Kynning á starfsemi Menningarsjóðs Vesturlands

adminFréttir

Þriðjudaginn 18. september n.k. mun Elísabet Haraldsdóttir menningarfulltrúi Vesturlands verða til viðtals milli kl. 16,oo og 17,oo í Ráðhúsi Borgarbyggðar að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og kynna reglur um úthlutun styrkja frá Menningarsjóði Vesturlands. Einnig mun hún veita upplýsingar og ráðgjöf varðandi umsóknir á árinu 2008. Mikilvægt er að allir þeir sem hyggja á að senda umsóknir til sjóðsins kynni sér hvað möguleikar eru þar í boði. Aðilar eru hvattir

Nýr framkvæmdastjóri Dvalarheimils aldraðra í Borgarnesi

adminFréttir

  Stjórn Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi auglýsti fyrir skömmu eftir framkvæmdastjóra fyrir Dvalarheimilið. Alls bárust 12 umsóknir um stöðuna. Hagvangur ráðningarþjónusta annaðist um faglega ráðgjöf vegna ráðningarferilsins. Stjórn Dvalarheimilisins ákvað á fundi sínum þann 20. ágúst s.l. að ráða Björn Bjarka Þorsteinsson, Borgarnesi, sem nýjan framkvæmdastjóra fyrir Dvalarheimili aldraðra í Borgarnes og tekur hann til starfa þann 1. október n.k. Núverandi framkvæmdastjóri Margrét Guðmundsdóttir lætur þá af störfum að eigin

Nýtt starfsmannaeldhús grunnskólans í Borgarnesi

adminFréttir

Eins og sagt hefur verið frá í síðasta fréttabréfi Borgarbyggðar, hafa staðið yfir gagngerar endurbætur á starfsmannaeldhúsi skólans. Sett hefur verið upp ný eldhúsinnrétting, ný gólfefni, lýsing ofl.   Þessi nýja aðstaða mun bæta aðbúnað fyrir starfsfólks skólans og ekki hvað síst vinnuaðstöðu matráðs í eldhúsinu sjálfu.  

Bæjarhátíð í Mosfellsbæ

adminFréttir

Fyrr á árinu var undirritaður menningarsamningur á milli Mosfellsbæjar og Borgarbyggðar. Samningurinn er farvegur fyrir margs konar samskipti á menningarsviði og er skemmst að minnast frábærs leiks skólahljómsveitar Mosfellsbæjar í Borgarnesi 17. júní s.l. Nú stendur yfir bæjarhátíð í Mosfellsbæ – Í túninu heima. Borgfirðingar eru boðnir velkomnir og má sjá dagskrána með því að smella hér.

Sparkvöllur á Hvanneyri

adminFréttir

Vinna við sparkvöllinn á Hvanneyri er í gangi um þessar mundir, en það er fyrirtækið Krákur ehf frá Blönduósi sem annast framkvæmd verksins.   Samkvæmt verksamningi felur verkið í sér að skila sparkvellinum tilbúnum fyrir lagningu á gervigrasi, með grindverki umhverfis völl og nánasta umhverfi frágengnu, ýmist með hellulögnum eða grasi.

Menntaskóli Borgarfjarðar settur

adminFréttir

Miðvikudaginn 22. ágúst var Menntaskóli Borgarfjarðar settur í fyrsta sinn. Athöfnin fór fram í Skallagrímsgarði að viðstöddu fjölmenni. Ávörp fluttu Bjarki Þorsteinsson forseti sveitarstjórnar, Torfi Jóhannesson formaður stjórnar skólans og Gísli Kjartansson sparisjóðsstjóri sem afhenti væntanlegu nemendafélagi skólans peningagjöf sem notast á til að koma félaginu á fót. Ársæll Guðmundsson skólameistari flutti setningarræðu og bauð nemendur og starfsfólk velkomið í skólann.

Jónas Ingimundarson leikur í Borgarneskirkju

adminFréttir

Jónas Ingimundarson heimsækir Borgarfjörð á vegum Tónlistarfélags Borgarfjarðar næstkomandi föstudag, 24. ágúst. Hann leikur á tónleikum í Borgarneskirkju; þrjár merkar og vinsælar píanósónötur Beethovens: Pathetique, Appassionata og Tunglskinssónötuna.

Metfjöldi í lesningu heimasíðu

adminFréttir

Mælingar sýna að heimasíða Borgarbyggðar hafi verið skoðuð í 370 tölvum í gær, þriðjudaginn 21. ágúst. Innlit á síðuna voru alls 519 talsins.   Þetta er mesti fjöldi frá upphafi, en síðan hefur verið í sókn allt síðan henni var gjörbreytt og skipaður sérstakur umsjónarmaður hennar í október 2006. Sem dæmi um aukninguna má nefna að fjöldi tölva sambærilegan dag árið 2006 var 187. Þá var algengt að heimasíðan væri

Menning í Borgarbyggð

adminFréttir

Menningarnefnd Borgarbyggðar vinnur nú að gerð menningarstefnu sveitarfélagsins. Verkið er langt komið og hefur nefndin notið krafta ýmissa aðila í héraði við mótun stefnunnar.   Fyrirliggjandi drög verða lögð fram til kynningar á íbúafundi fimmtudaginn 23. ágúst kl. 20.00 í Safnahúsi Borgarfjarðar, Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi.