarbifreiðin er komin

adminFréttir

Slökkvilið Borgarbyggðar hefur eignast nýja slökkvibifreið. Hún kom til landsins í gær, 27. nóvember og var þá til sýnis við slökkvistöðina. Hér má nálgast myndir af slökkvibifreiðinni og lýsingu á gæðum hennar.

Viðtalstímar sveitarstjórnarfulltrúa í Borgarbyggð

adminFréttir

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur ákveðið að einn dag í mánuði verði sveitarstjórnarfulltrúar með sérstaka viðtalstíma þar sem íbúum gefst kostur á að koma og ræða málefni sem snerta sveitarfélagið. Nú hafa slíkir viðtalstímar verið haldnir tvisvar og þeir mælst mjög vel fyrir.

Starfsmaður óskast við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi

adminFréttir

Konur í vatnsleikfimi í íþróttamiðstöðinni í BorgarnesiAlmennur starfsmaður óskast í Íþróttamiðstöðina Borgarnesi (kona). Þarf að geta hafið störf um næstu áramót. Umsóknarfrestur er til miðvikudags 12. desember næstkomandi. Hér má sjá auglýsinguna.