Breytingar á húsnæði gamla Húsmæðraskólans að Varmalandi

adminFréttir

Endurbætur standa nú yfir á húsnæði gamla Húsmæðraskólans á Varmalandi. Þremur efstu bekkjum grunnskólans hefur verið kennt í þessu húsnæði undanfarin ár. Þegar framkvæmdum verður lokið verða þar kennslustofur fyrir 5. – 10. bekk grunnskólans auk aðstöðu fyrir tölvustofu, bókasafn, sérkennsluaðstöðu, kennarastofu, félagsaðstöðu fyrir unglinga ofl.

Ferðaþjónusta í burðarliðnum

adminFréttir

Undanfarin ár hafa ýmsir aðilar látið fé af hendi rakna í sjóð til kaupa á bíl fyrir fatlaða og eldri borgara. Sjóðurinn hefur verið í vörslu Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi, sem nú hefur fest kaup á bíl til þessa verkefnis. Um er að ræða sérútbúinn bíl sem auðveldlega getur flutt einstaklinga sem bundnir eru notkun hjólastóls.

Plastmálin víkja úr fundarsal sveitarstjórnar Borgarbyggðar

adminFréttir

Í tilefni komu fulltrúa frá Landvernd á kvöldfund með þátttakendum í umhverfisverkefninu ,,Vistvernd í verki” í ráðhúsi Borgarbyggðar í kvöld, fimmtudaginn 27. september, voru plastmálin sem notuð hafa verið undir kaffi fjarlægð og fengnir varanlegri bollar í þeirra stað.

SKALLAGRÍMUR – KR í Laugardalshöll í kvöld

adminFréttir

KR-ingar sigruðu Hamar í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins og eru því komnir í undanúrslit. Þeir mæta þar Skallagrímsmönnum sem hafa lagt Stjörnuna og Grindavík í keppninni. Það verður leikið um sæti í úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni í kvöld kl. 19:00.

Starf innheimtufulltrúa laust til umsóknar

adminFréttir

Laust er til umsóknar starf innheimtufulltrúa á skrifstofu Borgarbyggðar. Um er að ræða starf við gerð og útsendingu reikninga, innheimtur og önnur skrifstofustörf. Starfsaðstaða innheimtufulltrúa er á skrifstofu Borgarbyggðar í Reykholti.

Ný skipulagsskrá Menningarsjóðs

adminFréttir

Ný skipulagsskrá hefur verið samþykkt fyrir Menningarsjóð Borgarbyggðar. Sjóðurinn var stofnaður var árið 1967 í tilefni af 100 ára verslunarafmæli Borgarness. Fyrsta skipulagsskrá sjóðsins var samþykkt árið 1970 og ný skipulagsskrá árið 1979.   Tilgangur sjóðsins er að styrkja menningarmál í Borgarbyggð og í nýrri menningarstefnu sem verið er að vinna fyrir sveitarfélagið er kveðið á um að sérstök rækt verði lögð við grasrótina í menningarlífi á svæðinu við veitingu

Ný deild opnar á leikskólanum Uglukletti

adminFréttir

Byggðaráð Borgarbyggðar hefur ákveðið að opnuð verði ný deild á leikskólanum Uglukletti í Borgarnesi frá og með 1. október næstkomandi. Ugluklettur tók til starfa síðastliðið haust. Á leikskólanum hafa verið frá því hann opnaði 44 börn á tveimur deildum.

Mikill áhugi á ,,Vistvernd í verki“

adminFréttir

Þann 23. júní í síðastliðinn skrifaði Borgarbyggð undir samning við Landvernd um þátttöku sveitarfélagsins í umhverfisverkefninu „Vistvernd í verki”. Í framhaldi af því var íbúum sveitarfélagsins boðið að skrá sig í visthóp. Nú hafa 15 fjölskyldur skráð sig til þátttöku. Í hverjum hópi er gert ráð fyrir fulltrúum 5-8 fjölskyldna og því ljóst að hóparnir verða tveir á haustmisseri.

Hækkun grindverks við sparkvöllinn á lóð Grunnskóla Borgarness.

adminFréttir

Í liðinni viku var unnið við hækkun grindverks við þann hluta sparkvallarins, á lóð Grunnskóla Borgarness, sem er ofan við mörkin sem snúa að Gunnlaugsgötu. Þetta var gert vegna ónæðis sem íbúar, við götuna, urðu fyrir þegar boltar frá vellinum geiguðu framhjá mörkunum í ærslafullum knattleik.